Innlent

Sam­keppnin harðnar í ís­lenska veðmálaheiminum

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Epicbet sem Daði Laxdal er í forsvari fyrir hefur meðal annars verið í samstarfi við Hjörvar Hafliðason í að auglýsa veðbankann nýja.
Epicbet sem Daði Laxdal er í forsvari fyrir hefur meðal annars verið í samstarfi við Hjörvar Hafliðason í að auglýsa veðbankann nýja. Vísir/Samsett

Daði Laxdal Gautason, fyrrverandi svæðisstjóri íþróttaveðbankans Coolbet á Íslandi, er tekin við taumunum hjá nýjum veðbanka sem ber nafnið Epicbet. Síðan er í eigu eistneska fyrirtækisins SISU Tech sem var stofnað af starfsmönnum Coolbet í kjölfar sölu þess.

Þann 14. júní síðastliðinn tilkynnti Daði um stofnun síðunnar í færslu sem hann birti á Facebook.

„Þessi síða hefur verið í undirbúningi í 2 ár og það er spennandi að bjóða fólki frá yfir 150 löndum að prófa hana í fyrsta sinn í dag. Sisu Group sem stendur að baki síðunnar hefur yfir 650 ár samanlagt af reynslu að þróa hugbúnað í veðmálaheiminum og markmiðið er að þetta verði besta síðan í heiminum,“ skrifaði Daði.

Epicbet hefur verið afar sýnileg á samfélagsmiðlum og auglýst mikið á Twitter ásamt auglýsingum í hlaðvarpi Hjörvars Hafliðasonar, Dr. Football. Hlaðvarpið er eitt það allra vinsælasta á Íslandi. Hjörvar hefur komið fram í nokkrum auglýsingum á síðu Epicbet á Instagram en þar bregður einnig fyrir samfélagsmiðlastjörnum.

Hann hélt upp á sex ára afmæli hlaðvarpsins í Egilshöll á dögunum og þakkaði Epicbet á Íslandi sérstaklega fyrir sinn þátt að gera viðburðinn að veruleika.

Illa hefur gengið að ná utan um starfsemi veðmálasíðna á Íslandi en veðmálastarfsemi er ólögleg hér á landi. Þá er einnig ólöglegt að auglýsa veðmálasíður en á samfélagsmiðlum eru auglýsingar frá slíkum síðum áberandi. Fjölmiðlanefnd hefur ekki eftirlit með þeim þar.

Fjölmiðlanefnd hefur aftur á móti beitt sér gegn veðmálastarfsemi í hlaðvörpum. Sýn fékk sekt upp á eina milljón króna vegna auglýsinga Coolbet sem birtust í hlaðvarpinu Þungavigitinni árið 2021. Auglýsingin var telin brot á fjölmiðlalögum. Ekki var fallist á sjónarmið Sýnar að aðeins væri verið að auglýsa fatalínur Coolbet en ekki veðmálastarfsemi. Coolbet er áberandi í hinum ýmsu hlaðvörpum og má nefna hlaðvarp Götustráka sem dæmi.

Á samfélagsmiðlum er eftirlit með Coolbet lítið en þar auglýsa Patrik Atlason, betur þekktur sem Prettyboitjokko, og kærastan Friðþóra Sigurjónsdóttir föt merkt Coolbet. Þátttakendur í leikjum geta unnið sér inn inneign á veðmálasíðunni.

Coolbet er öflugt á samfélagsmiðlum eins og Epicbet. Veðmálasíðan tekur meðal annars þátt í viðburðum á borð við útilegu Verzlunarskóla Íslands á dögunum og efndi til golfmóts á dögunum þar sem fjöldi þekktra karlmanna, margir sem eiga í samstarfi við Coolbet á samfélagsmiðlum, mættu til keppni í boði hússins. 


Tengdar fréttir

Cool­bet á­berandi í úti­legu Verzlinga

Veðmálafyrirtæki með ólöglega starfsemi hér á landi var í áberandi samstarfi við útilegu framhaldsskólanema í Grímsnesi um helgina. Skólastjóra Verzlunarskóla Íslands er ekki skemmt. Coolbet og fleiri veðmálafyrirtæki auglýsa grimmt á samfélagsmiðlum án aðgerða stjórnvalda.

Coolbet farið að herja á menntaskólakrakka

Átján hafa stöðu sakbornings í umfangsmiklu fíkniefnamáli þar sem kókaíni var smyglað í pottum á skemmtiferðaskipi. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×