Ótrúlegt sjónarspil á Grindavíkurvegi Árni Sæberg og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 8. júní 2024 22:53 Hraunið dreifði hratt úr sér í morgun. Vísir Hrauntunga úr eldgosinu við Sundhnúksgíga rann með miklum krafti yfir Grindavíkurveg í dag, eftir að hraunflæði jókst skyndilega í nótt. Hraunbreiðan er nú í um áttahundruð metra fjarlægð frá heitavatnslögnum og færist hægt áfram. Síðustu daga hefur hraun runnið hægt norðan við og meðfram Sýlingarfelli í átt að Grindavíkurvegi. Í tilkynningu frá Veðurstofunnui sagði að í morgun hafi framskriðið aukist og ljóst væri að hraunstraumurinn renni ákveðið í átt að Grindavíkurvegi norðan varnargarða við Svartsengi. Hraun rann að og yfir Grindavíkurveg á ellefta tímanum í morgun. Fréttamaður skellti sér á vettvang og lýsti því sem fyrir augu bar í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Ekki tímabært að ræða breytingar á varnargörðum Þá var rætt við Jón Hauk Steingrímsson, verkfræðing hjá Eflu sem hefur unnið að gerð varnargarðanna við Grindavík og í Svartsengi. Jón Haukur hefur unnið að gerð varnargarðanna frá upphafi.Vísir/Rúnar „Það er náttúrlega verið að fylgjast með þessari stöðu hérna núna og það sem er kannski langlíklegast er að þetta sé að tæma úr sér og við sjáum að tjörnin hérna fyrir ofan, hún er orðin hálftóm. Það þýðir að sá massi er þá kominn af stað og hann stoppar þá væntanlega á næstu klukkutímum. Svo er það bara þróunin næstu daga, hvort þetta verði þá eitthvað viðvarandi streymi eftir þessari hrauntröð þarna niður eftir eða hvort það byrji bara sami ferill aftur, að það byrji aftur að hlaðast í tjörnina upp frá og hún hnígi svo nokkrum dögum seinna,“ segir hann. Þess vegna sé ekki tímabært að ræða breytingar á varnargörðunum. „Um leið og eitthvað svona gerist þá byrja allir að hugsa og pæla og gera. En það eru svo sem engar ákvarðanir eða neitt svoleiðis komið. En það er verið að vinna nauðsynlega bakvinnu í greiningu. Greina hvað er hægt að gera í stöðunni áður en farið er eitthvað lengra með málið.“ Gróðureldar óheppilegur fylgikvilli Einar Sveinn Jónsson, slökkviliðsstjóri í Grindavík, var á vettvangi í kvöld ásamt öðrum slökkviliðsmönnum, sem unnu hörðum höndum að því að slökkva gróðurelda. Einar Sveinn vildi sennilega að jörð væri enn hvít í Svartsengi.Vísir/Arnar „Einn af fylgikvillum eldgosa eru gróðureldar. Við höfum verið að kljást við það undanfarna daga, það hefur nú ekki rignt mikið á Reykjanesinu og er ekki á næstu dögum. Þannig að við höfum verið að kljást við gróðurelda allan hringinn í kringum gosið.“ Í morgun hafi hraunmolar komist yfir varnargarð í Svartsengi og kveikt í mosa innan garðsins. Slökkviliðsmenn hafi strax hafist handa við að rjúfa jarðveginn með gröfum til þess að fyrirbyggja að eldurinn dreifði úr sér. Það hefur ekki verið hægt alls staðar. „Við komumst ekki að af öllum hliðum og það eru nokkrir staðir þar sem er að brenn. Við tökum þá bara svona jafnt og þétt og reynum að halda í skefjum. Við náum ekki að slökkva þá alla og höldum svo áfram strax í fyrramálið aftur.“ Unnið verði eitthvað fram eftir kvöldi. Þurfa að finna leiðir inn í bæinn Einar Sveinn segir erfitt að horfa upp á það að aðalvegurinn til og frá Grindavík sé nú þakinn þykku hrauni. Grindavíkurvegur er illfær þessa dagana.Vísir „Þetta verður ekki opnað í bráð þannig að það þarf að fara aðeins aftar í stafrófið, finna trikk til að opna þessar leiðir.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Slökkvilið Tengdar fréttir Telur að lokast hafi fyrir gíginn að hluta Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur telur að lokast hafi tímabundið fyrir flæði úr sunnanverðum gígnum á Sundhnúksgígaröðinni í dag, með þeim afleiðingum að hraunrennsli breyttist. 8. júní 2024 20:18 Áhlaupinu lokið en annað ekki útilokað Í nótt, aðfaranótt laugardags, tók að auka á hraunstreymið norður fyrir Sýlingarfell og klukkan hálf ellefu í morgun náði hrauntungan veginum rétt norðan við varnargarðinn. Álykta má að áhlaupinu sé lokið en búast má við að það mjatlist eitthvað áfram. 8. júní 2024 15:54 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Síðustu daga hefur hraun runnið hægt norðan við og meðfram Sýlingarfelli í átt að Grindavíkurvegi. Í tilkynningu frá Veðurstofunnui sagði að í morgun hafi framskriðið aukist og ljóst væri að hraunstraumurinn renni ákveðið í átt að Grindavíkurvegi norðan varnargarða við Svartsengi. Hraun rann að og yfir Grindavíkurveg á ellefta tímanum í morgun. Fréttamaður skellti sér á vettvang og lýsti því sem fyrir augu bar í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Ekki tímabært að ræða breytingar á varnargörðum Þá var rætt við Jón Hauk Steingrímsson, verkfræðing hjá Eflu sem hefur unnið að gerð varnargarðanna við Grindavík og í Svartsengi. Jón Haukur hefur unnið að gerð varnargarðanna frá upphafi.Vísir/Rúnar „Það er náttúrlega verið að fylgjast með þessari stöðu hérna núna og það sem er kannski langlíklegast er að þetta sé að tæma úr sér og við sjáum að tjörnin hérna fyrir ofan, hún er orðin hálftóm. Það þýðir að sá massi er þá kominn af stað og hann stoppar þá væntanlega á næstu klukkutímum. Svo er það bara þróunin næstu daga, hvort þetta verði þá eitthvað viðvarandi streymi eftir þessari hrauntröð þarna niður eftir eða hvort það byrji bara sami ferill aftur, að það byrji aftur að hlaðast í tjörnina upp frá og hún hnígi svo nokkrum dögum seinna,“ segir hann. Þess vegna sé ekki tímabært að ræða breytingar á varnargörðunum. „Um leið og eitthvað svona gerist þá byrja allir að hugsa og pæla og gera. En það eru svo sem engar ákvarðanir eða neitt svoleiðis komið. En það er verið að vinna nauðsynlega bakvinnu í greiningu. Greina hvað er hægt að gera í stöðunni áður en farið er eitthvað lengra með málið.“ Gróðureldar óheppilegur fylgikvilli Einar Sveinn Jónsson, slökkviliðsstjóri í Grindavík, var á vettvangi í kvöld ásamt öðrum slökkviliðsmönnum, sem unnu hörðum höndum að því að slökkva gróðurelda. Einar Sveinn vildi sennilega að jörð væri enn hvít í Svartsengi.Vísir/Arnar „Einn af fylgikvillum eldgosa eru gróðureldar. Við höfum verið að kljást við það undanfarna daga, það hefur nú ekki rignt mikið á Reykjanesinu og er ekki á næstu dögum. Þannig að við höfum verið að kljást við gróðurelda allan hringinn í kringum gosið.“ Í morgun hafi hraunmolar komist yfir varnargarð í Svartsengi og kveikt í mosa innan garðsins. Slökkviliðsmenn hafi strax hafist handa við að rjúfa jarðveginn með gröfum til þess að fyrirbyggja að eldurinn dreifði úr sér. Það hefur ekki verið hægt alls staðar. „Við komumst ekki að af öllum hliðum og það eru nokkrir staðir þar sem er að brenn. Við tökum þá bara svona jafnt og þétt og reynum að halda í skefjum. Við náum ekki að slökkva þá alla og höldum svo áfram strax í fyrramálið aftur.“ Unnið verði eitthvað fram eftir kvöldi. Þurfa að finna leiðir inn í bæinn Einar Sveinn segir erfitt að horfa upp á það að aðalvegurinn til og frá Grindavík sé nú þakinn þykku hrauni. Grindavíkurvegur er illfær þessa dagana.Vísir „Þetta verður ekki opnað í bráð þannig að það þarf að fara aðeins aftar í stafrófið, finna trikk til að opna þessar leiðir.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Slökkvilið Tengdar fréttir Telur að lokast hafi fyrir gíginn að hluta Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur telur að lokast hafi tímabundið fyrir flæði úr sunnanverðum gígnum á Sundhnúksgígaröðinni í dag, með þeim afleiðingum að hraunrennsli breyttist. 8. júní 2024 20:18 Áhlaupinu lokið en annað ekki útilokað Í nótt, aðfaranótt laugardags, tók að auka á hraunstreymið norður fyrir Sýlingarfell og klukkan hálf ellefu í morgun náði hrauntungan veginum rétt norðan við varnargarðinn. Álykta má að áhlaupinu sé lokið en búast má við að það mjatlist eitthvað áfram. 8. júní 2024 15:54 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Telur að lokast hafi fyrir gíginn að hluta Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur telur að lokast hafi tímabundið fyrir flæði úr sunnanverðum gígnum á Sundhnúksgígaröðinni í dag, með þeim afleiðingum að hraunrennsli breyttist. 8. júní 2024 20:18
Áhlaupinu lokið en annað ekki útilokað Í nótt, aðfaranótt laugardags, tók að auka á hraunstreymið norður fyrir Sýlingarfell og klukkan hálf ellefu í morgun náði hrauntungan veginum rétt norðan við varnargarðinn. Álykta má að áhlaupinu sé lokið en búast má við að það mjatlist eitthvað áfram. 8. júní 2024 15:54