Reglur um samskipti við fjölmiðla ekki tilraun til þöggunar Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 10. júní 2024 15:00 Andri Ólafsson samskiptastjóri segir nýjar reglur um samskipti starfsfólks við fjölmiðla ekki vera tilraun til þöggunar. Aðsend Theódór Skúli Sigurðsson, formaður Félags sjúkrahúslækna gerir athugasemdir við nýjar reglur um samskipti starfsmanna Landspítalans við fjölmiðla. Andri Ólafsson, samskiptastjóri Landspítalans, vísar athugasemdum hans á bug og segir reglurnar löngu tímabærar. Tilgangurinn með þeim sé að skýra verklag á mikilvægu starfssviði Landspítalans, nefnilega upplýsingagjöf. Theódór birti reglurnar á síðu sinni á Facebook í gær og ýjar að því að þær jaðri við tilraun til þöggunar. Með færslunni fylgdi mynd af honum þar sem krotað var yfir munninn til að líkjast einhvers konar múlbandi. Hann segist hvetja lækna til þess að tjá sig sem fyrr um fagleg málefni er varða öryggi og hagsmuni sjúklinga og heilbrigðisstarfsmanna. Reglurnar kveða á um að starfsfólk Landspítala megi koma fram undir merkjum Landspítala þegar það ræðir opinberlega um störf sín á spítalanum en að sé það til viðtals vegna annarra starfa eða af öðrum ástæðum sé það ekki heimilt nema með leyfi samskiptateymisins. Þá er einnig mælst til þess að starfsfólk tjái sig ekki með beinum hætti um málefni spítalans eða einstakra starfseininga hans nema í samráði við næsta yfirmann eða, eftir atviku, við samskiptateymi. Þá er átt við málefni eins og aðbúnað, rekstur, mönnun og fleira slíkt. Hvetur starfsfólk til að taka þátt í umræðu Andri segir þó ekkert í nýju reglunum takmarka tjáningafrelsi lækna né annarra starfsmanna heldur hvetji Landspítalinn beinlínis starfsfólk til að taka virkan þátt í opinberri umræðu. Hins vegar sé nauðsynlegt að skýr rammi sé utan um samskipti starfsfólks við fjölmiðla, fyrst og fremst til að auðvelda því lífið. „Á hverri viku veitir starfsfólk spítalans nokkra tugi viðtala í fjölmiðlum. Þær upplýsingar sem við veitum til fjölmiðla eru svo gríðarlega miklar að það er hálfævintýralegt. Það er fullkomlega eðlilegt að það sé einhvers konar rammi utan um öll þessi samskipti. Þessi rammi snýst bara um það að fólk beri saman bækur áður en það tjái sig opinberlega, til að það sé örugglega með réttar upplýsingar og sé ekki með úreltar upplýsingar. Þetta snýst ekki um annað en það,“ segir Andri í samtali við fréttastofu. Andri segir umfang fjölmiðlasamskipta á Landspítalanum meira en gengur og gerist hjá íslenskum stofnunum og fyrirtækjum og að starfsfólk spítalans veiti gríðarlega mörg viðtöl. „Fólk hefur verið að tjá sig mjög réttilega og fengið athugasemdir við eitthvað sem var fullkomlega réttlætanlegt að tjá sig um. Stundum hefur fólk svo verið að tjá sig án þess að hafa réttar upplýsingar,“ segir Andri. Víðtækt samráð við gerð reglanna Hann segir reglurnar hafa verið í undirbúningi í meira en ár og að víðtækt samráð hafi verið við starfsfólk spítalans í gegnum allt ferlið. Því skjóti þessar athugasemdir Theódórs skökku við. „Það var mjög víðtækt samráð um þessar leiðbeiningar. Allt starfsfólk fékk þessar leiðbeiningar kynntar og þá gátu allir kynnt sér efni leiðbeininganna fyrirfram. Þetta er búið að vera meira en ár í undirbúningi og í rauninni orðið löngu tímabært,“ segir Andri. „Ef koma fram einhverjar ábendingar um að eitthvað mætti betur fara í þessum leiðbeiningum þá er alveg sjálfsagt að skoða það, endurskoða og uppfæra. Við munum skoða allar ábendingar með opnum hug,“ segir Andri að lokum. Ekki náðist í Theódór Skúla Sigurðsson við vinnslu fréttarinnar. Landspítalinn Fjölmiðlar Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira
Theódór birti reglurnar á síðu sinni á Facebook í gær og ýjar að því að þær jaðri við tilraun til þöggunar. Með færslunni fylgdi mynd af honum þar sem krotað var yfir munninn til að líkjast einhvers konar múlbandi. Hann segist hvetja lækna til þess að tjá sig sem fyrr um fagleg málefni er varða öryggi og hagsmuni sjúklinga og heilbrigðisstarfsmanna. Reglurnar kveða á um að starfsfólk Landspítala megi koma fram undir merkjum Landspítala þegar það ræðir opinberlega um störf sín á spítalanum en að sé það til viðtals vegna annarra starfa eða af öðrum ástæðum sé það ekki heimilt nema með leyfi samskiptateymisins. Þá er einnig mælst til þess að starfsfólk tjái sig ekki með beinum hætti um málefni spítalans eða einstakra starfseininga hans nema í samráði við næsta yfirmann eða, eftir atviku, við samskiptateymi. Þá er átt við málefni eins og aðbúnað, rekstur, mönnun og fleira slíkt. Hvetur starfsfólk til að taka þátt í umræðu Andri segir þó ekkert í nýju reglunum takmarka tjáningafrelsi lækna né annarra starfsmanna heldur hvetji Landspítalinn beinlínis starfsfólk til að taka virkan þátt í opinberri umræðu. Hins vegar sé nauðsynlegt að skýr rammi sé utan um samskipti starfsfólks við fjölmiðla, fyrst og fremst til að auðvelda því lífið. „Á hverri viku veitir starfsfólk spítalans nokkra tugi viðtala í fjölmiðlum. Þær upplýsingar sem við veitum til fjölmiðla eru svo gríðarlega miklar að það er hálfævintýralegt. Það er fullkomlega eðlilegt að það sé einhvers konar rammi utan um öll þessi samskipti. Þessi rammi snýst bara um það að fólk beri saman bækur áður en það tjái sig opinberlega, til að það sé örugglega með réttar upplýsingar og sé ekki með úreltar upplýsingar. Þetta snýst ekki um annað en það,“ segir Andri í samtali við fréttastofu. Andri segir umfang fjölmiðlasamskipta á Landspítalanum meira en gengur og gerist hjá íslenskum stofnunum og fyrirtækjum og að starfsfólk spítalans veiti gríðarlega mörg viðtöl. „Fólk hefur verið að tjá sig mjög réttilega og fengið athugasemdir við eitthvað sem var fullkomlega réttlætanlegt að tjá sig um. Stundum hefur fólk svo verið að tjá sig án þess að hafa réttar upplýsingar,“ segir Andri. Víðtækt samráð við gerð reglanna Hann segir reglurnar hafa verið í undirbúningi í meira en ár og að víðtækt samráð hafi verið við starfsfólk spítalans í gegnum allt ferlið. Því skjóti þessar athugasemdir Theódórs skökku við. „Það var mjög víðtækt samráð um þessar leiðbeiningar. Allt starfsfólk fékk þessar leiðbeiningar kynntar og þá gátu allir kynnt sér efni leiðbeininganna fyrirfram. Þetta er búið að vera meira en ár í undirbúningi og í rauninni orðið löngu tímabært,“ segir Andri. „Ef koma fram einhverjar ábendingar um að eitthvað mætti betur fara í þessum leiðbeiningum þá er alveg sjálfsagt að skoða það, endurskoða og uppfæra. Við munum skoða allar ábendingar með opnum hug,“ segir Andri að lokum. Ekki náðist í Theódór Skúla Sigurðsson við vinnslu fréttarinnar.
Landspítalinn Fjölmiðlar Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira