Staldraði við þegar talað var um fóstur sem frumuklasa Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. maí 2024 22:49 Arnar Þór Jónsson sagði kristin gildi leiðarljós í lífi sínu. Hann segir umhugsunarvert hversu margar fóstureyðingar fari fram á Íslandi á hverju ári. vísir/Vilhelm Arnar Þór Jónsson forsetaframbjóðandi segir vanvirðingu þegar talað er um fóstur eða barn í móðurkviði sem frumuklasa. Umhugsunarefni sé hve margar fóstureyðingar séu framkvæmdar hér á landi árlega. Fullt af fólki væri tilbúið að veita þeim börnum sem fæddust gott líf. Þetta kom fram í máli Arnars Þórs í forsetakappræðum á Stöð 2 í kvöld. Hann synti aðeins á móti straumnum þegar forsetaefnin voru spurð út í afstöðu sína til þungunarrofs eða fóstureyðinga. Arnar Þór lagði áherslu á að tala um fóstureyðingu í umræðunni á meðan aðrir kusu að nota orðið þungunarrof sem hefur verið algengara í umræðunni seinustu ár. Lesandi Vísis beindi þeirri spurningu til forsetaefnanna sex í kappræðum hver afstaða þeirra væri til fóstureyðinga, eins og lesandinn komst að orði. Arnar Þór hefur sterkar skoðanir á málinu. Hægt að finna foreldri fyrir öll börn „Ég hef svo sem sagt í aðdraganda þessara kosninga að ég byggi mitt líf á kristnum gildum. Ég er trúaður maður. Lífið er ekki bara dýrmætt heldur heilagt. Við eigum að verja sakleysið. Ekkert er saklausara en barnið. Fyrir mér er barn í móðurkviði lifandi vera. Barn í móðurkviði getur átt erfðarétt að lögum,“ sagði Arnar Þór. „Þær aðstæður geta komið upp að sé nauðsynlegt að framkvæma svona aðgerð. Það kann að vera að líf móður sé í hættu, heilsufar barns eða hvað það þarf að vera. Ég sé þetta mál ekki svart hvítt. En ég lít á þetta ekki bara sem lagalegt úrlausnarefni heldur líka siðferðilegt.“ Þar skipti að sjálfsögðu máli hve langt kona væri gengin. „Mér finnst að á þessu sviði verðum við að fara mjög gætilega. Yfir þúsund fóstureyðingar eru framkvæmdar hér, allt upp í þrjár á dag. Í mínum huga er þetta mjög umhugsunarvert. Ég hefði haldið að þessi blessuðu börn ættu að fá tækifæri til að fá að lifa. Fullt af fólki væri tilbúið að taka við þeim og veita því gott líf.“ Þá skaut hann á Katrínu Jakobsdóttur meðframbjóðanda sinn og sagði hana hafa sýnt vanvirðingu gagnvart lífinu með ummælum sínum hvað þetta snerti. Vísaði hann þar til svara Katrínar í Spursmálum Morgunblaðsins varðandi tímamörk þegar kæmi að þungunarrofi. Morgunblaðið sló því upp að Katrín vildi engin tímamörk á fóstureyðingum. Arnar Þór vildi að Katrín skýrði ummæli sín betur. Þykir miður hvernig lagt hafi verið út af orðum sínum „Á Íslandi er góð löggjöf um þungungarrof. Þá löggjöf studdi ég og gerði enga tillögu um breytinga. Það sem ég benti á í þeim umræðum var að það væri ekki sjálfgefið að löggjafinn ákveði tímamörk í lögum. Þannig er það til dæmis ekki í Kanada. Þar er það lagt í hendur kvennanna sjálfra og lækna og heilbrigðisstarfsfólk að meta hvenær megi grípa inn í,“ sagði Katrín. Katrín Jakobsdóttir lagði áherslu á að tímamörk hvað varði þungunarrof eigi ekki endilega að vera ákvarðað af þinginu. Konur og læknar eigi að geta komið að slíkri ákvörðun.Vísir/vilhelm „Ég held að það sé engin kona sem fari í þungunarrof af léttúð, þetta er ávallt þungbær ákvörðun. Hana þarf að taka í samráði við lækna og heilbrigðisstarfsfólk,“ sagði Katrín og bætti við: „Mér finnst miður hvernig lagt hefur verið út af orðum mínum þar sem ég vitna í raun og veru í þau prinsipp sem hafa verið til umræðu. Hversu langt á löggjafinn að ganga í því að ákvarða þetta, eða getum við treyst heilbrigðisstarfsfólki og getum við treyst konum?“ Mikið jafnréttismál Jón Gnarr sagðist sáttur við lögin um þungunarrof sem hefðu verið vel unnin og í samstarfi við sérfræðinga. Halla Tómasdóttir sagði þungunarrof mikið jafnréttismál og þau Jón snertu á því að það ætti ekki að vera réttindi einstakra efnaðra að fljúga utan á einkastofur heldur réttindi allra. Halla benti í því samhengi á stöðu í einstökum ríkjum Bandaríkjanna þar sem þungunarrof væri hreinlega bannað. Jón Gnarr sagði mikilvægt að þungunarrof væri ekki úrræði sem aðeins þeir ríku gætu haft í erfiðum aðstæðum.Vísir/vilhelm Halla Hrund sagði löggjöfina einnig ná vel utan um málið. Um væri að ræða mikið jafnréttismál enda hafi konur sums staðar ekki þennan möguleika. Baldur sagði að sótt hefði verið að rétti kvenna víða í þessum málum og hann myndi skoða vel að vísa því til þjóðarinnar tæki þingið upp á því að skerða réttindi kvenna til að ráða yfir eigin líkama. Arnar Þór átti þó lokaorðið. Hann hefði blandað sér í opinbera umræðu um þungunarrof þegar frumvarp sem varð að lögum hefði verið til umfjöllunar. Baldur og Halla Hrund töluðu á svipuðum nótum um þungunarrof.Vísir/vilhelm „Á þinginu var við setningu þessara laga talað um fóstur sem frumuklasa. Þá skrifaði ég grein í blöðin sem hét „Við erum öll frumuklasar“. Ef við tölum af vanvirðingu um barn í móðurkviði sem frumuklasa þá er næsta skref að tala um fólk sem frumuklasa. Það er mjög vafasamt skref að stíga,“ sagði Arnar Þór og lagði áherslu á hve viðkvæmt og siðferðilegt málefni væri um að ræða. Kappræðurnar í heild má sjá að neðan. Þungunarrof Forsetakosningar 2024 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Þetta kom fram í máli Arnars Þórs í forsetakappræðum á Stöð 2 í kvöld. Hann synti aðeins á móti straumnum þegar forsetaefnin voru spurð út í afstöðu sína til þungunarrofs eða fóstureyðinga. Arnar Þór lagði áherslu á að tala um fóstureyðingu í umræðunni á meðan aðrir kusu að nota orðið þungunarrof sem hefur verið algengara í umræðunni seinustu ár. Lesandi Vísis beindi þeirri spurningu til forsetaefnanna sex í kappræðum hver afstaða þeirra væri til fóstureyðinga, eins og lesandinn komst að orði. Arnar Þór hefur sterkar skoðanir á málinu. Hægt að finna foreldri fyrir öll börn „Ég hef svo sem sagt í aðdraganda þessara kosninga að ég byggi mitt líf á kristnum gildum. Ég er trúaður maður. Lífið er ekki bara dýrmætt heldur heilagt. Við eigum að verja sakleysið. Ekkert er saklausara en barnið. Fyrir mér er barn í móðurkviði lifandi vera. Barn í móðurkviði getur átt erfðarétt að lögum,“ sagði Arnar Þór. „Þær aðstæður geta komið upp að sé nauðsynlegt að framkvæma svona aðgerð. Það kann að vera að líf móður sé í hættu, heilsufar barns eða hvað það þarf að vera. Ég sé þetta mál ekki svart hvítt. En ég lít á þetta ekki bara sem lagalegt úrlausnarefni heldur líka siðferðilegt.“ Þar skipti að sjálfsögðu máli hve langt kona væri gengin. „Mér finnst að á þessu sviði verðum við að fara mjög gætilega. Yfir þúsund fóstureyðingar eru framkvæmdar hér, allt upp í þrjár á dag. Í mínum huga er þetta mjög umhugsunarvert. Ég hefði haldið að þessi blessuðu börn ættu að fá tækifæri til að fá að lifa. Fullt af fólki væri tilbúið að taka við þeim og veita því gott líf.“ Þá skaut hann á Katrínu Jakobsdóttur meðframbjóðanda sinn og sagði hana hafa sýnt vanvirðingu gagnvart lífinu með ummælum sínum hvað þetta snerti. Vísaði hann þar til svara Katrínar í Spursmálum Morgunblaðsins varðandi tímamörk þegar kæmi að þungunarrofi. Morgunblaðið sló því upp að Katrín vildi engin tímamörk á fóstureyðingum. Arnar Þór vildi að Katrín skýrði ummæli sín betur. Þykir miður hvernig lagt hafi verið út af orðum sínum „Á Íslandi er góð löggjöf um þungungarrof. Þá löggjöf studdi ég og gerði enga tillögu um breytinga. Það sem ég benti á í þeim umræðum var að það væri ekki sjálfgefið að löggjafinn ákveði tímamörk í lögum. Þannig er það til dæmis ekki í Kanada. Þar er það lagt í hendur kvennanna sjálfra og lækna og heilbrigðisstarfsfólk að meta hvenær megi grípa inn í,“ sagði Katrín. Katrín Jakobsdóttir lagði áherslu á að tímamörk hvað varði þungunarrof eigi ekki endilega að vera ákvarðað af þinginu. Konur og læknar eigi að geta komið að slíkri ákvörðun.Vísir/vilhelm „Ég held að það sé engin kona sem fari í þungunarrof af léttúð, þetta er ávallt þungbær ákvörðun. Hana þarf að taka í samráði við lækna og heilbrigðisstarfsfólk,“ sagði Katrín og bætti við: „Mér finnst miður hvernig lagt hefur verið út af orðum mínum þar sem ég vitna í raun og veru í þau prinsipp sem hafa verið til umræðu. Hversu langt á löggjafinn að ganga í því að ákvarða þetta, eða getum við treyst heilbrigðisstarfsfólki og getum við treyst konum?“ Mikið jafnréttismál Jón Gnarr sagðist sáttur við lögin um þungunarrof sem hefðu verið vel unnin og í samstarfi við sérfræðinga. Halla Tómasdóttir sagði þungunarrof mikið jafnréttismál og þau Jón snertu á því að það ætti ekki að vera réttindi einstakra efnaðra að fljúga utan á einkastofur heldur réttindi allra. Halla benti í því samhengi á stöðu í einstökum ríkjum Bandaríkjanna þar sem þungunarrof væri hreinlega bannað. Jón Gnarr sagði mikilvægt að þungunarrof væri ekki úrræði sem aðeins þeir ríku gætu haft í erfiðum aðstæðum.Vísir/vilhelm Halla Hrund sagði löggjöfina einnig ná vel utan um málið. Um væri að ræða mikið jafnréttismál enda hafi konur sums staðar ekki þennan möguleika. Baldur sagði að sótt hefði verið að rétti kvenna víða í þessum málum og hann myndi skoða vel að vísa því til þjóðarinnar tæki þingið upp á því að skerða réttindi kvenna til að ráða yfir eigin líkama. Arnar Þór átti þó lokaorðið. Hann hefði blandað sér í opinbera umræðu um þungunarrof þegar frumvarp sem varð að lögum hefði verið til umfjöllunar. Baldur og Halla Hrund töluðu á svipuðum nótum um þungunarrof.Vísir/vilhelm „Á þinginu var við setningu þessara laga talað um fóstur sem frumuklasa. Þá skrifaði ég grein í blöðin sem hét „Við erum öll frumuklasar“. Ef við tölum af vanvirðingu um barn í móðurkviði sem frumuklasa þá er næsta skref að tala um fólk sem frumuklasa. Það er mjög vafasamt skref að stíga,“ sagði Arnar Þór og lagði áherslu á hve viðkvæmt og siðferðilegt málefni væri um að ræða. Kappræðurnar í heild má sjá að neðan.
Þungunarrof Forsetakosningar 2024 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira