Íslenski boltinn

Sjáðu Öglu skora úr horni, sjálfs­mark sem bjargaði stigi og markaveislu Vals

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Blikarkonur hafa unnið alla leiki sína í Bestu deildinni í sumar.
Blikarkonur hafa unnið alla leiki sína í Bestu deildinni í sumar. Vísir/Diego

Áttunda umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta lauk í gær með þremur leikjum og í þeim voru skoruð tíu mörk. Nú er hægt að sjá þessi mörk hér inn á Vísi.

Toppliðin Breiðablik og Valur voru bæði í stuði og unnu sannfærandi sigra en Tindastóll og Víkingur urðu að sætta sig við jafntefli fyrir norðan.

Andrea Rut Bjarnadóttir, Agla María Albertsdóttir og Karitas Tómasdóttir skoruðu mörk Breiðabliks í 3-0 sigri á Þrótti. Mark Öglu Maríu kom beint úr hornspyrnu. Þetta var áttundi sigur Blikaliðsins í röð í Bestu deildinni í sumar.

Klippa: Mörkin úr leik Breiðabliks og Þróttar

Fjórar Valskonur voru á skotskónum í 4-1 sigri á Fylki. Ísabella Sara Tryggvadóttir, Amanda Andradóttir, Jasmín Erla Ingadóttir og Berglind Rós Ágústsdóttir skoruðu mörkin en Amanda átti einnig tvær stoðsendingar. Abigail Boyan minnkaði muninn úr vítaspyrnu.

Hafdís Bára Höskuldsdóttir kom Víkingum yfir á móti Tindastól á Sauðárkróki en heimakonur tryggðu sér stig eftir sjálfsmark Víkingskvenna undir lok leiks. Emma Steinsen Jónsdóttir, sem lagði upp markið fyrir Víking, varð þá fyrir því óláni að setja boltann í eigið mark.

Öll mörkin úr leikjunum þremur má sjá hér fyrir ofan og að neðan.

Klippa: Mörkin úr leik Fylkis og Vals
Klippa: Mörkin úr leik Tindastóls og Víkings



Fleiri fréttir

Sjá meira


×