Umdeilt kosningamyndband Höllu „bara í gríni gert“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 4. júní 2024 11:53 TikTok-myndbönd úr kosningaherferð Höllu hlaupa á tugþúsundum áhorfa. TikTok Myndband úr smiðju kosningateymis Höllu Tómasdóttur sem sýnir tvo unga menn kasta bíllyklum í unga konu og hrinda annarri hefur vakið athygli. Annar þeirra segir einungis um létt grín hafa verið að ræða og því hafi ekki verið beint að einum eða neinum. Rúmlega 52 þúsund áhorf eru á myndbandinu umtalaða, sem birtist á TikTok síðu forsetaframboðs Höllu Tómasdóttur á laugardaginn. Það lýsir sér þannig að tveir ungir karlmenn stíga út úr Land Rover Discovery bíl og ung kona tekur á móti þeim. Bílstjórinn kastar bíllyklunum sínum í konuna. Hún og önnur ung kona ganga andspænis þeim og annar þeirra ýtir í hina konuna. „Ungir kjósendur, mætum og kjósum. Framtíðin er okkar,“ stendur í texta í myndbandinu. Myndbandið hefur vakið talsverða athygli og menningarrýnendur sagt það óhugnanlegt og verulega óþægilegt. Fréttastofa hafði samband við Eyþór Aron Wöhler, sem var áberandi í samfélagsmiðlateymi Höllu og sést ýta í aðra konuna í myndbandinu. „Það er ekkert á bak við þetta nema bara húmor og léttleiki. Ekki einhver djúp pæling,“ segir Eyþór í samtali við Vísi, og segir grínið ekki beint að einum né neinum. „Þetta var bara til að fá fólk til að kjósa.“ Þið skiljið samt gagnrýnina, að það líti ekki vel út að ýta konu í myndbandi sem hvetur til þess að kjósa konu? „Það var alls ekki meiningin, þetta gat verið hver sem er sem við vorum að ýta. Bara í gríni gert,“ segir Eyþór. Aðspurður hver boðskapurinn bak við myndbandið hafi verið endurtekur hann að einungis hafi verið um grín og léttleika að ræða, til að fá fólk á kjörstað. En voru mistök að halda að það að ýta einhverjum væri léttleiki? „Þetta gat verið karlmaður eða kvenmaður. Ég held það þýði ekkert að horfa í það sko.“ „Óhugnanlegt“ Ýmsir menningarrýnar hafa gagnrýnt umrætt myndband. Þar á meðal Eiríkur Örn Norðdahl rithöfundur, sem greinir það á bloggsíðu sinni á eftirfarandi hátt: „Tveir verslóspaðar með sólgleraugu mæta á kjörstað á Land Rover Discovery, grýta bíllyklunum í stelpu – sem er væntanlega einhvers konar bílastæðavörður – hrinda svo annarri, gefa hver öðrum fimmu og fara og kjósa girl boss Höllu T.“ Egill Helgason rithöfundur deilir færslunni á Facebook og segir: „Tik Tok myndbandið er óhugnanlegt og ótrúlegt að það hafi komið úr ranni frambjóðanda.“ Tugir taka í sama streng í ummælakerfinu. Eyþór, auk annarra meðlima í kosningateymi Höllu, ræddi í Íslandi í dag í gærkvöldi hvernig þau hefðu náð til unga fólksins á TikTok í kosningabaráttunni. Halla tók virkan þátt í gerð myndbandanna eins og Eyþór lýsti í þættinum. „Ég var tímum saman að sannfæra hana um að gera þetta [taka þátt í myndböndunum]. Það var ekki létt að koma þessu í gegn hjá aðstoðarmanni hennar. En eins og við segjum þá þarf bara að matreiða efni ofan í þessa ungu kynslóð eins og hún vill fá það í dag. Einfalt stutt og hnitmiðað,“ segir Eyþór. Kosningabarátta sé oftast leiðinleg og matreiða þurfi áróðurinn með kímnigáfu og léttleika. Forsetakosningar 2024 Samfélagsmiðlar TikTok Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Fleiri fréttir Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Sjá meira
Rúmlega 52 þúsund áhorf eru á myndbandinu umtalaða, sem birtist á TikTok síðu forsetaframboðs Höllu Tómasdóttur á laugardaginn. Það lýsir sér þannig að tveir ungir karlmenn stíga út úr Land Rover Discovery bíl og ung kona tekur á móti þeim. Bílstjórinn kastar bíllyklunum sínum í konuna. Hún og önnur ung kona ganga andspænis þeim og annar þeirra ýtir í hina konuna. „Ungir kjósendur, mætum og kjósum. Framtíðin er okkar,“ stendur í texta í myndbandinu. Myndbandið hefur vakið talsverða athygli og menningarrýnendur sagt það óhugnanlegt og verulega óþægilegt. Fréttastofa hafði samband við Eyþór Aron Wöhler, sem var áberandi í samfélagsmiðlateymi Höllu og sést ýta í aðra konuna í myndbandinu. „Það er ekkert á bak við þetta nema bara húmor og léttleiki. Ekki einhver djúp pæling,“ segir Eyþór í samtali við Vísi, og segir grínið ekki beint að einum né neinum. „Þetta var bara til að fá fólk til að kjósa.“ Þið skiljið samt gagnrýnina, að það líti ekki vel út að ýta konu í myndbandi sem hvetur til þess að kjósa konu? „Það var alls ekki meiningin, þetta gat verið hver sem er sem við vorum að ýta. Bara í gríni gert,“ segir Eyþór. Aðspurður hver boðskapurinn bak við myndbandið hafi verið endurtekur hann að einungis hafi verið um grín og léttleika að ræða, til að fá fólk á kjörstað. En voru mistök að halda að það að ýta einhverjum væri léttleiki? „Þetta gat verið karlmaður eða kvenmaður. Ég held það þýði ekkert að horfa í það sko.“ „Óhugnanlegt“ Ýmsir menningarrýnar hafa gagnrýnt umrætt myndband. Þar á meðal Eiríkur Örn Norðdahl rithöfundur, sem greinir það á bloggsíðu sinni á eftirfarandi hátt: „Tveir verslóspaðar með sólgleraugu mæta á kjörstað á Land Rover Discovery, grýta bíllyklunum í stelpu – sem er væntanlega einhvers konar bílastæðavörður – hrinda svo annarri, gefa hver öðrum fimmu og fara og kjósa girl boss Höllu T.“ Egill Helgason rithöfundur deilir færslunni á Facebook og segir: „Tik Tok myndbandið er óhugnanlegt og ótrúlegt að það hafi komið úr ranni frambjóðanda.“ Tugir taka í sama streng í ummælakerfinu. Eyþór, auk annarra meðlima í kosningateymi Höllu, ræddi í Íslandi í dag í gærkvöldi hvernig þau hefðu náð til unga fólksins á TikTok í kosningabaráttunni. Halla tók virkan þátt í gerð myndbandanna eins og Eyþór lýsti í þættinum. „Ég var tímum saman að sannfæra hana um að gera þetta [taka þátt í myndböndunum]. Það var ekki létt að koma þessu í gegn hjá aðstoðarmanni hennar. En eins og við segjum þá þarf bara að matreiða efni ofan í þessa ungu kynslóð eins og hún vill fá það í dag. Einfalt stutt og hnitmiðað,“ segir Eyþór. Kosningabarátta sé oftast leiðinleg og matreiða þurfi áróðurinn með kímnigáfu og léttleika.
Forsetakosningar 2024 Samfélagsmiðlar TikTok Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Fleiri fréttir Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Sjá meira