Efast um að ráðherrar nái fram markmiði sínu Bjarki Sigurðsson skrifar 15. júní 2024 12:12 Finnur Ricart Andrason er formaður Ungra umhverfissinna. Vísir/Arnar Formaður Ungra umhverfissinna segir ýmislegt við boðaðar aðgerðir stjórnvalda í loftslagsmálum skjóta skökku við. Ráðherra hafi meðal annars farið með rangt mál þegar aðgerðirnar voru kynntar í gær. Í gær kynntu fjórir ráðherrar hundrað og fimmtíu aðgerðir í nýrri áætlun í loftslagsmálum. Með aðgerðunum er vonast til þess að Ísland nái allt að 45 prósenta samdrætti í samfélagslosun til ársins 2030. Finnur Ricart Andrason, formaður Ungra umhverfissinna, fagnar því að nýjar aðgerðir hafi litið dagsins ljós. Hins vegar sé margt í pakkanum sem mætti betur fara. „Í fyrsta lagi þá er ljóst að það er verið að draga úr fjármagni til loftslagsaðgerða. Þetta kemur skýrt fram í núverandi fjármálaáætlun og fjárlögum. Það að það sé verið að fjölga aðgerðum úr 48 í 150 en draga úr fjármagni samhliða, það er ekki endilega til þess fallið að auka trúverðugleika á því að þau muni standa við þessa áætlun,“ segir Finnur. Þá samræmist samdráttarmarkmið stjórnvalda ekki skuldbindingum til Evrópusambandsins. „Áætlanirnar í fortíðinni hafa einnig verið með tölusettan samdrátt, sem búist var við að aðgerðirnar myndu ná en við sjáum það að heildarlosun Íslands stendur nánast í stað síðustu ár,“ segir Finnur. Hann segir Guðlaug Þór Þórðarson, umhverfis- og loftslagsráðherra, hafa farið með rangt mál þegar hann ræddi um losun vegna landnotkunar í gær. „Ráðherra sagði að losun frá landnotkun á Íslandi væri ekki af mannavöldum heldur náttúruleg. Þetta er bara rangt frá honum. Þetta er losun sem kemur fram í losunarbókhaldi Íslands. Það eru Umhverfisstofnun og Land og skógur sem sjá um þetta bókhald. Losunin sem fellur undir þennan flokk, landnotkun, hún er af mannavöldum og er lang mesta losunin af allri losun á landinu. Svona tveir þriðju um það bil,“ segir Finnur. Umhverfismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Loftslagsmál Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Sjá meira
Í gær kynntu fjórir ráðherrar hundrað og fimmtíu aðgerðir í nýrri áætlun í loftslagsmálum. Með aðgerðunum er vonast til þess að Ísland nái allt að 45 prósenta samdrætti í samfélagslosun til ársins 2030. Finnur Ricart Andrason, formaður Ungra umhverfissinna, fagnar því að nýjar aðgerðir hafi litið dagsins ljós. Hins vegar sé margt í pakkanum sem mætti betur fara. „Í fyrsta lagi þá er ljóst að það er verið að draga úr fjármagni til loftslagsaðgerða. Þetta kemur skýrt fram í núverandi fjármálaáætlun og fjárlögum. Það að það sé verið að fjölga aðgerðum úr 48 í 150 en draga úr fjármagni samhliða, það er ekki endilega til þess fallið að auka trúverðugleika á því að þau muni standa við þessa áætlun,“ segir Finnur. Þá samræmist samdráttarmarkmið stjórnvalda ekki skuldbindingum til Evrópusambandsins. „Áætlanirnar í fortíðinni hafa einnig verið með tölusettan samdrátt, sem búist var við að aðgerðirnar myndu ná en við sjáum það að heildarlosun Íslands stendur nánast í stað síðustu ár,“ segir Finnur. Hann segir Guðlaug Þór Þórðarson, umhverfis- og loftslagsráðherra, hafa farið með rangt mál þegar hann ræddi um losun vegna landnotkunar í gær. „Ráðherra sagði að losun frá landnotkun á Íslandi væri ekki af mannavöldum heldur náttúruleg. Þetta er bara rangt frá honum. Þetta er losun sem kemur fram í losunarbókhaldi Íslands. Það eru Umhverfisstofnun og Land og skógur sem sjá um þetta bókhald. Losunin sem fellur undir þennan flokk, landnotkun, hún er af mannavöldum og er lang mesta losunin af allri losun á landinu. Svona tveir þriðju um það bil,“ segir Finnur.
Umhverfismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Loftslagsmál Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Sjá meira