Viðhald eigna og verðmætabjörgun í Grindavík í dag Lovísa Arnardóttir skrifar 31. maí 2024 11:48 Eina flóttaleiðin er um Suðurstrandarveg. Vísir/Vilhelm Mikið hefur dregið úr virkni eldgossins. Hraunrennsli er aðallega á svæðinu í kringum Hagafell. GPS mælingar sýndu að land í Svartsengi seig um fimmtán sentimetra þegar kvika hljóp þaðan í fyrradag áður en eldgosið hófst. Skjálftavirkni er lítil á svæðinu og gosórói helst nokkuð stöðugur. Verulega hefur þrengt að Grindavíkurbæ eftir að eldgos hófst í fyrradag við Sundhnúksgígaröðina. Hluti Nesvegar inn við Grindavík er undir hrauni og þá rann hraun yfir Grindavíkurveg fyrir ofan bæinn. Fram kemur í tilkynningu frá lögreglu að greiðfært sé um Suðurstrandarveg. Það sé því eina flóttaleiðin út úr bænum. Lokunarpóstar eru á Grindavíkurvegi, Suðurstrandarvegi og á Nesvegi. Þá kemur einnig fram að þrengt hafi verið aðkomuleiðum Bláa lónsins þar sem hraun rann yfir Bláalónsveg við Nesveg. Bláa lónið er lokað. Í Grindavík og Svartsengi er unnið að viðhaldi eigna og þar fer einnig fram verðmætabjörgun. Innviðir hafa skemmst eftir að eldgosið hófst.Vísir/Vilhelm Íbúum í Grindavík er heimilt að fara inn í bæinn en í tilkynningu lögreglu segir að ekki sé mælt með því. Þá mælir lögreglustjóri alls ekki með því að íbúar dvelji í bænum næturlangt. „Hver og einn ber ábyrgð a eigin athöfnum eða athafnaleysi. Lögreglustjóri væntir þess að nú þegar við erum að upplifa áttunda gosið á Reykjanesskaga að þeir fáu einstaklingar sem hundsað hafa framangreind tilmæli hingað til, taki tillit til alls þess sem hefur verið gert í þágu Grindvíkinga og verji þá hagsmuni og sýni því skilning í þágu heildarhagsmuna,“ segir í tilkynningu. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Engar breytingar í nótt Engar verulegar breytingar urðu á eldgosinu á Reykjanesi í nótt. Skjálftavirkni á svæðinu er takmörkuð og gosórói hefur haldist nokkuð stöðugur. 31. maí 2024 06:49 Myndasyrpa: Vegurinn endar í hrauninu Hraun úr eldgosinu við Sundhnúk flæddi yfir vegi á Reykjanesskaga í gær. Nýjar myndir frá Vilhelm Gunnarssyni ljósmyndara Vísis sýna hvernig Grindavíkurvegur endar í hrauninu. 30. maí 2024 17:42 „Allt of snemmt að afskrifa Grindavík“ Formaður bæjarráðs í Grindavík segir stöðuna vegna eldgossins sem hófst í gær mun betri en í fyrstu leit út fyrir. Ljóst sé að varnargarðar hafi bjargað byggðinni oftar en einu sinni. 30. maí 2024 17:01 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Verulega hefur þrengt að Grindavíkurbæ eftir að eldgos hófst í fyrradag við Sundhnúksgígaröðina. Hluti Nesvegar inn við Grindavík er undir hrauni og þá rann hraun yfir Grindavíkurveg fyrir ofan bæinn. Fram kemur í tilkynningu frá lögreglu að greiðfært sé um Suðurstrandarveg. Það sé því eina flóttaleiðin út úr bænum. Lokunarpóstar eru á Grindavíkurvegi, Suðurstrandarvegi og á Nesvegi. Þá kemur einnig fram að þrengt hafi verið aðkomuleiðum Bláa lónsins þar sem hraun rann yfir Bláalónsveg við Nesveg. Bláa lónið er lokað. Í Grindavík og Svartsengi er unnið að viðhaldi eigna og þar fer einnig fram verðmætabjörgun. Innviðir hafa skemmst eftir að eldgosið hófst.Vísir/Vilhelm Íbúum í Grindavík er heimilt að fara inn í bæinn en í tilkynningu lögreglu segir að ekki sé mælt með því. Þá mælir lögreglustjóri alls ekki með því að íbúar dvelji í bænum næturlangt. „Hver og einn ber ábyrgð a eigin athöfnum eða athafnaleysi. Lögreglustjóri væntir þess að nú þegar við erum að upplifa áttunda gosið á Reykjanesskaga að þeir fáu einstaklingar sem hundsað hafa framangreind tilmæli hingað til, taki tillit til alls þess sem hefur verið gert í þágu Grindvíkinga og verji þá hagsmuni og sýni því skilning í þágu heildarhagsmuna,“ segir í tilkynningu.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Engar breytingar í nótt Engar verulegar breytingar urðu á eldgosinu á Reykjanesi í nótt. Skjálftavirkni á svæðinu er takmörkuð og gosórói hefur haldist nokkuð stöðugur. 31. maí 2024 06:49 Myndasyrpa: Vegurinn endar í hrauninu Hraun úr eldgosinu við Sundhnúk flæddi yfir vegi á Reykjanesskaga í gær. Nýjar myndir frá Vilhelm Gunnarssyni ljósmyndara Vísis sýna hvernig Grindavíkurvegur endar í hrauninu. 30. maí 2024 17:42 „Allt of snemmt að afskrifa Grindavík“ Formaður bæjarráðs í Grindavík segir stöðuna vegna eldgossins sem hófst í gær mun betri en í fyrstu leit út fyrir. Ljóst sé að varnargarðar hafi bjargað byggðinni oftar en einu sinni. 30. maí 2024 17:01 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Engar breytingar í nótt Engar verulegar breytingar urðu á eldgosinu á Reykjanesi í nótt. Skjálftavirkni á svæðinu er takmörkuð og gosórói hefur haldist nokkuð stöðugur. 31. maí 2024 06:49
Myndasyrpa: Vegurinn endar í hrauninu Hraun úr eldgosinu við Sundhnúk flæddi yfir vegi á Reykjanesskaga í gær. Nýjar myndir frá Vilhelm Gunnarssyni ljósmyndara Vísis sýna hvernig Grindavíkurvegur endar í hrauninu. 30. maí 2024 17:42
„Allt of snemmt að afskrifa Grindavík“ Formaður bæjarráðs í Grindavík segir stöðuna vegna eldgossins sem hófst í gær mun betri en í fyrstu leit út fyrir. Ljóst sé að varnargarðar hafi bjargað byggðinni oftar en einu sinni. 30. maí 2024 17:01