Viðvarandi kuldaskeið á Austurlandi í sumar Jakob Bjarnar skrifar 20. júní 2024 08:32 Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir að kuldi sjávar sé nú mikill. Eitt og annað skýrir það en þessi kuldakafli gæti náð langt inn í sumarið. vísir/Stöð2 Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir sjóinn sjá til þess að halda Austurlandi við 4 gráðurnar og það gæti staðið langt inn í sumar. Einar ritar pistil sem hann birtir á Facebook-síðu sinni en þar veltir hann fyrir sér hitastigi á Austurlandi. Kuldinn þar skýrist að verulegu leyti af sjávarkulda sem hefur aðeins lítillega hlýnað fyrir austan í vor. Einar birtir þessa kuldalegu veðurkortamynd með pistli sínum. „Sjávarhitinn ekki nema 3 til 4 stig og frávikin eru 1 til 2 stig miðað við árstímann. Þessi kalda tunga tengist hafstraumi úr norðvestri og kallast Austur-Íslandsstraumur. Sjáum á frávikakorti ECMWF að rót þessarar tungu er í kalda pólsjónum í Austur-Grænlandsstraumnum. Á leið sinni að Melrakkasléttu og Langanesi blandast hann eitthvað heldur hlýrri og saltari sjó sem er úti fyrir Norðurlandi,“ segir Einar. Hiti, eða öllu heldur kuldi, hefur vitaskuld veruleg áhrif á lofthita austanlands. Það sést meðal annars á mælingum á Kambanesi sunnan Stöðvafjarðar. „Þar hefur hitinn haldast nokkuð stöðugur í 4°C frá því 17. júní. Svipað á Dalatanga. Fyrir austan koma því hlýir dagar á næstunni aðeins þegar sunnan og suðvestanáttin verður það ákveðin að hún nái að bægja kalda loftinu yfir sjónum úti fyrir frá. En austan- og norðaustanátt eru vissulega algengustu vindáttirnar.“ Kuldi sjávar megi rekja til meiri hafíss og útbreiðslu pólsjávar djúpt norður af landinu. Einar segir reynsluna sýna að kuldinn í sjónum gæti orðið viðvarandi á Austurlandi í allt sumar. Veður Mest lesið Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Erlent Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Innlent Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Erlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Fleiri fréttir Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Sjá meira
Einar ritar pistil sem hann birtir á Facebook-síðu sinni en þar veltir hann fyrir sér hitastigi á Austurlandi. Kuldinn þar skýrist að verulegu leyti af sjávarkulda sem hefur aðeins lítillega hlýnað fyrir austan í vor. Einar birtir þessa kuldalegu veðurkortamynd með pistli sínum. „Sjávarhitinn ekki nema 3 til 4 stig og frávikin eru 1 til 2 stig miðað við árstímann. Þessi kalda tunga tengist hafstraumi úr norðvestri og kallast Austur-Íslandsstraumur. Sjáum á frávikakorti ECMWF að rót þessarar tungu er í kalda pólsjónum í Austur-Grænlandsstraumnum. Á leið sinni að Melrakkasléttu og Langanesi blandast hann eitthvað heldur hlýrri og saltari sjó sem er úti fyrir Norðurlandi,“ segir Einar. Hiti, eða öllu heldur kuldi, hefur vitaskuld veruleg áhrif á lofthita austanlands. Það sést meðal annars á mælingum á Kambanesi sunnan Stöðvafjarðar. „Þar hefur hitinn haldast nokkuð stöðugur í 4°C frá því 17. júní. Svipað á Dalatanga. Fyrir austan koma því hlýir dagar á næstunni aðeins þegar sunnan og suðvestanáttin verður það ákveðin að hún nái að bægja kalda loftinu yfir sjónum úti fyrir frá. En austan- og norðaustanátt eru vissulega algengustu vindáttirnar.“ Kuldi sjávar megi rekja til meiri hafíss og útbreiðslu pólsjávar djúpt norður af landinu. Einar segir reynsluna sýna að kuldinn í sjónum gæti orðið viðvarandi á Austurlandi í allt sumar.
Veður Mest lesið Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Erlent Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Innlent Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Erlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Fleiri fréttir Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Sjá meira