Lífið

Andrea Róberts keypti ein­býli sem þarfnast ástar

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Andrea Róberts hefur gert upp fjölmargar fasteignir í gegnum tíðina á glæsilegan máta.
Andrea Róberts hefur gert upp fjölmargar fasteignir í gegnum tíðina á glæsilegan máta.

Andrea Róbertsdóttir, framkvæmdastjóri hjá FKA, og eiginmaður hennar Jón Þór Eyþórs­son fram­kvæmda­stjóri hafa fest kaup á ein­býl­is­húsi við Dalsbyggð 15 í Garðabæ. Hjónin greiddu 141 milljónir fyrir húsið.

Húsið var byggt árið 1978 og teiknað af Kjartani Sveinssyni. Eignin telur 242 fermetra og er á tveimur hæðum. Húsið er í sinni upprunalegu mynd að innan og býður framkvæmdaglöðum upp á mikla möguleika. 

Andrea hefur í gegnum tíðina gert upp fjölda fasteigna á einstakan máta og nú síðast einbýlishús við Tjarnarflöt í Garðabæ sem þau hjónin settu á sölu í byrjun árs. Ásett verð var 179.000.000 kr. en seldist á 169.500.000 kr.

„Þið sem mig þekkja vitið að það er ávallt mikil framkvæmdagleði í gangi og umframorka í stórum skömmtum - og það virðist ekkert vera að minnka með árunum. Þannig að þetta gæti verið upphafið á einhverju nýju ef fólk sýnir þessari glæsilegu eign áhuga næstu daga. Þá erum við geim – svo einfalt er það,“ skrifaði Andrea um söluna á húsinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×