Deila lykilorðunum í öryggisskyni og til að viðhalda „streaks“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. júní 2024 12:42 Foreldrar virðast fylgjast betur með samfélagsmiðlanotkun dætra sinna en sona. Getty Þriðjungur barna í 4. til 7. bekk segja foreldra sína fylgjast með samfélagsmiðlanotkun þeirra. Foreldrar stúlkna eru duglegri við eftirlitið en foreldrar drengja en með hækkandi aldri dregur úr árvekninni. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu um öryggi grunn- og framhaldsskólanema á internetinu en um er að ræða þriðja hluta af sex. Skýrslan byggir á niðurstöðum könnunarinnar Börn og netmiðlar sem Menntavísindastofnun gerði fyrir Fjölmiðlanefnd seint á haustmisseri 2023. Nemendur 53 grunnskóla og 25 framhaldsskóla tóku þátt í könnuninni. Samkvæmt fréttatilkynningu eru stúlkur líklegri en drengir til að hafa deilt lykilorði sínu að samfélagsmiðlum með vini. Um fjórðungur framhaldsskólanema segist vita lykilorð vina sinna en hlutfallið er sextán prósent í 4. til 7. bekk. Algengast var að ungmennin deildu lykilorðum sínum í öryggisskyni en þá sögðust þau einnig hafa gert það ef þau skyldu þurfa aðstoð með eitthvað. Nokkur fjöldi svarenda sagðist hafa gert það til að viðhalda „streak“ á Snapchat á meðan þeir færu í ferðalag. Um það bil fimmtungur svarenda á unglinga- og framhaldsskólastigi sögðust þekkja lykilorð foreldra sinna að App Store eða Google Play. Fjölmiðlanefnd Foreldrar birta myndir á samfélagsmiðlum í óþökk barnanna Könnunin leiddi í ljós að ungmennin voru mun líklegri til að hafa Snapchat færslur lokaðar en færslur á TikTok og Instagram. Tæpur helmingur notenda Snapchat og TikTok í 4. til 7. bekk sagðist hafa þurft að blokka einhvern . Um það bil tíu prósent sögðust samþykkja vinabeiðnir frá hverjum sem er og þeim fjölgar með aldri sem segjast jafnan samþykkja vinabeiðnir frá þeim sem eiga sameiginlega vini. Í könnuninni var spurt um leyfi foreldra til að nota samfélagsmiðla og í 4. til 7. bekk sögðust hlutfallslega flestir hafa fengið leyfi til að nota YouTube, um átta af hverjum tíu. Algengara er að krakkar í 8. til 10. bekk fái að nota aðra miðla; Facebook, Snapchat, TikTok og Instagram. Nemendurnir voru einnig spurðir um myndeildingar foreldra sinna á samfélagsmiðlum og virðast deilingarnar aukast með hækkandi aldri barnanna. Um helmingur sagði foreldrana ekki leita leyfis áður og um 25 prósent framhaldsskólanema sagðist ekki sáttur við myndbirtingarnar. Það vekur athygli að um 45 prósent nemenda á framhaldsskólastigi sögðust vera með eða hafa verið með falskan aðgang á samfélagsmiðlum. Algengast var að stofna slíkan aðgang til að gæta nafnleysis en margir nefndu einnig að þeir hefðu stofnað aðganginn til að fylgjast með öðrum. Sumir sögðust hafa stofnað nafnlausan aðgang til að birta myndir og myndskeið en forðast stríðni en aðrir nefndu að þeir hefðu stofnað reikninginn til að atast í vinum og skólafélögum. Skýrslan í heild. Samfélagsmiðlar Börn og uppeldi Netöryggi Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Sjá meira
Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu um öryggi grunn- og framhaldsskólanema á internetinu en um er að ræða þriðja hluta af sex. Skýrslan byggir á niðurstöðum könnunarinnar Börn og netmiðlar sem Menntavísindastofnun gerði fyrir Fjölmiðlanefnd seint á haustmisseri 2023. Nemendur 53 grunnskóla og 25 framhaldsskóla tóku þátt í könnuninni. Samkvæmt fréttatilkynningu eru stúlkur líklegri en drengir til að hafa deilt lykilorði sínu að samfélagsmiðlum með vini. Um fjórðungur framhaldsskólanema segist vita lykilorð vina sinna en hlutfallið er sextán prósent í 4. til 7. bekk. Algengast var að ungmennin deildu lykilorðum sínum í öryggisskyni en þá sögðust þau einnig hafa gert það ef þau skyldu þurfa aðstoð með eitthvað. Nokkur fjöldi svarenda sagðist hafa gert það til að viðhalda „streak“ á Snapchat á meðan þeir færu í ferðalag. Um það bil fimmtungur svarenda á unglinga- og framhaldsskólastigi sögðust þekkja lykilorð foreldra sinna að App Store eða Google Play. Fjölmiðlanefnd Foreldrar birta myndir á samfélagsmiðlum í óþökk barnanna Könnunin leiddi í ljós að ungmennin voru mun líklegri til að hafa Snapchat færslur lokaðar en færslur á TikTok og Instagram. Tæpur helmingur notenda Snapchat og TikTok í 4. til 7. bekk sagðist hafa þurft að blokka einhvern . Um það bil tíu prósent sögðust samþykkja vinabeiðnir frá hverjum sem er og þeim fjölgar með aldri sem segjast jafnan samþykkja vinabeiðnir frá þeim sem eiga sameiginlega vini. Í könnuninni var spurt um leyfi foreldra til að nota samfélagsmiðla og í 4. til 7. bekk sögðust hlutfallslega flestir hafa fengið leyfi til að nota YouTube, um átta af hverjum tíu. Algengara er að krakkar í 8. til 10. bekk fái að nota aðra miðla; Facebook, Snapchat, TikTok og Instagram. Nemendurnir voru einnig spurðir um myndeildingar foreldra sinna á samfélagsmiðlum og virðast deilingarnar aukast með hækkandi aldri barnanna. Um helmingur sagði foreldrana ekki leita leyfis áður og um 25 prósent framhaldsskólanema sagðist ekki sáttur við myndbirtingarnar. Það vekur athygli að um 45 prósent nemenda á framhaldsskólastigi sögðust vera með eða hafa verið með falskan aðgang á samfélagsmiðlum. Algengast var að stofna slíkan aðgang til að gæta nafnleysis en margir nefndu einnig að þeir hefðu stofnað aðganginn til að fylgjast með öðrum. Sumir sögðust hafa stofnað nafnlausan aðgang til að birta myndir og myndskeið en forðast stríðni en aðrir nefndu að þeir hefðu stofnað reikninginn til að atast í vinum og skólafélögum. Skýrslan í heild.
Samfélagsmiðlar Börn og uppeldi Netöryggi Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Sjá meira