„Fólk er bara að bíða“ Bjarki Sigurðsson skrifar 19. maí 2024 14:16 Hjálmar Hallgrímsson er bæjarfulltrúi í Grindavíkurbæ. Skjálftavirkni hefur aukist örlítið við Sundhnúksgígaröðina á Reykjanesskaga og ekkert lát er á landrisi. Eldfjallafræðingur segir að innstreymi í kvikuhólfið sé að hægjast sem gæti þýtt að lengri tími sé í næsta gos. Grindvíkingar sem gista í bænum bíða átekta. Landris og smáskjálftavirkni við Sundhnúksgígaröðina heldur áfram en örlítið fleiri skjálftar mældust í gær en síðustu daga. Veðurstofan bíður enn átekta en erfitt er að segja til um hvenær næsta kvikuhlaup hefst. Eldvörp mögulega næst Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur telur að margt bendi til þess að næsta kvikuhlaup eigi sér stað við Eldvörp en ekki í Sundhnúksgígaröðinni þar sem síðustu gos hafa verið. „Það er bara eðlilegt að það fari út í Eldvörp. Það er í miðjunni á flekamótunum en að vísu þarf að brjóta svolítið meira til þess að komast upp. Eins og þetta leit út í morgun, þessar GPS-mælingar, þá er eitthvað að slakna á innstreyminu. Kúrvurnar eru að fletjast út. Þannig það getur liðið töluverður tími þar til við fáum næsta eldgos,“ segir Ármann. Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur.Vísir/Einar Eldgos í Eldvörpum yrði með svipuðu sniði og gosin við Sundhnúk. „Við vitum að svæðið er virkt og við vitum að það er von á gosi en það kemur ekkert óvænt. Við fáum alltaf einhvern klukkutíma, þrjá fjóra, til að bregðast við áður en það kemur upp,“ segir Ármann. Bíða átekta Hjálmar Hallgrímsson bæjarfulltrúi er einn þeirra sem býr í Grindavík þessa dagana en gist er í á þriðja tug húsa. Hann segir stöðuna sérstaka en hann sefur þó vært á næturnar. „Fólk er svo sem bara að bíða og sjá hvað gerist. Ég vona að þetta verði fyrir utan Grindavík og utan varnargarðanna. En þetta er bara bið,“ segir Hjálmar. „Ég veit að það hafa verið þessir smáskjálftar þarna en við höfum ekki fundið neina skjálfta í Grindavík. Þessir skjálftar finnast ekkert í Grindavík. Þannig það er ekki skrítið að það sé rólegt að sofa hér og gott.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn Sjá meira
Landris og smáskjálftavirkni við Sundhnúksgígaröðina heldur áfram en örlítið fleiri skjálftar mældust í gær en síðustu daga. Veðurstofan bíður enn átekta en erfitt er að segja til um hvenær næsta kvikuhlaup hefst. Eldvörp mögulega næst Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur telur að margt bendi til þess að næsta kvikuhlaup eigi sér stað við Eldvörp en ekki í Sundhnúksgígaröðinni þar sem síðustu gos hafa verið. „Það er bara eðlilegt að það fari út í Eldvörp. Það er í miðjunni á flekamótunum en að vísu þarf að brjóta svolítið meira til þess að komast upp. Eins og þetta leit út í morgun, þessar GPS-mælingar, þá er eitthvað að slakna á innstreyminu. Kúrvurnar eru að fletjast út. Þannig það getur liðið töluverður tími þar til við fáum næsta eldgos,“ segir Ármann. Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur.Vísir/Einar Eldgos í Eldvörpum yrði með svipuðu sniði og gosin við Sundhnúk. „Við vitum að svæðið er virkt og við vitum að það er von á gosi en það kemur ekkert óvænt. Við fáum alltaf einhvern klukkutíma, þrjá fjóra, til að bregðast við áður en það kemur upp,“ segir Ármann. Bíða átekta Hjálmar Hallgrímsson bæjarfulltrúi er einn þeirra sem býr í Grindavík þessa dagana en gist er í á þriðja tug húsa. Hann segir stöðuna sérstaka en hann sefur þó vært á næturnar. „Fólk er svo sem bara að bíða og sjá hvað gerist. Ég vona að þetta verði fyrir utan Grindavík og utan varnargarðanna. En þetta er bara bið,“ segir Hjálmar. „Ég veit að það hafa verið þessir smáskjálftar þarna en við höfum ekki fundið neina skjálfta í Grindavík. Þessir skjálftar finnast ekkert í Grindavík. Þannig það er ekki skrítið að það sé rólegt að sofa hér og gott.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn Sjá meira