Óttast um öryggi barna á leiðinni á golfvöllinn Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 13. júní 2024 21:00 Sigurjón Friðbjörn Björnsson býr í Kinnagötu í Urriðaholti í Garðabæ og stunda börn hans golf hjá Golfklúbbnum Oddi. Hann segist óttast um öryggi þeirra á leiðinni. Vísir/Arnar Íbúar í Urriðaholti óttast um öryggi barna sem fara gangandi á sumarnámskeið hjá golfklúbbi í hverfinu. Einn þeirra segir ökumenn aka á miklum hraða í blindbeygju án þess að slá af. Bregðast þurfi við sem fyrst. Víða streyma börn nú á sumarnámskeið. Í Urriðaholtinu í Garðabæ fara mörg barnanna daglega á golfnámskeiði hjá Golfklúbbnum Oddi. Á milli íbúðarhúsanna í hverfinu og golfklúbbsins liggur Flóttamannaleið eða Elliðavatnsvegur sem börnin þurfa að ganga yfir til að komast á golfvöllinn. Umferð um veginn er mikil og hvorki undirgöng né gangbraut. Þetta veldur íbúum miklum áhyggjum. Sigurjón Friðbjörn Björnsson er einn þeirra sem hefur áhyggjur af öryggi barna sinna. „Ég allavega get ekki með góðri samvisku sent börnin mín hérna ein yfir þó þau séu orðin stálpuð.“ Hann segir marga ökumenn vera á níutíu kílómetra hraða þegar þeir aka þarna um. „Það er held ég mjög algengt að það séu slys hérna. Þessi vegur er erfiður og hann er orðinn illa farinn á mörgum stöðum en það virðist samt ekki draga úr hraðanum hjá ökumönnum.“ Íbúar hafa margir haft samband við bæjaryfirvöld og óskað eftir úrbótum. Í dag voru sett upp sérstök skilti til að minna á börn séu þarna ferð. Þá var hámarkshraði lækkaður úr fimmtíu og þrjátíu á ákveðnu svæði. Sigurjón vill að gengið verði lengra. „Við viljum bara sjá helst undirgöng hérna. Okkur myndi finnast það kannski öruggast og kannski eðlilegast. Ekki bara fyrir börnin heldur líka fyrir golfara sem eru að labba hérna yfir með golfsettin sín og svoleiðis. Ef að það er örugglega langt í það þá er hægt að setja svona kubbahindranir hérna sem að við þekkjum rosalega vel úr hverfinu hérna. Það er ekki flókið að setja niður einhverjar kubbahraðahindranir sem að þú getur síðan tekið upp þegar varanleg lausn er komin. Mér sýnist þeir strax vera búnir að svara einhverju kalli hérna. Þannig að betur má ef duga skal.“ Garðabær Börn og uppeldi Slysavarnir Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Kölluð til vegna vasaþjófa í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Víða streyma börn nú á sumarnámskeið. Í Urriðaholtinu í Garðabæ fara mörg barnanna daglega á golfnámskeiði hjá Golfklúbbnum Oddi. Á milli íbúðarhúsanna í hverfinu og golfklúbbsins liggur Flóttamannaleið eða Elliðavatnsvegur sem börnin þurfa að ganga yfir til að komast á golfvöllinn. Umferð um veginn er mikil og hvorki undirgöng né gangbraut. Þetta veldur íbúum miklum áhyggjum. Sigurjón Friðbjörn Björnsson er einn þeirra sem hefur áhyggjur af öryggi barna sinna. „Ég allavega get ekki með góðri samvisku sent börnin mín hérna ein yfir þó þau séu orðin stálpuð.“ Hann segir marga ökumenn vera á níutíu kílómetra hraða þegar þeir aka þarna um. „Það er held ég mjög algengt að það séu slys hérna. Þessi vegur er erfiður og hann er orðinn illa farinn á mörgum stöðum en það virðist samt ekki draga úr hraðanum hjá ökumönnum.“ Íbúar hafa margir haft samband við bæjaryfirvöld og óskað eftir úrbótum. Í dag voru sett upp sérstök skilti til að minna á börn séu þarna ferð. Þá var hámarkshraði lækkaður úr fimmtíu og þrjátíu á ákveðnu svæði. Sigurjón vill að gengið verði lengra. „Við viljum bara sjá helst undirgöng hérna. Okkur myndi finnast það kannski öruggast og kannski eðlilegast. Ekki bara fyrir börnin heldur líka fyrir golfara sem eru að labba hérna yfir með golfsettin sín og svoleiðis. Ef að það er örugglega langt í það þá er hægt að setja svona kubbahindranir hérna sem að við þekkjum rosalega vel úr hverfinu hérna. Það er ekki flókið að setja niður einhverjar kubbahraðahindranir sem að þú getur síðan tekið upp þegar varanleg lausn er komin. Mér sýnist þeir strax vera búnir að svara einhverju kalli hérna. Þannig að betur má ef duga skal.“
Garðabær Börn og uppeldi Slysavarnir Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Kölluð til vegna vasaþjófa í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira