Stjórnarandstaðan sameinuð í örorkulífeyrismálinu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 19. júní 2024 11:21 Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar í velferðarnefnd Alþingis, er fyrsti flutningsmaður breytingartillögu stjórnarandstöðunnar. Hann segir málið í grunninn snúast um að enginn öryrki verði skilinn eftir. aðsend Fulltrúar allra stjórnarandstöðuflokka í velferðarnefnd Alþingis hafa lagt fram sameiginlegar breytingartillögur á örorkulífeyrisfrumvarpi Guðmundar Inga Guðbrandssonar, félags- og vinnumarkaðsráðherra. Stjórnarfrumvarp Guðmundar er án efa eitt af stærstu málum þingvetrarins enda snertir það lífsafkomu rúmlega 20 þúsund manns og breytingarnar á núverandi kerfi eru talsverðar, nái málið fram að ganga. Það er ekki á hverjum degi sem stjórnarandstöðuflokkarnir sameinast um mál enda eru þeir um margt ólíkir en nú hafa þeir lagt fram breytingartillögu þar sem meðal annars er lagt til að kjör þeirra öryrkja sem búa einir verði tryggð, að tryggt verði að enginn lækki beinlínis í tekjum og að betur verði gætt að sjálfsákvörðunarrétti öryrkja á vinnumarkaði. Guðmundur Ingi Guðbrandsson hefur sagt að umræddar breytingar séu langþráðar og að ákall hafi verið eftir því, svo árum skipti, að kerfinu yrði breytt og það bætt. Þingmenn Samfylkingarinnar og Flokks fólksins í velferðarnefnd hafa frá því frumvarpið var lagt fram gagnrýnt fjölmargt og sagst ekki munu hleypa málinu óbreyttu í gegnum þingið. Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, skrifaði þannig í grein á Vísi að frumvarpið þarfnist ítarlegra endurbóta og að það dugi skammt til að uppræta sárafátækt meðal örorkulífeyrisþega. Ekki megi setja fólk í niðurlægjandi stöðu Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, er fyrsti flutningsmaður breytingartillögu stjórnarandstöðunnar. Hann segir að málið, frá hans sjónarhóli, snúist um að enginn öryrki verði skilinn eftir. Hann segir að fólk með skerta starfsgetu sé sett í niðurlægjandi stöðu á vinnumarkaði með refsikenndum ákvæðum sem hljóti að ýta undir streitu og vanlíðan. Hann segir að þrátt fyrir að tekið hafi verið tillit til athugasemda séu enn mjög alvarlegir ágallar á málinu sem brýnt sé að lagfæra. „Og þá felst ákveðinn slagkraftur í því að stjórnarandstaðan sameinist um lágmarkskröfur – sem eru svo hófstilltar og í raun sjálfsagðar að við trúum ekki öðru en að meirihlutinn á Alþingi geti fallist á þær.“ Alls fimm tillögur að úrbótum Stjórnarandstaðan leggur til fimm breytingar á frumvarpi ráðherra og er áætlaður kostnaður við þær undir milljarði á ári. Í fyrsta lagi vill stjórnarandstaðan að hnykkt sé á því að enginn öryrki sem hefur þegar fengið örorkumat verði þvingaður í svokallað „samþætt sérfræðimat“. Í öðru lagi að Alþingi fái skýrslu um útfærslu á samþættu sérfræðingamati sem á að koma í stað örorkumats. Í þriðja lagi að fjárhæð heimilisuppbótar hækki svo tryggt verði að enginn öryrki verði skilinn eftir. Í fjórða lagi að öryrki í atvinnuleit fái aukið svigrúm til að leita sér að starfi við hæfi án þess að virknistyrkur falli niður og í síðasta lagi að skerðing á örorkulífeyri vegna fjármagnstekna maka verði afnumin. Samfylkingin Miðflokkurinn Píratar Viðreisn Flokkur fólksins Tengdar fréttir Fresta gildistöku kjarabóta til öryrkja til að slá á þenslu Ein af aðgerðum ríkisstjórnarinnar til að slá á þenslu í efnahagslífinu er að fresta gildistöku væntanlegra laga um gagngerar breytingar á örorkulífeyriskerfinu. Þetta sparar ríkissjóði um 10 milljarða á næsta ári. Varaformaður Öryrkjabandalagsins segir ljóst að ekki væri hægt að rekja þensluna til öryrkja. 17. apríl 2024 12:12 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Sjá meira
Stjórnarfrumvarp Guðmundar er án efa eitt af stærstu málum þingvetrarins enda snertir það lífsafkomu rúmlega 20 þúsund manns og breytingarnar á núverandi kerfi eru talsverðar, nái málið fram að ganga. Það er ekki á hverjum degi sem stjórnarandstöðuflokkarnir sameinast um mál enda eru þeir um margt ólíkir en nú hafa þeir lagt fram breytingartillögu þar sem meðal annars er lagt til að kjör þeirra öryrkja sem búa einir verði tryggð, að tryggt verði að enginn lækki beinlínis í tekjum og að betur verði gætt að sjálfsákvörðunarrétti öryrkja á vinnumarkaði. Guðmundur Ingi Guðbrandsson hefur sagt að umræddar breytingar séu langþráðar og að ákall hafi verið eftir því, svo árum skipti, að kerfinu yrði breytt og það bætt. Þingmenn Samfylkingarinnar og Flokks fólksins í velferðarnefnd hafa frá því frumvarpið var lagt fram gagnrýnt fjölmargt og sagst ekki munu hleypa málinu óbreyttu í gegnum þingið. Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, skrifaði þannig í grein á Vísi að frumvarpið þarfnist ítarlegra endurbóta og að það dugi skammt til að uppræta sárafátækt meðal örorkulífeyrisþega. Ekki megi setja fólk í niðurlægjandi stöðu Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, er fyrsti flutningsmaður breytingartillögu stjórnarandstöðunnar. Hann segir að málið, frá hans sjónarhóli, snúist um að enginn öryrki verði skilinn eftir. Hann segir að fólk með skerta starfsgetu sé sett í niðurlægjandi stöðu á vinnumarkaði með refsikenndum ákvæðum sem hljóti að ýta undir streitu og vanlíðan. Hann segir að þrátt fyrir að tekið hafi verið tillit til athugasemda séu enn mjög alvarlegir ágallar á málinu sem brýnt sé að lagfæra. „Og þá felst ákveðinn slagkraftur í því að stjórnarandstaðan sameinist um lágmarkskröfur – sem eru svo hófstilltar og í raun sjálfsagðar að við trúum ekki öðru en að meirihlutinn á Alþingi geti fallist á þær.“ Alls fimm tillögur að úrbótum Stjórnarandstaðan leggur til fimm breytingar á frumvarpi ráðherra og er áætlaður kostnaður við þær undir milljarði á ári. Í fyrsta lagi vill stjórnarandstaðan að hnykkt sé á því að enginn öryrki sem hefur þegar fengið örorkumat verði þvingaður í svokallað „samþætt sérfræðimat“. Í öðru lagi að Alþingi fái skýrslu um útfærslu á samþættu sérfræðingamati sem á að koma í stað örorkumats. Í þriðja lagi að fjárhæð heimilisuppbótar hækki svo tryggt verði að enginn öryrki verði skilinn eftir. Í fjórða lagi að öryrki í atvinnuleit fái aukið svigrúm til að leita sér að starfi við hæfi án þess að virknistyrkur falli niður og í síðasta lagi að skerðing á örorkulífeyri vegna fjármagnstekna maka verði afnumin.
Samfylkingin Miðflokkurinn Píratar Viðreisn Flokkur fólksins Tengdar fréttir Fresta gildistöku kjarabóta til öryrkja til að slá á þenslu Ein af aðgerðum ríkisstjórnarinnar til að slá á þenslu í efnahagslífinu er að fresta gildistöku væntanlegra laga um gagngerar breytingar á örorkulífeyriskerfinu. Þetta sparar ríkissjóði um 10 milljarða á næsta ári. Varaformaður Öryrkjabandalagsins segir ljóst að ekki væri hægt að rekja þensluna til öryrkja. 17. apríl 2024 12:12 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Sjá meira
Fresta gildistöku kjarabóta til öryrkja til að slá á þenslu Ein af aðgerðum ríkisstjórnarinnar til að slá á þenslu í efnahagslífinu er að fresta gildistöku væntanlegra laga um gagngerar breytingar á örorkulífeyriskerfinu. Þetta sparar ríkissjóði um 10 milljarða á næsta ári. Varaformaður Öryrkjabandalagsins segir ljóst að ekki væri hægt að rekja þensluna til öryrkja. 17. apríl 2024 12:12