Ætla megi að gögn fórnarlamba rati til rússnesku leyniþjónustunnar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. júní 2024 20:01 Jacky Mallett hefur fylgst með starfsemi rússneskra netárásahópa að undanförnu. Sami hópur er talinn bera ábyrgð á netárás sem gerð var á Árvakur í gær og á HR í byrjun árs. Það er kraftaverki líkast að tekist hafi að gefa út Morgunblaðið í dag eftir alvarlega tölvuárás í gær að mati aðstoðarritstjóra. Hópurinn á bak við árásina er skæður á alþjóðavettvangi og ætla má að gögn sem þrjótarnir komast yfir í árásum sínum rati í hendur rússnesku leyniþjónustunnar að sögn lektors í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík. Útgáfufélag Árvakurs er langt frá því að vera eina fórnarlamb rússneska tölvuþrjótahópsins sem stendur að baki árásinni. Meðal annars Brimborg og Háskólinn í Reykjavík hafa svipaða reynslu að ógleymdum fjölda fyrirtækja og stofnanna annars staðar í heiminum sem orðið hafa fyrir barðinu á tölvuþrjótunum. Jacky Mallett, lekotor í tölvunarfræði við HR, segir erfitt að fullyrða nokkuð um bein tengsl hópsins við rússnesk stjórnvöld. Þó sé ljóst að sú hætta sé til staðar. „Ekkert þessu líkt er gert í Rússlandi án vitneskju rússneskra stjórnvalda sem hafa lokað stórum hluta netsins hjá sér og fylgjast grannt með því. Ég held að það væri óskynsamlegt að gera ekki ráð fyrir að afrit af gögnunum komist í hendur rússnesku leyniþjónustunnar,“ segir Jacky. Hópurinn sé þrælskipulagður í árásum sínum, bæði hér á landi og erlendis. „Það getur vel verið að með því að komast inn í eitt íslenskt netkerfi fái þeir smám saman upplýsingar sem geri þeim kleift að ráðast á önnur. Hún er mjög taugatrekkjandi þessi þráláta ógn því maður veit ekki hve miklar upplýsingar þeir fá með því bara að fylgjast með því sem fram fer á netkerfinu,“ segir Jacky. Varnir til staðar en komust samt í gegn Þrátt fyrir árásina á Árvakur í gær tókst að setja prentvélarnar í Hádegismóum í gang um klukkan hálf tvö í nótt og Morgunblaðið kom út þótt blaðið í dag sé aðeins færri síður en venjulega. „Ritstjórnarkerfið var bara úr leik þannig viðþurftum að brjóta það um utan ritstjórnarkerfisins, við þurftum að vinna allar fréttir bara í Word og senda þær yfir. Þannig að þetta var mjög flókið og í raun og veru má segja að það sé bara kraftaverk að blaðið hafi komið út í morgun og lesendur hafi fengið það í hendur,“ sagði Karl Blöndal, aðstoðarritstjóri Morgunblaðsins, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Það var ritstjórninni mikilvægt að blaðið kæmi út, en vefurinn mbl.is var einnig tekinn úr sambandi um tíma í gær í varúðarskini. „Þessi árás hún heppnast náttúrlega en það er ekki vegna þess að hér séu engar varnir. Við verðum fyrir árásum reglulega, ég er ekki að segja daglega en þær eru mjög tíðar. Stundum er auðvelt að hindra þessum árásum en sumar hafa verið mjög stórfeldar en bara vegna þess að við erum með vaska sveit manna í að tryggja öryggi þá hefur okkur tekist að verjast þeim, en í þetta skipti bara einfaldlega tókst það ekki,“ segir Karl. Netglæpir Netöryggi Tölvuárásir Rússland Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Fleiri fréttir Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Sjá meira
Útgáfufélag Árvakurs er langt frá því að vera eina fórnarlamb rússneska tölvuþrjótahópsins sem stendur að baki árásinni. Meðal annars Brimborg og Háskólinn í Reykjavík hafa svipaða reynslu að ógleymdum fjölda fyrirtækja og stofnanna annars staðar í heiminum sem orðið hafa fyrir barðinu á tölvuþrjótunum. Jacky Mallett, lekotor í tölvunarfræði við HR, segir erfitt að fullyrða nokkuð um bein tengsl hópsins við rússnesk stjórnvöld. Þó sé ljóst að sú hætta sé til staðar. „Ekkert þessu líkt er gert í Rússlandi án vitneskju rússneskra stjórnvalda sem hafa lokað stórum hluta netsins hjá sér og fylgjast grannt með því. Ég held að það væri óskynsamlegt að gera ekki ráð fyrir að afrit af gögnunum komist í hendur rússnesku leyniþjónustunnar,“ segir Jacky. Hópurinn sé þrælskipulagður í árásum sínum, bæði hér á landi og erlendis. „Það getur vel verið að með því að komast inn í eitt íslenskt netkerfi fái þeir smám saman upplýsingar sem geri þeim kleift að ráðast á önnur. Hún er mjög taugatrekkjandi þessi þráláta ógn því maður veit ekki hve miklar upplýsingar þeir fá með því bara að fylgjast með því sem fram fer á netkerfinu,“ segir Jacky. Varnir til staðar en komust samt í gegn Þrátt fyrir árásina á Árvakur í gær tókst að setja prentvélarnar í Hádegismóum í gang um klukkan hálf tvö í nótt og Morgunblaðið kom út þótt blaðið í dag sé aðeins færri síður en venjulega. „Ritstjórnarkerfið var bara úr leik þannig viðþurftum að brjóta það um utan ritstjórnarkerfisins, við þurftum að vinna allar fréttir bara í Word og senda þær yfir. Þannig að þetta var mjög flókið og í raun og veru má segja að það sé bara kraftaverk að blaðið hafi komið út í morgun og lesendur hafi fengið það í hendur,“ sagði Karl Blöndal, aðstoðarritstjóri Morgunblaðsins, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Það var ritstjórninni mikilvægt að blaðið kæmi út, en vefurinn mbl.is var einnig tekinn úr sambandi um tíma í gær í varúðarskini. „Þessi árás hún heppnast náttúrlega en það er ekki vegna þess að hér séu engar varnir. Við verðum fyrir árásum reglulega, ég er ekki að segja daglega en þær eru mjög tíðar. Stundum er auðvelt að hindra þessum árásum en sumar hafa verið mjög stórfeldar en bara vegna þess að við erum með vaska sveit manna í að tryggja öryggi þá hefur okkur tekist að verjast þeim, en í þetta skipti bara einfaldlega tókst það ekki,“ segir Karl.
Netglæpir Netöryggi Tölvuárásir Rússland Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Fleiri fréttir Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Sjá meira