Hraunrennsli frá gígnum virðist vera orðið meinlítið Kristján Már Unnarsson skrifar 4. júní 2024 23:04 Hér sést hvað hraunið átti stutt eftir út í sjó vestan Grindavíkur og hvernig varnargarðurinn varði bæinn. Vilhelm Gunnarsson Sú breyting varð í nótt á eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni norðan Grindavíkur að virknin færðist úr þremur gígum niður í einn. Verulegur kraftur er enn í gosinu. Áætlað er gróflega að hraunmagnið sem núna streymir upp á yfirborð sé einhverjir tugir rúmmetra á sekúndu en ekki hefur fengist nákvæm mæling á það. Gosið virðist því enn vera tvöfalt eða jafnvel þrefalt stærra en síðasta gos var lengst af sem og gosin við Fagradalsfjall. En núna hefur orðið sú breyting að gosvirknin hefur öll færst í einn gíg um leið og önnur gosop norðar hafa slokknað. Þessi eini gígur er staðsettur rétt við þann gíg sem gaus lengst í síðasta gosi en því lauk þann 9. maí. Hraunið frá þessum eina gíg er, samkvæmt upplýsingum Veðurstofunnar, aðallega að renna til norðvesturs í átt að Sýlingarfelli, og svo norður með fjallinu en einnig eru virkir hraunstraumar til suðurs í átt að Hagafelli. Haldist hraunrennslið á þessu svæði virðist lítil hætta á að það ógni mannvirkjum. Aðalinnkomuleiðin til Grindavíkur fór undir hraun.Vilhelm Gunnarsson Á myndum sem sýndar voru í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá það mikla tjón sem varð á lykilvegum til Grindavíkur á fyrstu klukkustundum þessa goss fyrir sex dögum. Nýrunnið hraun þekur núna aðalinnkomuleiðina í bæinn, sjálfan Grindavíkurveg, á um eins kílómetra kafla í útjaðri bæjarins. Hraun rann einnig yfir Nesveg á um eins og hálfs kílómetra kafla vestan bæjarins og einnig yfir kafla Norðurljósavegarins að Bláa lóninu. Þar stöðvaðist hraunið aðeins nokkur hundruð metrum frá ströndinni og átti skammt eftir í fagrar tjarnir. Kafli Nesvegar vestan Grindavíkur fór undir hraun.Vilhelm Gunnarsson Kort sem brugðið var á skjáinn sýnir betur útbreiðslu nýja hraunsins og staðsetningu gígsins en hann er um það bil fimm kílómetra norðan bæjarins. Þar sést hvar hraunið fór yfir helstu vegi. Við Svartsengi fór það nánast upp að Grindavíkurvegi við varnargarðinn sem ver orkuverið og Bláa lónið. En stóra spurningin er núna: Heldur kvikan, sem fæðir eldgosin, áfram að flæða inn í kvikusöfnunarsvæðið undir Svartsengi? Fyrsta mat Veðurstofunnar er að flæðið haldið þar áfram líkt og áður. Betri svör fáist þó á næstu dögum þegar nánari mælingar liggja fyrir. Hraunið náði að varnargarði við fjarskiptastöð NATO suðvestan fjallsins Þorbjarnar.Vilhelm Gunnarsson Í Svartsengi seig landið um fimmtán sentímetra þegar kvikuhlaupið hófst í aðdraganda eldgossins þann 29. maí. Landið þar hefur núna sigið um fjóra til sex sentímetra til viðbótar á undanförnum dögum. Það að land haldi áfram að síga þetta mörgum dögum eftir upphaf goss segir Veðurstofan vera ólíkt því sem áður hafi sést í eldgosunum á Sundhnúksgígaröðinni. Í fyrri kvikuhlaupum og eldgosum hafi mest allt sig einungis mælst á allra fyrstu dögum en strax í kjölfarið farið að mælast landris. Landsigið segir Veðurstofan benda til þess að á þessu stigi flæði meira magn kviku úr kvikusöfnunarsvæðinu undir Svartsengi yfir í Sundhnúksgígaröðina, heldur en að flæði inn í það af dýpi. Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Tengdar fréttir Einn gígur virkur og kvikusöfnun heldur áfram Nýleg gögn benda til þess að kvikusöfnun haldi áfram undir Svartsengi líkt og áður. Gígurinn sem ennþá er virkur er staðsettur rétt við þann gíg sem gaus lengst úr í eldgosinu sem hófst 16. mars og endaði 9. maí. Land heldur áfram að síga ólíkt því sem hefur áður sést í eldgosunum á Sundhnúksgígaröðinni. 4. júní 2024 17:00 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Áætlað er gróflega að hraunmagnið sem núna streymir upp á yfirborð sé einhverjir tugir rúmmetra á sekúndu en ekki hefur fengist nákvæm mæling á það. Gosið virðist því enn vera tvöfalt eða jafnvel þrefalt stærra en síðasta gos var lengst af sem og gosin við Fagradalsfjall. En núna hefur orðið sú breyting að gosvirknin hefur öll færst í einn gíg um leið og önnur gosop norðar hafa slokknað. Þessi eini gígur er staðsettur rétt við þann gíg sem gaus lengst í síðasta gosi en því lauk þann 9. maí. Hraunið frá þessum eina gíg er, samkvæmt upplýsingum Veðurstofunnar, aðallega að renna til norðvesturs í átt að Sýlingarfelli, og svo norður með fjallinu en einnig eru virkir hraunstraumar til suðurs í átt að Hagafelli. Haldist hraunrennslið á þessu svæði virðist lítil hætta á að það ógni mannvirkjum. Aðalinnkomuleiðin til Grindavíkur fór undir hraun.Vilhelm Gunnarsson Á myndum sem sýndar voru í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá það mikla tjón sem varð á lykilvegum til Grindavíkur á fyrstu klukkustundum þessa goss fyrir sex dögum. Nýrunnið hraun þekur núna aðalinnkomuleiðina í bæinn, sjálfan Grindavíkurveg, á um eins kílómetra kafla í útjaðri bæjarins. Hraun rann einnig yfir Nesveg á um eins og hálfs kílómetra kafla vestan bæjarins og einnig yfir kafla Norðurljósavegarins að Bláa lóninu. Þar stöðvaðist hraunið aðeins nokkur hundruð metrum frá ströndinni og átti skammt eftir í fagrar tjarnir. Kafli Nesvegar vestan Grindavíkur fór undir hraun.Vilhelm Gunnarsson Kort sem brugðið var á skjáinn sýnir betur útbreiðslu nýja hraunsins og staðsetningu gígsins en hann er um það bil fimm kílómetra norðan bæjarins. Þar sést hvar hraunið fór yfir helstu vegi. Við Svartsengi fór það nánast upp að Grindavíkurvegi við varnargarðinn sem ver orkuverið og Bláa lónið. En stóra spurningin er núna: Heldur kvikan, sem fæðir eldgosin, áfram að flæða inn í kvikusöfnunarsvæðið undir Svartsengi? Fyrsta mat Veðurstofunnar er að flæðið haldið þar áfram líkt og áður. Betri svör fáist þó á næstu dögum þegar nánari mælingar liggja fyrir. Hraunið náði að varnargarði við fjarskiptastöð NATO suðvestan fjallsins Þorbjarnar.Vilhelm Gunnarsson Í Svartsengi seig landið um fimmtán sentímetra þegar kvikuhlaupið hófst í aðdraganda eldgossins þann 29. maí. Landið þar hefur núna sigið um fjóra til sex sentímetra til viðbótar á undanförnum dögum. Það að land haldi áfram að síga þetta mörgum dögum eftir upphaf goss segir Veðurstofan vera ólíkt því sem áður hafi sést í eldgosunum á Sundhnúksgígaröðinni. Í fyrri kvikuhlaupum og eldgosum hafi mest allt sig einungis mælst á allra fyrstu dögum en strax í kjölfarið farið að mælast landris. Landsigið segir Veðurstofan benda til þess að á þessu stigi flæði meira magn kviku úr kvikusöfnunarsvæðinu undir Svartsengi yfir í Sundhnúksgígaröðina, heldur en að flæði inn í það af dýpi.
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Tengdar fréttir Einn gígur virkur og kvikusöfnun heldur áfram Nýleg gögn benda til þess að kvikusöfnun haldi áfram undir Svartsengi líkt og áður. Gígurinn sem ennþá er virkur er staðsettur rétt við þann gíg sem gaus lengst úr í eldgosinu sem hófst 16. mars og endaði 9. maí. Land heldur áfram að síga ólíkt því sem hefur áður sést í eldgosunum á Sundhnúksgígaröðinni. 4. júní 2024 17:00 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Einn gígur virkur og kvikusöfnun heldur áfram Nýleg gögn benda til þess að kvikusöfnun haldi áfram undir Svartsengi líkt og áður. Gígurinn sem ennþá er virkur er staðsettur rétt við þann gíg sem gaus lengst úr í eldgosinu sem hófst 16. mars og endaði 9. maí. Land heldur áfram að síga ólíkt því sem hefur áður sést í eldgosunum á Sundhnúksgígaröðinni. 4. júní 2024 17:00