Guðni forseti: Leiðinlegt að sjá fólk fjarstýra krökkunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. júní 2024 11:01 Herra Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, var mættur til að horfa á dóttur sína spila. Stöð 2 Sport Nú má sjá nýjasta þáttinn af Sumarmótunum hér á Vísi en að þessu sinni var TM mótið í Vestmannaeyjum heimsótt. Svava Kristín Grétarsdóttir var út í Eyjum, talaði við fótboltastelpurnar, foreldrana, umsjónarmenn mótsins og fékk stemmninguna beint í æð. TM mótið í Eyjum hefur verið haldið árlega í Vestmannaeyjum frá árinu 1990. Á mótinu keppir 5. flokkur kvenna í knattspyrnu og hafa margar af bestu knattspyrnukonum landsins tekið þátt í mótinu á sínum yngri árum. Klippa: Sumarmótin - TM mótið í Eyjum Herra Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, var mættur á mótið en þó ekki í opinberri heimsókn. „Nei ekki að þessu sinni. Ég er hérna sem foreldri á pæjumóti og hef skemmt mér stórvel eins og stelpurnar, við foreldrarnir, forráðamennirnir og bara öll sem hérna erum,“ sagði Guðni. „Þetta er búið að vera skemmtilegt. Öðruvísi í gær. Veðrið var áskorun en kannski meira fyrir okkur fullorðna fólkið. Stelpurnar létu þetta ekkert á sig fá og gerðu sitt best undir Helgafelli. Í rokinu og rigningunni,“ sagði Guðni. „Nú þekki ég aðeins til í þessum heimi. Þessi íþróttamót sem við stöndum að fyrir ungmenni og krakka á Íslandi eru dálítið sérstök. Hér fá allir iðkendur að taka þátt og það er ekki endilega raunin annars staðar í Evrópu þar sem er meira horft til þeirra sem skara fram úr,“ sagði Guðni. „Mér þykir vænt um þennan þátt okkar ágæta samfélags,“ sagði Guðni en hvernig foreldri er forsetinn á hliðarlínunni? „Ég er pollrólegur. Mér finnst að þau sem geta ekki leyft börnunum að vera í friði, og þá ég líka við ungmennin sem eru að dæma, þau ættu bara að vera heima. Sem betur fer er þetta minnkandi en alltaf finnst mér eins leiðinlegt að sjá fólk sem heldur að það sé betra að hrópa á dómara eða fjarstýra krökkunum,“ sagði Guðni. „Ég hef því miður séð foreldra sem telja að það sé í þeirra verkahring að segja krökkunum hvað þau eiga að gera inn á vellinum. Það skilar yfirleitt ekki góðum árangri. Það eru undantekningar það er miklu meira um jákvæðni, gleði og fjör,“ sagði Guðni en hvernig hefur Álftanessstelpunum gengið? „Það hefur verið bara upp og ofan ef þú horfir á mörk og úrslit. Þær eru eiginleg miklu fljótari en sumir foreldrarnir að gleyma því hvernig síðasti leikur fór og hlakka bara til að takast á við þann næsta. Svo er ég eldri en tvævetur í þessu og búinn að vera með eldri systkinin. Veit að það er eiginlega best að tapa fyrsta daginn,“ sagði Guðni og hló. Það má horfa á allan þáttinn hér fyrir neðan.' Sumarmótin Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjá meira
Svava Kristín Grétarsdóttir var út í Eyjum, talaði við fótboltastelpurnar, foreldrana, umsjónarmenn mótsins og fékk stemmninguna beint í æð. TM mótið í Eyjum hefur verið haldið árlega í Vestmannaeyjum frá árinu 1990. Á mótinu keppir 5. flokkur kvenna í knattspyrnu og hafa margar af bestu knattspyrnukonum landsins tekið þátt í mótinu á sínum yngri árum. Klippa: Sumarmótin - TM mótið í Eyjum Herra Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, var mættur á mótið en þó ekki í opinberri heimsókn. „Nei ekki að þessu sinni. Ég er hérna sem foreldri á pæjumóti og hef skemmt mér stórvel eins og stelpurnar, við foreldrarnir, forráðamennirnir og bara öll sem hérna erum,“ sagði Guðni. „Þetta er búið að vera skemmtilegt. Öðruvísi í gær. Veðrið var áskorun en kannski meira fyrir okkur fullorðna fólkið. Stelpurnar létu þetta ekkert á sig fá og gerðu sitt best undir Helgafelli. Í rokinu og rigningunni,“ sagði Guðni. „Nú þekki ég aðeins til í þessum heimi. Þessi íþróttamót sem við stöndum að fyrir ungmenni og krakka á Íslandi eru dálítið sérstök. Hér fá allir iðkendur að taka þátt og það er ekki endilega raunin annars staðar í Evrópu þar sem er meira horft til þeirra sem skara fram úr,“ sagði Guðni. „Mér þykir vænt um þennan þátt okkar ágæta samfélags,“ sagði Guðni en hvernig foreldri er forsetinn á hliðarlínunni? „Ég er pollrólegur. Mér finnst að þau sem geta ekki leyft börnunum að vera í friði, og þá ég líka við ungmennin sem eru að dæma, þau ættu bara að vera heima. Sem betur fer er þetta minnkandi en alltaf finnst mér eins leiðinlegt að sjá fólk sem heldur að það sé betra að hrópa á dómara eða fjarstýra krökkunum,“ sagði Guðni. „Ég hef því miður séð foreldra sem telja að það sé í þeirra verkahring að segja krökkunum hvað þau eiga að gera inn á vellinum. Það skilar yfirleitt ekki góðum árangri. Það eru undantekningar það er miklu meira um jákvæðni, gleði og fjör,“ sagði Guðni en hvernig hefur Álftanessstelpunum gengið? „Það hefur verið bara upp og ofan ef þú horfir á mörk og úrslit. Þær eru eiginleg miklu fljótari en sumir foreldrarnir að gleyma því hvernig síðasti leikur fór og hlakka bara til að takast á við þann næsta. Svo er ég eldri en tvævetur í þessu og búinn að vera með eldri systkinin. Veit að það er eiginlega best að tapa fyrsta daginn,“ sagði Guðni og hló. Það má horfa á allan þáttinn hér fyrir neðan.'
Sumarmótin Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjá meira