Katrín tekur forystuna á ný og Halla T í sókn Heimir Már Pétursson skrifar 16. maí 2024 18:32 Katrín, Halla Hrund og Halla Tómasdóttir fara yfir málin fyrir kappræður á Stöð 2. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir tekur forystuna á ný samkvæmt nýrri könnun Maskínu en þó er ekki marktækur munur á henni og Höllu Hrund Logadóttur. Halla Tómasdóttir er síðan í mikilli sókn og tæplega þrefaldar fylgi sitt. Það er óhætt að segja að fylgi forsetaframbjóðenda sé á mikilli hreyfingu. Katrín Jakobsdóttir mælist nú með mesta fylgið eða 26,1 prósent sem er lítil breyting frá síðustu könnun Maskínu fyrir rúmri viku. Halla Hrund Logadóttir tapar hins vegar mestu fylgi milli kannana eða rétt tæplega átta prósentustigum og mælist nú með 21,8 prósent. Ekki er þó marktækur munur á fylgi hennar og Katrínar. Það er hins vegar marktækur munur á fylgi Höllu Hrundar og Baldurs Þórhallssonar. Hann missir tæp tvö prósentustig milli kannana og er nú með 16,2 prósent en Jón Gnarr er nú með 12,6 prósent bætir við sig 1,4 prósentustigum. Tólf manns bjóða sig fram til forseta Íslands.vísir Það er hins vegar Halla Tómasdóttir sem er hástökkvarinn milli kannana Maskínu. Hún mældist með 5,4 prósent hjá Maskínu hinn 8. maí en er nú með 14,9 prósent, tæplega þrefaldar fylgi sitt. Ekki er marktækur munur á fylgi Höllu Tómasdóttur, Baldurs og Jóns Gnarr. Arnar þór Jónsson bætir við sig prósentustigi milli kannana og mælist nú með 5,2 prósent. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir er með 1,1 prósent en aðrir frambjóðendur eru með innan við eitt prósent og jafnvel innan við hálft prósent. Hér sést vel hvernig fylgi einstakra forsetaframbjóðenda hefur breyst í könnunum Maskínu allt frá 8. apríl til dagsins í dag.Grafík/Hjalti Á meðfylgjandi mynd sjáum við þróunina á fylgi sex efstu frambjóðenda samkvæmt könnunum Maskínu allt frá 8. apríl til dagsins í dag. Í fyrstu tveimur könnununum var Katrín með forystuna og Baldur fylgdi henni fast á eftir. Hinn 26. apríl skaust Halla Hrund hins vegar upp fyrir þau bæði og hélt forystunni allt þar til í könnun Maskínu í dag. Þótt fylgi Katrínar hafi lítið breyst frá 26. apríl þá mælst hún nú með mesta fylgið vegna fylgistaps Höllu Hrundar. Svo virðist sem fylgið hafa aðallega farið af henni til nöfnu hennar Höllu Tómasdóttur og að hluta frá Baldri,eins og sést vel á meðfylgjandi mynd. Forsetakosningar 2024 Skoðanakannanir Tengdar fréttir Miklar breytingar á fylgi fyrir kappræður Stöðvar 2 í kvöld Miklar breytingar eru á fylgi forsetaframbjóðenda samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna sem greint verður frá í kvöldfréttum Stöðvar 2. Viðbragða verður leitað hjá sex efstu forsetaframbjóðendum samkvæmt könnunum sem mæta í kappræður í beinni útsendingu opinni dagskrá strax að loknum kvöldfréttum. 15. maí 2024 08:00 Viktor hvetur forsetaframbjóðendur til að sniðganga Stöð 2 Viktor Traustason forsetaframbjóðandi er afar ósáttur við að honum, sem og helmingi þeirra sem í forsetaframboði eru, sé ekki boðið til þátttöku í kappræðum Stöðvar 2 og hvetur til sniðgöngu. 16. maí 2024 16:32 Ásdís Rán býður forsetaefnum á rauða dregilinn Ásdís Rán Gunnarsdóttir forsetaframbjóðandi og athafnakona hyggst bjóða öðrum frambjóðendum og fjölskyldum þeirra til galakvölds næstkomandi laugardagskvöld. Ásdís segir tilganginn vera að hrista saman hópinn. 16. maí 2024 11:10 Halla þótti standa sig best Flestir þeirra sem fylgdust með kappræðum á RÚV vegna forsetakosninganna föstudagskvöldið 3. maí töldu Höllu Tómasdóttur hafa staðið sig best. Skammt á hæla Höllu komu Baldur Þórhallsson og Katrín Jakobsdóttir. 15. maí 2024 10:05 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Það er óhætt að segja að fylgi forsetaframbjóðenda sé á mikilli hreyfingu. Katrín Jakobsdóttir mælist nú með mesta fylgið eða 26,1 prósent sem er lítil breyting frá síðustu könnun Maskínu fyrir rúmri viku. Halla Hrund Logadóttir tapar hins vegar mestu fylgi milli kannana eða rétt tæplega átta prósentustigum og mælist nú með 21,8 prósent. Ekki er þó marktækur munur á fylgi hennar og Katrínar. Það er hins vegar marktækur munur á fylgi Höllu Hrundar og Baldurs Þórhallssonar. Hann missir tæp tvö prósentustig milli kannana og er nú með 16,2 prósent en Jón Gnarr er nú með 12,6 prósent bætir við sig 1,4 prósentustigum. Tólf manns bjóða sig fram til forseta Íslands.vísir Það er hins vegar Halla Tómasdóttir sem er hástökkvarinn milli kannana Maskínu. Hún mældist með 5,4 prósent hjá Maskínu hinn 8. maí en er nú með 14,9 prósent, tæplega þrefaldar fylgi sitt. Ekki er marktækur munur á fylgi Höllu Tómasdóttur, Baldurs og Jóns Gnarr. Arnar þór Jónsson bætir við sig prósentustigi milli kannana og mælist nú með 5,2 prósent. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir er með 1,1 prósent en aðrir frambjóðendur eru með innan við eitt prósent og jafnvel innan við hálft prósent. Hér sést vel hvernig fylgi einstakra forsetaframbjóðenda hefur breyst í könnunum Maskínu allt frá 8. apríl til dagsins í dag.Grafík/Hjalti Á meðfylgjandi mynd sjáum við þróunina á fylgi sex efstu frambjóðenda samkvæmt könnunum Maskínu allt frá 8. apríl til dagsins í dag. Í fyrstu tveimur könnununum var Katrín með forystuna og Baldur fylgdi henni fast á eftir. Hinn 26. apríl skaust Halla Hrund hins vegar upp fyrir þau bæði og hélt forystunni allt þar til í könnun Maskínu í dag. Þótt fylgi Katrínar hafi lítið breyst frá 26. apríl þá mælst hún nú með mesta fylgið vegna fylgistaps Höllu Hrundar. Svo virðist sem fylgið hafa aðallega farið af henni til nöfnu hennar Höllu Tómasdóttur og að hluta frá Baldri,eins og sést vel á meðfylgjandi mynd.
Forsetakosningar 2024 Skoðanakannanir Tengdar fréttir Miklar breytingar á fylgi fyrir kappræður Stöðvar 2 í kvöld Miklar breytingar eru á fylgi forsetaframbjóðenda samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna sem greint verður frá í kvöldfréttum Stöðvar 2. Viðbragða verður leitað hjá sex efstu forsetaframbjóðendum samkvæmt könnunum sem mæta í kappræður í beinni útsendingu opinni dagskrá strax að loknum kvöldfréttum. 15. maí 2024 08:00 Viktor hvetur forsetaframbjóðendur til að sniðganga Stöð 2 Viktor Traustason forsetaframbjóðandi er afar ósáttur við að honum, sem og helmingi þeirra sem í forsetaframboði eru, sé ekki boðið til þátttöku í kappræðum Stöðvar 2 og hvetur til sniðgöngu. 16. maí 2024 16:32 Ásdís Rán býður forsetaefnum á rauða dregilinn Ásdís Rán Gunnarsdóttir forsetaframbjóðandi og athafnakona hyggst bjóða öðrum frambjóðendum og fjölskyldum þeirra til galakvölds næstkomandi laugardagskvöld. Ásdís segir tilganginn vera að hrista saman hópinn. 16. maí 2024 11:10 Halla þótti standa sig best Flestir þeirra sem fylgdust með kappræðum á RÚV vegna forsetakosninganna föstudagskvöldið 3. maí töldu Höllu Tómasdóttur hafa staðið sig best. Skammt á hæla Höllu komu Baldur Þórhallsson og Katrín Jakobsdóttir. 15. maí 2024 10:05 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Miklar breytingar á fylgi fyrir kappræður Stöðvar 2 í kvöld Miklar breytingar eru á fylgi forsetaframbjóðenda samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna sem greint verður frá í kvöldfréttum Stöðvar 2. Viðbragða verður leitað hjá sex efstu forsetaframbjóðendum samkvæmt könnunum sem mæta í kappræður í beinni útsendingu opinni dagskrá strax að loknum kvöldfréttum. 15. maí 2024 08:00
Viktor hvetur forsetaframbjóðendur til að sniðganga Stöð 2 Viktor Traustason forsetaframbjóðandi er afar ósáttur við að honum, sem og helmingi þeirra sem í forsetaframboði eru, sé ekki boðið til þátttöku í kappræðum Stöðvar 2 og hvetur til sniðgöngu. 16. maí 2024 16:32
Ásdís Rán býður forsetaefnum á rauða dregilinn Ásdís Rán Gunnarsdóttir forsetaframbjóðandi og athafnakona hyggst bjóða öðrum frambjóðendum og fjölskyldum þeirra til galakvölds næstkomandi laugardagskvöld. Ásdís segir tilganginn vera að hrista saman hópinn. 16. maí 2024 11:10
Halla þótti standa sig best Flestir þeirra sem fylgdust með kappræðum á RÚV vegna forsetakosninganna föstudagskvöldið 3. maí töldu Höllu Tómasdóttur hafa staðið sig best. Skammt á hæla Höllu komu Baldur Þórhallsson og Katrín Jakobsdóttir. 15. maí 2024 10:05