Hafa ekki lokið afgreiðslu á kæru í þrjú ár Tómas Arnar Þorláksson skrifar 6. júní 2024 14:38 Skúli Magnússon, umboðsmaður Alþingis, og Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menninga- og viðskiptaráðherra. Vísir/Arnar Umboðsmaður Alþingis gagnrýnir vinnubrögð menningar- og viðskiptaráðuneytisins en kvartað hefur verið yfir miklum töfum á afgreiðslu mála hjá ráðuneytinu. Ráðuneytið braut gegn málshraðareglu stjórnsýslulaga að mati umboðsmanns. Þetta kemur fram í tilkynningu á vefsíðu umboðsmanns Alþingis en þar er einnig tekið fram að ráðuneytið hafi svarað fyrirspurnum umboðsmanns seint og illa og seinagangurinn því töluverður í ráðuneytinu. Málin sem umboðsmaður vísar til varðar tafir á afgreiðslu ráðuneytisins á stjórnsýslukæru frá miðju ári 2021 og öðru máli frá upphafi síðasta árs. Hefur ráðuneytið því ekki afgreitt umrædda stjórnsýslukæru á þremur árum. Segja annir útskýra seinagang Umboðsmaður Alþingis lauk kvörtun varðandi eldra málið í millitíðinni í ljósi fyriráætlana ráðuneytisins um að úrskurða í því. Áður en umboðsmaður lauk áliti um kvörtunina hafði lögmaður málshefjanda stjórnsýslukærunnar margítrekað kæruna og óskað eftir upplýsingum um stöðu hennar. Í hvert skipti fékk lögmaðurinn þau svör frá ráðuneytinu að niðurstöðu væri að vænta innan skamms. Í málunum tveimur þurfti umboðsmaður síendurtekið að ganga eftir svörum frá ráðuneytinu en ráðuneytið bar fyrir sig að seinagangurinn væri vegna anna og álags. „Að sögn ráðuneytisins eru þessi tvö mál komin í forgang en úrskurðir liggi þó sennilega ekki fyrir fyrr en um mánaðamótin ágúst/september nk,“ segir í tilkynningu umboðsmanns. Í ljósi þessa ítrekar umboðsmaður að samkvæmt málshraðareglu stjórnsýslulaga eigi ákvarðanir að vera teknar svo fljótt sem unnt er. Krefur ráðuneytið um úrbætur „Margra mánaða og jafnvel áralangar óútskýrðar tafir verði ekki réttlættar með vísan til anna og álags,“ segir í tilkynningu og umboðsmaður beinir því til ráðuneytisins að gera ráðstafanir til að bæta úr núverandi fyrirkomulagi. „Óskað er eftir svörum frá ráðuneytinu um hvort ábendingarnar leiði til einhverra viðbragða og þá hverra. Jafnframt að veittar verði upplýsingar um fjölda úrskurða sem það hafi kveðið upp frá 23. apríl 2023 og, sé þeim til að dreifa, hvað líði birtingu þeirra á vef Stjórnarráðsins.“ Umboðsmaður Alþingis Stjórnsýsla Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Fleiri fréttir Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vefsíðu umboðsmanns Alþingis en þar er einnig tekið fram að ráðuneytið hafi svarað fyrirspurnum umboðsmanns seint og illa og seinagangurinn því töluverður í ráðuneytinu. Málin sem umboðsmaður vísar til varðar tafir á afgreiðslu ráðuneytisins á stjórnsýslukæru frá miðju ári 2021 og öðru máli frá upphafi síðasta árs. Hefur ráðuneytið því ekki afgreitt umrædda stjórnsýslukæru á þremur árum. Segja annir útskýra seinagang Umboðsmaður Alþingis lauk kvörtun varðandi eldra málið í millitíðinni í ljósi fyriráætlana ráðuneytisins um að úrskurða í því. Áður en umboðsmaður lauk áliti um kvörtunina hafði lögmaður málshefjanda stjórnsýslukærunnar margítrekað kæruna og óskað eftir upplýsingum um stöðu hennar. Í hvert skipti fékk lögmaðurinn þau svör frá ráðuneytinu að niðurstöðu væri að vænta innan skamms. Í málunum tveimur þurfti umboðsmaður síendurtekið að ganga eftir svörum frá ráðuneytinu en ráðuneytið bar fyrir sig að seinagangurinn væri vegna anna og álags. „Að sögn ráðuneytisins eru þessi tvö mál komin í forgang en úrskurðir liggi þó sennilega ekki fyrir fyrr en um mánaðamótin ágúst/september nk,“ segir í tilkynningu umboðsmanns. Í ljósi þessa ítrekar umboðsmaður að samkvæmt málshraðareglu stjórnsýslulaga eigi ákvarðanir að vera teknar svo fljótt sem unnt er. Krefur ráðuneytið um úrbætur „Margra mánaða og jafnvel áralangar óútskýrðar tafir verði ekki réttlættar með vísan til anna og álags,“ segir í tilkynningu og umboðsmaður beinir því til ráðuneytisins að gera ráðstafanir til að bæta úr núverandi fyrirkomulagi. „Óskað er eftir svörum frá ráðuneytinu um hvort ábendingarnar leiði til einhverra viðbragða og þá hverra. Jafnframt að veittar verði upplýsingar um fjölda úrskurða sem það hafi kveðið upp frá 23. apríl 2023 og, sé þeim til að dreifa, hvað líði birtingu þeirra á vef Stjórnarráðsins.“
Umboðsmaður Alþingis Stjórnsýsla Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Fleiri fréttir Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Sjá meira
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent