Sælkerasveppir ræktaðir í gróðrarstöð í Mosfellsdal Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 16. júní 2024 20:05 Magnús Magnússon, svepparæktandi í Dalsgarði, sem segir sveppi vera mat framtíðarinnar. Magnús Hlynur Hreiðarsson Athyglisverð tilraunaræktun á sveppum fer nú fram í gróðrarstöð í Mosfellsdal en um er að ræða sælkerasveppi, sem miklar vonir eru bundnar við að eigi eftir að slá í gegn hjá neytendum. Hér erum við að tala um gróðrarstöðina Dalsgarð i í Mossfesbæ í Mosfellsdalnum, sem hefur hafið ræktun á sælkerasveppum í 15 gámum, sem lofa góðu. Maðurinn á bak við ræktunina er Magnús Magnússon, sem er allra manna fróðastur um svepparæktun. „Eftir að ég set þá í pokann þá hengi ég þá hér upp í 23 stiga hita í svona hálfan mánuð til þrjár vikur og þá eru þeir orðnir alveg þroskaðir. Þegar þessi poki er orðinn alveg hvítur þá tökum við hann í næsta gám og skerum á hann göt fyrir sveppina til að koma út. Sveppirnir stækka um sjálfan sig á sólarhring,” segir Magnús og bætir við. „Þetta er matur framtíðarinnar, ekkert land tekið, 15 lítrar af vatni til að framleiða kíló af sveppum og eingöngu notað hráefni, sem engin annar notar, umhverfisvænna getur það ekki verið, engin eiturefni, ekkert, bara úrvals matur.” Magnús segir að sveppir séu með því hollasta og besta, sem fólk fær þegar matur er annars vegar. „Þetta eru tíu tegundir, sem við ætlum að vera með. Ég hef alla tíð bara reynt að gera það sem er gott,” bætir Magnús við. Sælkerasveppirnir eru ræktaðir í 15 gámum í gróðrarstöðinni Dalsgarði í Mosfellsdal.Magnús Hlynur Hreiðarsson Magnús er með lærling hjá sér enda segist hann sjálfur vera orðinn gamall og lúinn. En hvenær geta neytendur farið að kaupa nýju sveppina? „Það er bara núna strax í sumar og svo bara enn þá meira eftir því sem líður á. Ég held að þetta eigi eftir að taka svolítin tíma að komast inn á markaðinn en ef við höldum áfram að gera þetta að alvöru þá kemur að því,” segir Arnór Þrastarson, starfsmaður í Dalsgarði. Sveppirnir eru í allskonar litum, til dæmis bleikir, rauðir og bláir. „Núna eru þeir með blágráan keim þannig að það verður skemmtilegt að fá fleiri liti inn,” bætir Arnór við. Arnór Þrastarson, starfsmaður í Dalsgarði, sem er að læra allt í ræktun sveppa hjá Magnúsi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Mosfellsbær Landbúnaður Sveppir Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Fleiri fréttir Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögboðinni skyldi Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Sjá meira
Hér erum við að tala um gróðrarstöðina Dalsgarð i í Mossfesbæ í Mosfellsdalnum, sem hefur hafið ræktun á sælkerasveppum í 15 gámum, sem lofa góðu. Maðurinn á bak við ræktunina er Magnús Magnússon, sem er allra manna fróðastur um svepparæktun. „Eftir að ég set þá í pokann þá hengi ég þá hér upp í 23 stiga hita í svona hálfan mánuð til þrjár vikur og þá eru þeir orðnir alveg þroskaðir. Þegar þessi poki er orðinn alveg hvítur þá tökum við hann í næsta gám og skerum á hann göt fyrir sveppina til að koma út. Sveppirnir stækka um sjálfan sig á sólarhring,” segir Magnús og bætir við. „Þetta er matur framtíðarinnar, ekkert land tekið, 15 lítrar af vatni til að framleiða kíló af sveppum og eingöngu notað hráefni, sem engin annar notar, umhverfisvænna getur það ekki verið, engin eiturefni, ekkert, bara úrvals matur.” Magnús segir að sveppir séu með því hollasta og besta, sem fólk fær þegar matur er annars vegar. „Þetta eru tíu tegundir, sem við ætlum að vera með. Ég hef alla tíð bara reynt að gera það sem er gott,” bætir Magnús við. Sælkerasveppirnir eru ræktaðir í 15 gámum í gróðrarstöðinni Dalsgarði í Mosfellsdal.Magnús Hlynur Hreiðarsson Magnús er með lærling hjá sér enda segist hann sjálfur vera orðinn gamall og lúinn. En hvenær geta neytendur farið að kaupa nýju sveppina? „Það er bara núna strax í sumar og svo bara enn þá meira eftir því sem líður á. Ég held að þetta eigi eftir að taka svolítin tíma að komast inn á markaðinn en ef við höldum áfram að gera þetta að alvöru þá kemur að því,” segir Arnór Þrastarson, starfsmaður í Dalsgarði. Sveppirnir eru í allskonar litum, til dæmis bleikir, rauðir og bláir. „Núna eru þeir með blágráan keim þannig að það verður skemmtilegt að fá fleiri liti inn,” bætir Arnór við. Arnór Þrastarson, starfsmaður í Dalsgarði, sem er að læra allt í ræktun sveppa hjá Magnúsi.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Mosfellsbær Landbúnaður Sveppir Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Fleiri fréttir Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögboðinni skyldi Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Sjá meira