Gróðureldar villa um fyrir Veðurstofunni Tómas Arnar Þorláksson skrifar 10. júní 2024 09:48 Hraun úr eldgosinu sem hófst 29. maí hefur runnið að varnargörðunum sem umlykja Grindavík og yfir vegi. Vísir/Vilhelm „Það sést ekki mikið. Það er erfitt að sjá á þessum vefmyndavélum hvar hrauntungan er. Maður sér reyk hér og þar en síðan er auðvitað mikið um gróðureld sem felur hvað er að gerast.“ Þetta segir Bjarki Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. Erfitt hefur reynst fyrir Veðurstofuna að greina á milli hvar rjúki úr hrauni og hvar komi upp reykur vegna gróðurelda á svæðinu. „Það hefur ekki verið flogið þarna yfir eða gert þrívíddarlíkan þarna lengi svo það er erfitt að segja til um hvernig gosið er að hegða sér núna,“ segir Bjarki sem tekur þó fram að þetta geri Veðurstofunni ekki erfitt fyrir enda vinni þau í nánu samstarfi við lögreglu og viðbragðsaðila á svæðinu. „Við höfum bara þessar vefmyndavélar til að styðja okkur við en við sjáum ekkert stórt í gangi þar,“ bætir hann við. Óbreytt frá því í gær Spurður hvort að það sé eitthvað búið að breytast við gosstöðvarnar síðan í gær segir Bjarki að það sé ekki mikið að frétta og að gosið gangi sinn vanagang. Hann tekur fram að hrauntungan sem rann yfir Grindavíkurveg á laugardaginn hafi lítið hreyfst síðan í gær. „Það mallar enn áfram í gígnum og rennur úr honum í átt að Sýlingarfelli. Með tímanum mun þetta hreyfast eitthvað og það virðist bara vera góður gangur í gígnum og hann hefur verið stöðugur síðasta sólarhringinn.“ Engin ný tjörn við Sýlingarfell Spurður hvort að hraun sé búið að safnast saman í tjörn eða poll einhvers staðar á svæðinu síðan í gær svarar Bjarki því neitandi. „Þetta er ekki mikið að safnast upp í pollum eða einhverju álíka við Sýlingarfell því núna rennur þetta bara í svona hrauntaumum. Áður en þetta fór yfir Grindavíkurveg var þetta búið að safnast upp rétt austan við Sýlingarfell og síðan náði það einhverjum þolmörkum og þá rann þetta frekar hratt niður og yfir veginn. Nú rennur þetta bara í sömu átt en er ekki að safnast upp því þetta nær að renna áfram óhindrað,“ segir hann. Bjarki bætir við að erfitt sé að meta hve mikil virkni sé í gígnum þar sem lítið er um næturmyrkur þessa daganna. Hann tekur þó fram að virknin sé óbreytt í nótt og ómögulegt að segja til um hvenær gosinu ljúki. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Gróðureldar á Íslandi Gróðureldar Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Sjá meira
Þetta segir Bjarki Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. Erfitt hefur reynst fyrir Veðurstofuna að greina á milli hvar rjúki úr hrauni og hvar komi upp reykur vegna gróðurelda á svæðinu. „Það hefur ekki verið flogið þarna yfir eða gert þrívíddarlíkan þarna lengi svo það er erfitt að segja til um hvernig gosið er að hegða sér núna,“ segir Bjarki sem tekur þó fram að þetta geri Veðurstofunni ekki erfitt fyrir enda vinni þau í nánu samstarfi við lögreglu og viðbragðsaðila á svæðinu. „Við höfum bara þessar vefmyndavélar til að styðja okkur við en við sjáum ekkert stórt í gangi þar,“ bætir hann við. Óbreytt frá því í gær Spurður hvort að það sé eitthvað búið að breytast við gosstöðvarnar síðan í gær segir Bjarki að það sé ekki mikið að frétta og að gosið gangi sinn vanagang. Hann tekur fram að hrauntungan sem rann yfir Grindavíkurveg á laugardaginn hafi lítið hreyfst síðan í gær. „Það mallar enn áfram í gígnum og rennur úr honum í átt að Sýlingarfelli. Með tímanum mun þetta hreyfast eitthvað og það virðist bara vera góður gangur í gígnum og hann hefur verið stöðugur síðasta sólarhringinn.“ Engin ný tjörn við Sýlingarfell Spurður hvort að hraun sé búið að safnast saman í tjörn eða poll einhvers staðar á svæðinu síðan í gær svarar Bjarki því neitandi. „Þetta er ekki mikið að safnast upp í pollum eða einhverju álíka við Sýlingarfell því núna rennur þetta bara í svona hrauntaumum. Áður en þetta fór yfir Grindavíkurveg var þetta búið að safnast upp rétt austan við Sýlingarfell og síðan náði það einhverjum þolmörkum og þá rann þetta frekar hratt niður og yfir veginn. Nú rennur þetta bara í sömu átt en er ekki að safnast upp því þetta nær að renna áfram óhindrað,“ segir hann. Bjarki bætir við að erfitt sé að meta hve mikil virkni sé í gígnum þar sem lítið er um næturmyrkur þessa daganna. Hann tekur þó fram að virknin sé óbreytt í nótt og ómögulegt að segja til um hvenær gosinu ljúki.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Gróðureldar á Íslandi Gróðureldar Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Sjá meira