Þetta kemur fram í fundargerð bæjarstjórnar frá 29. maí síðastliðnum.
Nöfnin sem koma til greina eru eftirfarandi: Barðsbyggð, Kópsbyggð, Látrabyggð, Suðurfjarðabyggð, Tálknabyggð og Vesturbyggð.
Samþykkt var að unnin yrði skoðanakönnun meðal íbúa um nafn á sveitarfélagið nýja þar sem kosið yrði á milli nafnanna. Örnefnanefnd lagði einnig til nafnið Látrabjargsbyggð en ákveðið var að undanskilja það.
Könnunin kemur til með að fara fram í gegnum vefinn betraisland.is og verða niðurstöðurnar notaðar til hliðsjónar við ákvörðun bæjarstjórnar um nafn á sveitarfélagið.