„Mikilvægt að huga að því að þroskast í faginu“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 3. júní 2024 09:03 Katrín Halldóra sýnir lesendum Vísis hina hliðina þessa vikuna. Vilhelm Gunnarsson „Mamma hefur alltaf verið mjög styðjandi og hvetjandi og hún sagði alltaf við mig þegar ég var lítil: Það sem maður byrjar á það klárar maður. Oft koma upp aðstæður eða verkefni þar sem mann langar að gefast upp og hætta í miðju kafi en þá hugsa ég alltaf um þetta,“ segir Katrín Halldóra Sigurðardóttir leik- og söngkona. Katrín sló eftirminnilega í gegn í hlutverki söngkonunnar Ellyar í samnefndri sýningu sem sýnd var 220 sinnum á Stóra sviði Borgarleikhússins. Sýningin snýr aftur í haust og segist Katrín afar spennt að stíga á svið og fara með áhorfendur í ferðalag aftur í tímann. Þangað til ætlar Katrín að njóta sumarsins og ferðast um landið með fjölskyldunni. Vilhelm Gunnarsson Katrín sýnir lesendum Vísi hina hliðina þessa vikuna. Fullt nafn: Katrín Halldóra Sigurðardóttir. Aldur: 34 ára en verð 35 ára 4. júlí næstkomandi. Starf: Söngkona og leikkona. Fjölskyldan? Ég er gift Hallgrími Jóni Hallgrímssyni trommuleikara og skógarhöggsmanni, á stjúpsoninn Óðinn Ívar Hallgrímsson sem er sjúkraflutningamaður og slökkviliðsmaður. Saman eigum við Hallgrímur Stíg og Sóleyju sem verða fjögurra ára og eins árs þann 5. júlí næstkomandi. Svo má ekki gleyma hundinum okkar, Skugga. Katrín Halldóra Sigurðardóttir Með hverjum býrðu? Ég bý með Hallgrími og börnunum okkar Stíg og Sóleyju, og hundinum Skugga sem vaktar heimilið. Þín mesta gæfa í lífinu? Að hafa góða heilsu og eignast fallegu börnin mín. Einnig er ég mjög lánsöm að eiga góða og styðjandi fjölskyldu og vini. Hvað er á döfinni? Nú er undirbúningur í fullum gangi fyrir haustið en við ætlum að sýna Elly í Borgarleikhúsinu aftur í aðeins takmarkaðan tíma. Get ekki beðið eftir því að heimsækja þessa fallegu sýningu aftur, fara í gervi Ellyar og syngja öll þessi dásamlegu lög og fara með áhorfendum í ferðalagið aftur í tímann. Þannig að þeir sem misstu af sýningunni síðast, verða að hafa hraðar hendur og ná sér í miða strax fyrir haustið. En svo er komið sumar og ég ætla að njóta þess með fjölskyldunni að ferðast, halda tónleika í Flatey 22. júlí og njóta svo vonandi sólarinnar sem mest. Katrín Halldóra segir það vera ljúfsárt að kveðja Elly.Grímur Bjarnason Hvað sérðu þig eftir tíu ár? Ég sé fyrir mér að ég verði enn starfandi söng- og leikkona. Ég verð vonandi búin að gera allskonar skemmtilegt, gefa út meiri tónlist, skrifa handrit og leikstýra líka. Ég stefni á að sækja mér meiri menntun og svo dreymir mig um að leika meira í sjónvarpi og í kvikmyndum. Ég tel það mikilvægt að huga að því að þroskast í faginu og leita á ný mið til þess að verða enn betri listamaður. Hvað viltu upplifa áður en þú deyrð? Ég er ekki með neinn sérstakan lista yfir það sem ég þarf að upplifa eða gera en ég er almennt opin fyrir allskonar ævintýrum. Held bara áfram að elta fjörið eða follow the fun. Ertu með einhvern bucket-lista? Nei ég hef engan svoleiðis en ég skrifa markmiðalista um áramótin, eins konar áramótaheit inn í nýtt ár, yfir það sem mig myndi langa að gera hvert ár, hvort sem það er verkefnatengt eða eitthvað uppbyggilegt fyrir mig sjálfa. Alltaf mjög gaman að finna skoða alla þessa lista nokkrum árum seinna því ég hef oftast náð að gera það sem ég hef sett mér fyrir. Besta heilræði sem þú hefur fengið? Mamma hefur alltaf verið mjög styðjandi og hvetjandi og hún sagði alltaf við mig þegar ég var lítil: Það sem maður byrjar á það klárar maður. Oft koma upp aðstæður eða verkefni þar sem mann langar að gefast upp og hætta í miðju kafi en þá hugsa ég alltaf um þetta. Hjálpar manni að halda haus í gegnum krefjandi verkefni. Hvað hefur mótað þig mest? Að hafa alist upp úti á landi. Hvað gerirðu til að endurhlaða batteríin? Mér finnst æðislegt að geta kúplað mig stundum út og farið í Hrauntungu, bústaðinn sem tengdafjölskyldan er með við Heklurætur. Þar er yndislegt að vera, kyrrð og ró og fallegt umhverfi. Uppskrift að drauma sunnudegi? Að vera með fjölskyldunni í einhverju krakkaprógrammi. Baka skúffuköku og pönnsur og fara í eða fá einhverja í heimsókn. Ég er mikil fjölskyldumanneskja og við erum svo heppin að vera umkringd skemmtilegu fólki sem er á sama stað í lífinu með lítil börn svo það er alltaf gaman að hittast og leyfa krökkunum að leika saman um helgar. Uppáhalds staðurinn á heimilinu? Það er stofan. Hún er hjarta heimilisins, hér er alltaf nóg um að vera. Fallegasti staður á landinu? Það er Neskaupstaður. Ég ólst upp í efstu götunni í bænum með panorama útsýni yfir fjörðinn og allan fjallahringinn. Fæ alltaf hlýtt í hjartað þegar ég sé myndir og myndbönd frá fjöllunum í Neskaupstað. En í heiminum? Ekki neitt ákveðið svar við því en ég allavega elska París, það er fallegasta borg sem ég hef komið til og langar mikið að heimsækja fljótlega aftur. Hvað er það fyrsta sem þú gerir þú vaknar? Ég bursta tennur, set á mig gott rakakrem og serum og fæ mér svo kaffi og morgunmat. En það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa? Þá hreinsa ég húðina og set ég á mig gott næturkrem. Það er nauðsynlegt að hugsa vel um húðina þar sem oft er mikið álag á henni út af vinnunni, oft mikið smink í leikhúsinu og þess háttar svo ég hef undanfarin ár náð að sinna henni vel enda er hún ljómandi fín. Hugarðu að heilsunni, þá hvernig? Já það er mikilvægt að hugsa vel um sjálfan sig. Ég drekk ekki áfengi og svo borða ég almennt hollan mat og svo er ég er að æfa í Crossfit Reykjavík og ég alveg elska það. Er í mömmutímum með Sóley litlu með mér. Æfði þarna mikið á sínum tíma en byrjaði aftur í byrjun árs og það hefur virkilega góð áhrif á mann, svo er bara svo frábær og hvetjandi andi á þessari stöð. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Ég ætlaði mér alltaf að verða söngkona og leikkona. Aldrei einhvern veginn komist neitt annað að nema jú höfundur, var mikið að skrifa þegar ég var yngri og er reyndar undanfarið loksins byrjuð að sinna þeirri hlið í mér aftur. Katrín HalldóraVilhelm Gunnarsson Hvenær fórstu að gráta síðast og af hverju? Ég fæ alltaf sting í hjartað og tár í augun að sjá myndir og myndbönd frá Palestínu og Úkraínu og þeim hryllingi sem er í gangi þar. Lítil og saklaus börn sem gætu verið mín eigin eiga ekki að þurfa ganga í gegnum þetta helvíti á jörðu og það brýtur í manni hjartað að þetta sé í gangi árið 2024. Algjör ómennska. Ertu A eða B týpa? Ég er B týpa, elska að vaka fram eftir og sofa út. En þar sem ég er með svo lítil börn þá er það ekki alveg í boði sem stendur. Hvaða tungumál talarðu? Ég tala íslensku, ensku og smá dönsku. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileikum? Nei en ég er næm og fæ iðullega hugskeyti eða finn á mér að eitthvað muni gerast. Alls ekki skyggnigáfa en einhversskonar næmni, oft fyrir mjög random hlutum. Hvaða ofurkröftum myndir þú vilja búa yfir? Ég myndi vilja geta flogið og hafa lækningamátt. Hvað stendur í síðustu FB-skilaboðunum sem þú sendir? Fáránlega skemmtilegar (var að tala um Ilmi og Kötlu vinkonur mínar). Draumabíllinn þinn? Ég á mér engan draum um neinn sérstakan bíl. Er bara sátt ef það er hiti í stýrinu því ég er mikil kuldaskræfa. Það er fáranlegur game changer að hafa það en gæti vel lifað án þess samt. Hælar eða strigaskór? Bæði betra. Er iðullega í strigaskóm dagsdaglega en svo á ég orðið alveg rosalegt magn af hælaskóm. Uppáhalds merkið mitt er Chie Mihara því það eru bestu hælar sem hægt er að vera í, þægilegir og fallegir; bara eins og að vera í strigaskóm. Óttastu eitthvað? Ég óttast stríðsátök og hlýnun jarðar, já ég verð að viðurkenna það. Hvað ertu að hámhorfa á? Ekkert sem stendur. Við höfum einfaldlega ekki haft neinn tíma til þess að setjast niður og horfa á sjónvarpsseríur í langan tíma. Þó svo að það séu okkar bestu stundir þá er staðan þannig að á kvöldin þegar krakkarnir eru sofnaðir þá nýtir maður frekar tímann í að klára eitthvað vinnutengt fyrir svefninn. Er með ansi langan lista yfir seríur sem þarf að klára. Hvaða lag kemur þér alltaf í gírinn? Ég elska lagið Esjan með Bríeti, fæ það alltaf á heilann þegar ég heyri það, hún er líka bara langflottust og algjör súperstjarna. Hin hliðin er vikulegur viðstalsliður hjá Lífinu á Vísi þar sem við fáum að kynnast einstaklingum úr öllum kimum þjóðfélagsins. Ábendingar um viðmælendur má senda á svavam@stod2.is. Hin hliðin Tónlist Leikhús Tengdar fréttir „Það er aldeilis ekki sjálfsagt að hafa heilsu“ Ósk Gunnarsdóttir, útvarpskona og viðburðarstýra, segist hafa sett heilsuna í fyrsta sæti eftir að hafa misst hana í kjölfar barnsburðar fyrir fjórum árum síðan. Hún segist spennt fyrir sumrinu sem er þéttskipað af fjallahlaupum og tónlistarviðburðum. 27. maí 2024 07:01 Forðast drama eins og heitan eldinn Sunneva Ása Weisshappel listakona segir að hún forðist drama eins og heitan eldinn. Hún býr með sambýlismanni sínum, Baltasar Kormáki kvikmyndagerðamanni, stjúpsyninum Stormi ásamt hænum, hestum og kettinum Ösku. Sunneva segir að sér líði best úti í náttúrunni. 20. maí 2024 09:44 „Það var algjört kossaflens í gangi í Breiðholtinu“ „Ég er með rosalegan bucket-lista sem er skipt í flokka. Staðir, veitingastaðir, fjöll sem mig langar að ganga á og margt fleira,“ segir Þórdís Valsdóttir, lögfræðingur og forstöðumaður hljóðmiðla hjá Sýn. Þórdís er mikil útivistarkona og segist ætla að haka eitt atriði af bucket-listanum í sumar og ganga Laugaveginn. 13. maí 2024 09:03 „Oft sést ekki nógu vel út á við það sem gerist á bakvið tjöldin“ „Ég veit ekki hversu oft ég hef stigið út fyrir þægindarammann, gert hluti sem ég hefði aldrei þorað áður fyrr en lært að standa með mínu, hafa óbilandi trú á mínum boðskap og halda áfram sama hvað,“ segir Sara Snædís Ólafsdóttir, heilsuþjálfari og stofnandi Withsara. 29. apríl 2024 08:38 „Ætla að verða 130 ára þannig að það er nægur tími til stefnu“ „Tíminn líður alveg rosalega hratt og ég hef tamið mér að bíða ekki eftir rétta tímanum eða tækifærinu til að láta sem flesta drauma mína rætast, því maður veit aldrei hvernig morgundagurinn verður og þá er gott að vera ekki með eftirsjá yfir því að hafa beðið með að gera eitthvað,“ segir athafnamaðurinn og hlaðvarpstjórnandinn Ásgeir Kolbeinsson sem stefnir að því að ná 130 ára aldri. 22. apríl 2024 07:00 Mest lesið Stærsta þorrablót landsins Lífið Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Fleiri fréttir Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Sjá meira
Katrín sló eftirminnilega í gegn í hlutverki söngkonunnar Ellyar í samnefndri sýningu sem sýnd var 220 sinnum á Stóra sviði Borgarleikhússins. Sýningin snýr aftur í haust og segist Katrín afar spennt að stíga á svið og fara með áhorfendur í ferðalag aftur í tímann. Þangað til ætlar Katrín að njóta sumarsins og ferðast um landið með fjölskyldunni. Vilhelm Gunnarsson Katrín sýnir lesendum Vísi hina hliðina þessa vikuna. Fullt nafn: Katrín Halldóra Sigurðardóttir. Aldur: 34 ára en verð 35 ára 4. júlí næstkomandi. Starf: Söngkona og leikkona. Fjölskyldan? Ég er gift Hallgrími Jóni Hallgrímssyni trommuleikara og skógarhöggsmanni, á stjúpsoninn Óðinn Ívar Hallgrímsson sem er sjúkraflutningamaður og slökkviliðsmaður. Saman eigum við Hallgrímur Stíg og Sóleyju sem verða fjögurra ára og eins árs þann 5. júlí næstkomandi. Svo má ekki gleyma hundinum okkar, Skugga. Katrín Halldóra Sigurðardóttir Með hverjum býrðu? Ég bý með Hallgrími og börnunum okkar Stíg og Sóleyju, og hundinum Skugga sem vaktar heimilið. Þín mesta gæfa í lífinu? Að hafa góða heilsu og eignast fallegu börnin mín. Einnig er ég mjög lánsöm að eiga góða og styðjandi fjölskyldu og vini. Hvað er á döfinni? Nú er undirbúningur í fullum gangi fyrir haustið en við ætlum að sýna Elly í Borgarleikhúsinu aftur í aðeins takmarkaðan tíma. Get ekki beðið eftir því að heimsækja þessa fallegu sýningu aftur, fara í gervi Ellyar og syngja öll þessi dásamlegu lög og fara með áhorfendum í ferðalagið aftur í tímann. Þannig að þeir sem misstu af sýningunni síðast, verða að hafa hraðar hendur og ná sér í miða strax fyrir haustið. En svo er komið sumar og ég ætla að njóta þess með fjölskyldunni að ferðast, halda tónleika í Flatey 22. júlí og njóta svo vonandi sólarinnar sem mest. Katrín Halldóra segir það vera ljúfsárt að kveðja Elly.Grímur Bjarnason Hvað sérðu þig eftir tíu ár? Ég sé fyrir mér að ég verði enn starfandi söng- og leikkona. Ég verð vonandi búin að gera allskonar skemmtilegt, gefa út meiri tónlist, skrifa handrit og leikstýra líka. Ég stefni á að sækja mér meiri menntun og svo dreymir mig um að leika meira í sjónvarpi og í kvikmyndum. Ég tel það mikilvægt að huga að því að þroskast í faginu og leita á ný mið til þess að verða enn betri listamaður. Hvað viltu upplifa áður en þú deyrð? Ég er ekki með neinn sérstakan lista yfir það sem ég þarf að upplifa eða gera en ég er almennt opin fyrir allskonar ævintýrum. Held bara áfram að elta fjörið eða follow the fun. Ertu með einhvern bucket-lista? Nei ég hef engan svoleiðis en ég skrifa markmiðalista um áramótin, eins konar áramótaheit inn í nýtt ár, yfir það sem mig myndi langa að gera hvert ár, hvort sem það er verkefnatengt eða eitthvað uppbyggilegt fyrir mig sjálfa. Alltaf mjög gaman að finna skoða alla þessa lista nokkrum árum seinna því ég hef oftast náð að gera það sem ég hef sett mér fyrir. Besta heilræði sem þú hefur fengið? Mamma hefur alltaf verið mjög styðjandi og hvetjandi og hún sagði alltaf við mig þegar ég var lítil: Það sem maður byrjar á það klárar maður. Oft koma upp aðstæður eða verkefni þar sem mann langar að gefast upp og hætta í miðju kafi en þá hugsa ég alltaf um þetta. Hjálpar manni að halda haus í gegnum krefjandi verkefni. Hvað hefur mótað þig mest? Að hafa alist upp úti á landi. Hvað gerirðu til að endurhlaða batteríin? Mér finnst æðislegt að geta kúplað mig stundum út og farið í Hrauntungu, bústaðinn sem tengdafjölskyldan er með við Heklurætur. Þar er yndislegt að vera, kyrrð og ró og fallegt umhverfi. Uppskrift að drauma sunnudegi? Að vera með fjölskyldunni í einhverju krakkaprógrammi. Baka skúffuköku og pönnsur og fara í eða fá einhverja í heimsókn. Ég er mikil fjölskyldumanneskja og við erum svo heppin að vera umkringd skemmtilegu fólki sem er á sama stað í lífinu með lítil börn svo það er alltaf gaman að hittast og leyfa krökkunum að leika saman um helgar. Uppáhalds staðurinn á heimilinu? Það er stofan. Hún er hjarta heimilisins, hér er alltaf nóg um að vera. Fallegasti staður á landinu? Það er Neskaupstaður. Ég ólst upp í efstu götunni í bænum með panorama útsýni yfir fjörðinn og allan fjallahringinn. Fæ alltaf hlýtt í hjartað þegar ég sé myndir og myndbönd frá fjöllunum í Neskaupstað. En í heiminum? Ekki neitt ákveðið svar við því en ég allavega elska París, það er fallegasta borg sem ég hef komið til og langar mikið að heimsækja fljótlega aftur. Hvað er það fyrsta sem þú gerir þú vaknar? Ég bursta tennur, set á mig gott rakakrem og serum og fæ mér svo kaffi og morgunmat. En það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa? Þá hreinsa ég húðina og set ég á mig gott næturkrem. Það er nauðsynlegt að hugsa vel um húðina þar sem oft er mikið álag á henni út af vinnunni, oft mikið smink í leikhúsinu og þess háttar svo ég hef undanfarin ár náð að sinna henni vel enda er hún ljómandi fín. Hugarðu að heilsunni, þá hvernig? Já það er mikilvægt að hugsa vel um sjálfan sig. Ég drekk ekki áfengi og svo borða ég almennt hollan mat og svo er ég er að æfa í Crossfit Reykjavík og ég alveg elska það. Er í mömmutímum með Sóley litlu með mér. Æfði þarna mikið á sínum tíma en byrjaði aftur í byrjun árs og það hefur virkilega góð áhrif á mann, svo er bara svo frábær og hvetjandi andi á þessari stöð. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Ég ætlaði mér alltaf að verða söngkona og leikkona. Aldrei einhvern veginn komist neitt annað að nema jú höfundur, var mikið að skrifa þegar ég var yngri og er reyndar undanfarið loksins byrjuð að sinna þeirri hlið í mér aftur. Katrín HalldóraVilhelm Gunnarsson Hvenær fórstu að gráta síðast og af hverju? Ég fæ alltaf sting í hjartað og tár í augun að sjá myndir og myndbönd frá Palestínu og Úkraínu og þeim hryllingi sem er í gangi þar. Lítil og saklaus börn sem gætu verið mín eigin eiga ekki að þurfa ganga í gegnum þetta helvíti á jörðu og það brýtur í manni hjartað að þetta sé í gangi árið 2024. Algjör ómennska. Ertu A eða B týpa? Ég er B týpa, elska að vaka fram eftir og sofa út. En þar sem ég er með svo lítil börn þá er það ekki alveg í boði sem stendur. Hvaða tungumál talarðu? Ég tala íslensku, ensku og smá dönsku. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileikum? Nei en ég er næm og fæ iðullega hugskeyti eða finn á mér að eitthvað muni gerast. Alls ekki skyggnigáfa en einhversskonar næmni, oft fyrir mjög random hlutum. Hvaða ofurkröftum myndir þú vilja búa yfir? Ég myndi vilja geta flogið og hafa lækningamátt. Hvað stendur í síðustu FB-skilaboðunum sem þú sendir? Fáránlega skemmtilegar (var að tala um Ilmi og Kötlu vinkonur mínar). Draumabíllinn þinn? Ég á mér engan draum um neinn sérstakan bíl. Er bara sátt ef það er hiti í stýrinu því ég er mikil kuldaskræfa. Það er fáranlegur game changer að hafa það en gæti vel lifað án þess samt. Hælar eða strigaskór? Bæði betra. Er iðullega í strigaskóm dagsdaglega en svo á ég orðið alveg rosalegt magn af hælaskóm. Uppáhalds merkið mitt er Chie Mihara því það eru bestu hælar sem hægt er að vera í, þægilegir og fallegir; bara eins og að vera í strigaskóm. Óttastu eitthvað? Ég óttast stríðsátök og hlýnun jarðar, já ég verð að viðurkenna það. Hvað ertu að hámhorfa á? Ekkert sem stendur. Við höfum einfaldlega ekki haft neinn tíma til þess að setjast niður og horfa á sjónvarpsseríur í langan tíma. Þó svo að það séu okkar bestu stundir þá er staðan þannig að á kvöldin þegar krakkarnir eru sofnaðir þá nýtir maður frekar tímann í að klára eitthvað vinnutengt fyrir svefninn. Er með ansi langan lista yfir seríur sem þarf að klára. Hvaða lag kemur þér alltaf í gírinn? Ég elska lagið Esjan með Bríeti, fæ það alltaf á heilann þegar ég heyri það, hún er líka bara langflottust og algjör súperstjarna. Hin hliðin er vikulegur viðstalsliður hjá Lífinu á Vísi þar sem við fáum að kynnast einstaklingum úr öllum kimum þjóðfélagsins. Ábendingar um viðmælendur má senda á svavam@stod2.is.
Hin hliðin Tónlist Leikhús Tengdar fréttir „Það er aldeilis ekki sjálfsagt að hafa heilsu“ Ósk Gunnarsdóttir, útvarpskona og viðburðarstýra, segist hafa sett heilsuna í fyrsta sæti eftir að hafa misst hana í kjölfar barnsburðar fyrir fjórum árum síðan. Hún segist spennt fyrir sumrinu sem er þéttskipað af fjallahlaupum og tónlistarviðburðum. 27. maí 2024 07:01 Forðast drama eins og heitan eldinn Sunneva Ása Weisshappel listakona segir að hún forðist drama eins og heitan eldinn. Hún býr með sambýlismanni sínum, Baltasar Kormáki kvikmyndagerðamanni, stjúpsyninum Stormi ásamt hænum, hestum og kettinum Ösku. Sunneva segir að sér líði best úti í náttúrunni. 20. maí 2024 09:44 „Það var algjört kossaflens í gangi í Breiðholtinu“ „Ég er með rosalegan bucket-lista sem er skipt í flokka. Staðir, veitingastaðir, fjöll sem mig langar að ganga á og margt fleira,“ segir Þórdís Valsdóttir, lögfræðingur og forstöðumaður hljóðmiðla hjá Sýn. Þórdís er mikil útivistarkona og segist ætla að haka eitt atriði af bucket-listanum í sumar og ganga Laugaveginn. 13. maí 2024 09:03 „Oft sést ekki nógu vel út á við það sem gerist á bakvið tjöldin“ „Ég veit ekki hversu oft ég hef stigið út fyrir þægindarammann, gert hluti sem ég hefði aldrei þorað áður fyrr en lært að standa með mínu, hafa óbilandi trú á mínum boðskap og halda áfram sama hvað,“ segir Sara Snædís Ólafsdóttir, heilsuþjálfari og stofnandi Withsara. 29. apríl 2024 08:38 „Ætla að verða 130 ára þannig að það er nægur tími til stefnu“ „Tíminn líður alveg rosalega hratt og ég hef tamið mér að bíða ekki eftir rétta tímanum eða tækifærinu til að láta sem flesta drauma mína rætast, því maður veit aldrei hvernig morgundagurinn verður og þá er gott að vera ekki með eftirsjá yfir því að hafa beðið með að gera eitthvað,“ segir athafnamaðurinn og hlaðvarpstjórnandinn Ásgeir Kolbeinsson sem stefnir að því að ná 130 ára aldri. 22. apríl 2024 07:00 Mest lesið Stærsta þorrablót landsins Lífið Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Fleiri fréttir Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Sjá meira
„Það er aldeilis ekki sjálfsagt að hafa heilsu“ Ósk Gunnarsdóttir, útvarpskona og viðburðarstýra, segist hafa sett heilsuna í fyrsta sæti eftir að hafa misst hana í kjölfar barnsburðar fyrir fjórum árum síðan. Hún segist spennt fyrir sumrinu sem er þéttskipað af fjallahlaupum og tónlistarviðburðum. 27. maí 2024 07:01
Forðast drama eins og heitan eldinn Sunneva Ása Weisshappel listakona segir að hún forðist drama eins og heitan eldinn. Hún býr með sambýlismanni sínum, Baltasar Kormáki kvikmyndagerðamanni, stjúpsyninum Stormi ásamt hænum, hestum og kettinum Ösku. Sunneva segir að sér líði best úti í náttúrunni. 20. maí 2024 09:44
„Það var algjört kossaflens í gangi í Breiðholtinu“ „Ég er með rosalegan bucket-lista sem er skipt í flokka. Staðir, veitingastaðir, fjöll sem mig langar að ganga á og margt fleira,“ segir Þórdís Valsdóttir, lögfræðingur og forstöðumaður hljóðmiðla hjá Sýn. Þórdís er mikil útivistarkona og segist ætla að haka eitt atriði af bucket-listanum í sumar og ganga Laugaveginn. 13. maí 2024 09:03
„Oft sést ekki nógu vel út á við það sem gerist á bakvið tjöldin“ „Ég veit ekki hversu oft ég hef stigið út fyrir þægindarammann, gert hluti sem ég hefði aldrei þorað áður fyrr en lært að standa með mínu, hafa óbilandi trú á mínum boðskap og halda áfram sama hvað,“ segir Sara Snædís Ólafsdóttir, heilsuþjálfari og stofnandi Withsara. 29. apríl 2024 08:38
„Ætla að verða 130 ára þannig að það er nægur tími til stefnu“ „Tíminn líður alveg rosalega hratt og ég hef tamið mér að bíða ekki eftir rétta tímanum eða tækifærinu til að láta sem flesta drauma mína rætast, því maður veit aldrei hvernig morgundagurinn verður og þá er gott að vera ekki með eftirsjá yfir því að hafa beðið með að gera eitthvað,“ segir athafnamaðurinn og hlaðvarpstjórnandinn Ásgeir Kolbeinsson sem stefnir að því að ná 130 ára aldri. 22. apríl 2024 07:00