Ríkisútvarpið hyggst ekki breyta fyrirkomulagi sínu Jakob Bjarnar skrifar 30. maí 2024 14:30 Heiðar Örn segir niðurstöðuna við kröfugerð frambjóðendanna vera þá að Ríkisútvarpið ætlar ekki að verða við kröfum þeirra. Fyrirkomulagið stendur. vísir/vilhelm Heiðar Örn Sigurfinnsson fréttastjóri fréttastofu Ríkisútvarpsins segir niðurstöðu komna gagnvart kröfugerð forsetaframbjóðenda – RÚV mun ekki hvika frá fyrirhuguðu fyrirkomulagi. „Það er búið að svara bréfi frambjóðendanna. Niðurstaðan er sú að upplegginu verði ekki breytt enda er þessi skipting á þættinum, degi fyrir kosningar, gerð með hagsmuni áhorfenda og þar með kjósenda í huga,“ segir Heiðar Örn. Eins og Vísir greindi frá í gær sendu níu frambjóðendur af tólf útvarpsstjóra og stjórn bréf þar sem þau kröfðust þess að breytt yrði um fyrirkomulag. Að allir frambjóðendur yrðu í kappræðuþætti um kosningarnar, en ef ekki væri hægt að koma því við yrði dregið um hverjir yrðu saman. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir náði svo að fá bæði Jón Gnarr inn á þessa kröfugerð og Baldur Þórhallsson einnig. Var hún búin að stilla því þannig upp að sú eina sem ekki vildi hlutast til um ritstjórn ríkisfjölmiðilsins er Katrín Jakobsdóttir. Þá sendi sex manna hópur þeirra sem lægstir hafa verið að mælast í skoðanakönnunum einnig bréf á Stöð 2/Vísi þar sem sama kröfugerð var sett fram. Vísað var til þess að fjölmiðlasamsteypan Sýn hlyti styrk og því bæri þessum fjölmiðlum að sinna sínu „lýðræðislega“ hlutverki og hafa alla í kappræðuþættinum sem fram fer á Stöð 2 og Vísi í kvöld. Kolbeinn Tumi Daðason fréttastjóri Vísis svaraði því svo til að styrkirnir væru ekki skilyrtir og reyndar telji hann fjölmiðla sem undir hatti Sýnar starfa hafa sinnt sínu lýðræðislega hlutverki af mikilli einurð. Heiðar Örn, sem reyndar starfar hjá Ríkisútvarpinu þar sem aðrar reglur gilda, hefur áður sent frambjóðendum bréf þar sem hann útskýrir í þaula hvað býr að baki ákvörðuninni. Og vitnar þar meðal annars í álit ÖSE. Hann vill undirstrika að hann telji Ríkisútvarpið gæta jafnræðis, þrátt fyrir allt þetta. „Rétt er að undirstrika að öllum frambjóðendunum 12 er boðið í þáttinn og að gætt verður að því að þau fái sem jafnastan tíma til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Það hefur raunar verið leiðarstefið í kosningaumfjöllun RÚV hingað til,“ segir Heiðar Örn í samtali við Vísi. Forsetakosningar 2024 Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Erlent Fleiri fréttir „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Sjá meira
„Það er búið að svara bréfi frambjóðendanna. Niðurstaðan er sú að upplegginu verði ekki breytt enda er þessi skipting á þættinum, degi fyrir kosningar, gerð með hagsmuni áhorfenda og þar með kjósenda í huga,“ segir Heiðar Örn. Eins og Vísir greindi frá í gær sendu níu frambjóðendur af tólf útvarpsstjóra og stjórn bréf þar sem þau kröfðust þess að breytt yrði um fyrirkomulag. Að allir frambjóðendur yrðu í kappræðuþætti um kosningarnar, en ef ekki væri hægt að koma því við yrði dregið um hverjir yrðu saman. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir náði svo að fá bæði Jón Gnarr inn á þessa kröfugerð og Baldur Þórhallsson einnig. Var hún búin að stilla því þannig upp að sú eina sem ekki vildi hlutast til um ritstjórn ríkisfjölmiðilsins er Katrín Jakobsdóttir. Þá sendi sex manna hópur þeirra sem lægstir hafa verið að mælast í skoðanakönnunum einnig bréf á Stöð 2/Vísi þar sem sama kröfugerð var sett fram. Vísað var til þess að fjölmiðlasamsteypan Sýn hlyti styrk og því bæri þessum fjölmiðlum að sinna sínu „lýðræðislega“ hlutverki og hafa alla í kappræðuþættinum sem fram fer á Stöð 2 og Vísi í kvöld. Kolbeinn Tumi Daðason fréttastjóri Vísis svaraði því svo til að styrkirnir væru ekki skilyrtir og reyndar telji hann fjölmiðla sem undir hatti Sýnar starfa hafa sinnt sínu lýðræðislega hlutverki af mikilli einurð. Heiðar Örn, sem reyndar starfar hjá Ríkisútvarpinu þar sem aðrar reglur gilda, hefur áður sent frambjóðendum bréf þar sem hann útskýrir í þaula hvað býr að baki ákvörðuninni. Og vitnar þar meðal annars í álit ÖSE. Hann vill undirstrika að hann telji Ríkisútvarpið gæta jafnræðis, þrátt fyrir allt þetta. „Rétt er að undirstrika að öllum frambjóðendunum 12 er boðið í þáttinn og að gætt verður að því að þau fái sem jafnastan tíma til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Það hefur raunar verið leiðarstefið í kosningaumfjöllun RÚV hingað til,“ segir Heiðar Örn í samtali við Vísi.
Forsetakosningar 2024 Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Erlent Fleiri fréttir „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Sjá meira