TikTok myndbönd Höllu T sem náðu til unga fólksins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. júní 2024 13:00 Gæjar á flottum bílum, Höllu T-Remix og rosalegar tilkynningar voru á meðal þess sem TikTok notendur fengu beint í æð frá Höllu T á samfélagsmiðlinum. Afgerandi sigur Höllu Tómasdóttur í forsetakosningunum má meðal annars þakka því hve vel hún náði til yngri hóps kjósenda. Kosningateymi Höllu nýtti samfélagsmiðilinn TikTok mjög vel til að ná til unga fólksins. Strax við fyrstu tölur á laugardagskvöld varð ljóst í hvað stefndi. Halla hafði statt og stöðugt bætt við sig fylgi allan maí mánuð og hélt áfram að hækka sig. Í Maskínukönnun sem unnin var á föstudag kom fram að fylgi Höllu meðal 18-29 ára var orðið 37 prósent, 35 prósent í hópi 30-39 ára og 31 prósent í 40-49 ára. Fylgi þeirra Katrínar Jakobsdóttur var sambærilegt í hópnum 50-59 ára en Katrín var með yfirburðarfylgi meðal sextíu ára og eldri eða 35 prósent á móti 21 prósenti hjá Höllu. Hér má sjá fylgi frambjóðenda í könnun Maskínu þegar landsmenn voru spurðir föstudaginn 31. maí. Þá var Halla komin með gott forskot á Katrínu.Maskína Ingveldur María Hjartardóttir, Kristjana Björk Barðdal, Sigurlaug Guðrún Jóhannsdóttir og Amna Hasecic voru hluti af kosningateymi Höllu og einbeittu sér að samfélagsmiðlunum til að ná til unga fólksins. Þær voru í skýjunum á kosningavöku Höllu í Grósku aðfaranótt sunnudags þar sem unga fólkið var áberandi. Ekki ósvipað og þegar Framsóknarflokkurinn vann mikinn kosningasigur í borgarstjórnarkosningunum í fyrra. „Þetta er í fyrsta skipti sem við kjósum forseta Íslands þar sem samfélagsmiðlar eru svona stór hluti af kosningabaráttunni svo við fórum inn í þetta vekefni gjörsamlega blindandi eins og öll önnur sem voru að sjá um þessi framboð. Við viljum meina að það að ná til unga fólksins er að mestu leyti gert í gegnum þessa samfélagsmiðla og það var okkar stærsta markmið. Við viljum meina að við höfum náð því ótrúlega vel því unga fólkið hefur sýnt þessu framboði svo mikinn stuðning,“ segir Ingveldur. Samantekt af vinsælustu myndböndum Höllu á Tik Tok má sjá að neðan. Allt frá tíu til sextíu þúsund manns hafa séð hvert einasta myndband en óhætt er að fullyrða að Tik Tok sé fyrst og fremst samfélagsmiðlinn unga fólksins á Íslandi þó fleiri kynslóðir hangi á miðlinum. Eyþór Aron Wöhler, leikmaður KR í Bestu deildinni í knattspyrnu, og Kári Sigfússon voru í lykilhlutverkum við gerð myndbandanna og bregður fyrir í fjölmörgum þeirra. „Unga fólkið hefur verið all in með okkur allan tímann. En málið er að við höfum verið að sýna hver Halla er allan tímann. Við þurfum ekki að búa til neina strategíu, búa til neitt plott. Það er það sem er að koma okkur hingað,“ sagði Kristjana Björk á kosningavökunni. „Og tölurnar sýna það alveg. Við erum vinsælasta framboðið á Tik Tok. Viewsin á reelunum okkar á Instagram og TikTOk eru mjög mikil miðað við öll önnur framboð,“ sagði Amna Hasecic. „Ég held bara að Halla sé að vekja svo rosalegan áhuga hjá yngri kynslóðum. Það er að skila sér í þessum áhorfstölum sem Amna nefnir,“ segir Ingveldur. Kristjana segir þær hafa fengið mikið traust frá Höllu allan tímann. „Við höfum fengið að gera það sem við vitum að virkar. Það er málið. Við höfum fengið að prófa ótrúlega mikið og höfum verið saman í þessu. Þau hafa „actually“ sett kraft í að vilja fá okkur til að sinna þessu. Hvatt okkur áfram til að prófa. Það er að skila okkur hér. Við höfum fengið að vera við sjálfar. Það er svo geggjað,“ segir Kristjana. „Við vissum um leið og landsmenn fengju að sjá hana í sjónvarpinu myndi þetta snúast við. Vissum að um leið og hún kæmist í sjónvarpssal myndi allt fara af stað. Vorum í bústað 3. maí þegar fyrstu kappræðurnar vour. Halla var raddllaus, þaðan kom klúturinn. Vorum í heita pottinum og settum texta á myndbandið,“ sagði Ingveldur. Halla hefur einmitt upplýst að um þetta leyti, þegar hún var slöpp og mældist með afar lítið fylgi, hafi hún íhugað að draga framboð sitt til baka. „Það var líka partur af þessu. Við vourm alltaf með þetta eins. Pössuðum að það væri textun á öllum myndböndunum svo öll gætu skilið skilaboðin. Þau voru líka stöðug allan tímann. Við vorum mörg í þessu svo við gátum dreift ábyrgðinni og náðum að vera stöðug allan tímann. Það er eitthvað sem samfélagsmiðlar verðlauna,“ sagði Kristjana. „Kosningamiðstöð unga fólksins komar mjög sterkt inn. Þau voru mjög mörg, mjög öflug með frábærar hugmyndir. Að hvetja unga fólkið til að taka þátt í framboði var rosalega stekt. Allur þessi árangur er út af því,“ sagði Amna. Halla var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hún þakkaði meðal annars unga fólkinu sem lagði leið sína á kjörstað og greiddi framboði hennar atkvæði. Þá er hún búin að panta sér fisk í kvöldmatinn. Samfélagsmiðlar TikTok Forsetakosningar 2024 Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Strax við fyrstu tölur á laugardagskvöld varð ljóst í hvað stefndi. Halla hafði statt og stöðugt bætt við sig fylgi allan maí mánuð og hélt áfram að hækka sig. Í Maskínukönnun sem unnin var á föstudag kom fram að fylgi Höllu meðal 18-29 ára var orðið 37 prósent, 35 prósent í hópi 30-39 ára og 31 prósent í 40-49 ára. Fylgi þeirra Katrínar Jakobsdóttur var sambærilegt í hópnum 50-59 ára en Katrín var með yfirburðarfylgi meðal sextíu ára og eldri eða 35 prósent á móti 21 prósenti hjá Höllu. Hér má sjá fylgi frambjóðenda í könnun Maskínu þegar landsmenn voru spurðir föstudaginn 31. maí. Þá var Halla komin með gott forskot á Katrínu.Maskína Ingveldur María Hjartardóttir, Kristjana Björk Barðdal, Sigurlaug Guðrún Jóhannsdóttir og Amna Hasecic voru hluti af kosningateymi Höllu og einbeittu sér að samfélagsmiðlunum til að ná til unga fólksins. Þær voru í skýjunum á kosningavöku Höllu í Grósku aðfaranótt sunnudags þar sem unga fólkið var áberandi. Ekki ósvipað og þegar Framsóknarflokkurinn vann mikinn kosningasigur í borgarstjórnarkosningunum í fyrra. „Þetta er í fyrsta skipti sem við kjósum forseta Íslands þar sem samfélagsmiðlar eru svona stór hluti af kosningabaráttunni svo við fórum inn í þetta vekefni gjörsamlega blindandi eins og öll önnur sem voru að sjá um þessi framboð. Við viljum meina að það að ná til unga fólksins er að mestu leyti gert í gegnum þessa samfélagsmiðla og það var okkar stærsta markmið. Við viljum meina að við höfum náð því ótrúlega vel því unga fólkið hefur sýnt þessu framboði svo mikinn stuðning,“ segir Ingveldur. Samantekt af vinsælustu myndböndum Höllu á Tik Tok má sjá að neðan. Allt frá tíu til sextíu þúsund manns hafa séð hvert einasta myndband en óhætt er að fullyrða að Tik Tok sé fyrst og fremst samfélagsmiðlinn unga fólksins á Íslandi þó fleiri kynslóðir hangi á miðlinum. Eyþór Aron Wöhler, leikmaður KR í Bestu deildinni í knattspyrnu, og Kári Sigfússon voru í lykilhlutverkum við gerð myndbandanna og bregður fyrir í fjölmörgum þeirra. „Unga fólkið hefur verið all in með okkur allan tímann. En málið er að við höfum verið að sýna hver Halla er allan tímann. Við þurfum ekki að búa til neina strategíu, búa til neitt plott. Það er það sem er að koma okkur hingað,“ sagði Kristjana Björk á kosningavökunni. „Og tölurnar sýna það alveg. Við erum vinsælasta framboðið á Tik Tok. Viewsin á reelunum okkar á Instagram og TikTOk eru mjög mikil miðað við öll önnur framboð,“ sagði Amna Hasecic. „Ég held bara að Halla sé að vekja svo rosalegan áhuga hjá yngri kynslóðum. Það er að skila sér í þessum áhorfstölum sem Amna nefnir,“ segir Ingveldur. Kristjana segir þær hafa fengið mikið traust frá Höllu allan tímann. „Við höfum fengið að gera það sem við vitum að virkar. Það er málið. Við höfum fengið að prófa ótrúlega mikið og höfum verið saman í þessu. Þau hafa „actually“ sett kraft í að vilja fá okkur til að sinna þessu. Hvatt okkur áfram til að prófa. Það er að skila okkur hér. Við höfum fengið að vera við sjálfar. Það er svo geggjað,“ segir Kristjana. „Við vissum um leið og landsmenn fengju að sjá hana í sjónvarpinu myndi þetta snúast við. Vissum að um leið og hún kæmist í sjónvarpssal myndi allt fara af stað. Vorum í bústað 3. maí þegar fyrstu kappræðurnar vour. Halla var raddllaus, þaðan kom klúturinn. Vorum í heita pottinum og settum texta á myndbandið,“ sagði Ingveldur. Halla hefur einmitt upplýst að um þetta leyti, þegar hún var slöpp og mældist með afar lítið fylgi, hafi hún íhugað að draga framboð sitt til baka. „Það var líka partur af þessu. Við vourm alltaf með þetta eins. Pössuðum að það væri textun á öllum myndböndunum svo öll gætu skilið skilaboðin. Þau voru líka stöðug allan tímann. Við vorum mörg í þessu svo við gátum dreift ábyrgðinni og náðum að vera stöðug allan tímann. Það er eitthvað sem samfélagsmiðlar verðlauna,“ sagði Kristjana. „Kosningamiðstöð unga fólksins komar mjög sterkt inn. Þau voru mjög mörg, mjög öflug með frábærar hugmyndir. Að hvetja unga fólkið til að taka þátt í framboði var rosalega stekt. Allur þessi árangur er út af því,“ sagði Amna. Halla var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hún þakkaði meðal annars unga fólkinu sem lagði leið sína á kjörstað og greiddi framboði hennar atkvæði. Þá er hún búin að panta sér fisk í kvöldmatinn.
Samfélagsmiðlar TikTok Forsetakosningar 2024 Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira