„Gott að fá sjálfstraust“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. maí 2024 20:37 Haukur Páll Sigurðsson (lengst til hægri) var að venju í stuttbuxum á hliðarlínunni. vísir/diego Haukur Páll Sigurðsson, aðstoðarþjálfari Vals, var sáttur eftir góðan 5-1 sigur á Stjörnunni í Bestu deild karla. Hann viðurkenndi að tilfinningin væri góð í samtali við Vísi eftir leik. „Fyrst og fremst ánægður með sigurinn. Mér fannst við vera aggressívir. Við vissum að þeir vildu spila sig í gegnum miðjuna og þeir eru góðir í því. Sýnir sig vel í öðru markinu þegar við vinnum boltann á þeirra vallarhelming, þar kom bara ein sending í gegn og mark. Heilt yfir mjög góð frammistaða,“ sagði Haukur Páll. Valur komst ítrekað innfyrir vörn Stjörnunnar, sérstaklega eftir skyndisóknir. Var þetta dagskipun þjálfaranna? „Klárlega, við ætluðum okkur að fara á bakvið vörnina. Þeir vilja boltann fara í gegnum miðjuna og þeir voru að taka smá sénsa. Við ákváðum að fara hátt á þá. Mér fannst það ganga vel og svo vorum við með ógn afturfyrir líka. Gott að Tryggvi skoraði og Gísli. Það var góð dreifing á mörkunum og þau voru mjög góð.“ sagði Haukur Guðmundur Andri Tryggvason lék í fyrsta sinn í byrjunarliði Vals í dag en þurfti að fara útaf meiddur eftir 25 mínútna leik. Hann virtist ekki sáttur við ákvörðunina að þurfa að fara útaf en hvernig leit þetta út fyrir þjálfurum. „Hann er búinn að vera í miklum meiðslum í vetur og sá fyrir sér að fá tækifæri í dag. Er búinn að vera að standa sig vel á æfingum og var að gera vel í leiknum. Hann fær þungt högg á mjöðmina og er haltur. Þetta var aðallega bara að hann vildi spila og var þess vegna svekktur. Hann mun fá fleiri mínútur, það er klárt.“ sagði Haukur. Aron Jóhannsson var óvænt ekki í liði Vals í dag, hver er staðan á honum? „Aron er meiddur. Hann er búinn að vera aðeins með í ökklanum og svo fékk hann smá vöðvatognun. Ekkert alvarlegt en hann gat allavega ekki verið með í dag.“ sagði Haukur og bætti við um meiðsli Gylfa Þórs Sigurðssonar. „Veit ekki stöðuna á því. Vonumst eftir því að Gylfi komi til baka eftir landsleikjahlé. Hann er byrjaður að hreyfa sig og líður betur núna. Verður bara að koma í ljós.“ Valsarar eru í þriðja sæti deildarinnar og halda í við efstu tvö liðin, Breiðablik og Víking. Hvað taka Valsarar útúr þessum leik. „Bara sjálfstraust. Við erum að fara á erfiðan völl í næsta leik að spila á móti KR. Gott að menn fá sjálfstraust í dag. Sérstaklega þeir sem skoruðu.“ Besta deild karla Valur Stjarnan Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Stólarnir fastir í München Körfubolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Semenya hættir baráttu sinni Sport „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport Fleiri fréttir Breiðablik - Víkingur | Tryggja Blikakonur titilinn í þriðju tilraun? Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Sjá meira
„Fyrst og fremst ánægður með sigurinn. Mér fannst við vera aggressívir. Við vissum að þeir vildu spila sig í gegnum miðjuna og þeir eru góðir í því. Sýnir sig vel í öðru markinu þegar við vinnum boltann á þeirra vallarhelming, þar kom bara ein sending í gegn og mark. Heilt yfir mjög góð frammistaða,“ sagði Haukur Páll. Valur komst ítrekað innfyrir vörn Stjörnunnar, sérstaklega eftir skyndisóknir. Var þetta dagskipun þjálfaranna? „Klárlega, við ætluðum okkur að fara á bakvið vörnina. Þeir vilja boltann fara í gegnum miðjuna og þeir voru að taka smá sénsa. Við ákváðum að fara hátt á þá. Mér fannst það ganga vel og svo vorum við með ógn afturfyrir líka. Gott að Tryggvi skoraði og Gísli. Það var góð dreifing á mörkunum og þau voru mjög góð.“ sagði Haukur Guðmundur Andri Tryggvason lék í fyrsta sinn í byrjunarliði Vals í dag en þurfti að fara útaf meiddur eftir 25 mínútna leik. Hann virtist ekki sáttur við ákvörðunina að þurfa að fara útaf en hvernig leit þetta út fyrir þjálfurum. „Hann er búinn að vera í miklum meiðslum í vetur og sá fyrir sér að fá tækifæri í dag. Er búinn að vera að standa sig vel á æfingum og var að gera vel í leiknum. Hann fær þungt högg á mjöðmina og er haltur. Þetta var aðallega bara að hann vildi spila og var þess vegna svekktur. Hann mun fá fleiri mínútur, það er klárt.“ sagði Haukur. Aron Jóhannsson var óvænt ekki í liði Vals í dag, hver er staðan á honum? „Aron er meiddur. Hann er búinn að vera aðeins með í ökklanum og svo fékk hann smá vöðvatognun. Ekkert alvarlegt en hann gat allavega ekki verið með í dag.“ sagði Haukur og bætti við um meiðsli Gylfa Þórs Sigurðssonar. „Veit ekki stöðuna á því. Vonumst eftir því að Gylfi komi til baka eftir landsleikjahlé. Hann er byrjaður að hreyfa sig og líður betur núna. Verður bara að koma í ljós.“ Valsarar eru í þriðja sæti deildarinnar og halda í við efstu tvö liðin, Breiðablik og Víking. Hvað taka Valsarar útúr þessum leik. „Bara sjálfstraust. Við erum að fara á erfiðan völl í næsta leik að spila á móti KR. Gott að menn fá sjálfstraust í dag. Sérstaklega þeir sem skoruðu.“
Besta deild karla Valur Stjarnan Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Stólarnir fastir í München Körfubolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Semenya hættir baráttu sinni Sport „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport Fleiri fréttir Breiðablik - Víkingur | Tryggja Blikakonur titilinn í þriðju tilraun? Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Sjá meira