Verðlagning landsbyggðarstrætó „glórulaus“ Jón Ísak Ragnarsson og Bjarki Sigurðsson skrifa 28. júní 2024 21:48 Sindri Freyr Ásgeirsson er formaður Samtaka um bíllausan lífsstíl. Hann hefur ekki tekið strætó út á land í mörg ár, en hann segir verðlagninguna glórulausa og nýtir sér frekar aðra kosti eins og skammtímaleigu bíla. vísir Sindri Freyr Ásgeirsson, formaður Samtaka um bíllausan lífsstíl, segir að landsbyggðarstrætó sé ekki fýsilegur kostur fyrir fólk sem lifir bíllausum lífsstíl. Fólk nýti sér frekar önnur úrræði eins og deilibíla. Rætt var við Sindra í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kjölfar umfjöllunar um að strætóferð frá Reykjavík til Hafnar kosti 17 þúsund krónur. Í dag var á samfélagsmiðlinum X, áður Twitter, vakin athygli á því að strætóferð til Hafnar í Hornafirði frá Reykjavík kostaði tæplega 17 þúsund krónur, og væri dýrari en mörg flug til Evrópu, til dæmis Parísar. Ferð í landsbyggðarstrætó svari ekki kostnaði Sindri Freyr segir að þessi verðlagning sé algjörlega glórulaus. Þeir sem lifi bíllausum lífsstíl hafi mikið rætt þetta sín á milli. „Það svarar bara ekki kostnaði, það meikar bara ekki sens að nýta sér þennan valmöguleika. Þetta er bara ekki fýsilegur kostur þannig maður nýtir sér annað, eins og deilibílana eða skammtímaleigu hjá bílaleigum,“ segir Sindri. Verðlagningin sé fráhrindandi fyrir fólk sem vilji taka strætó út á land. „Já þetta er fráhrindandi. Ég hef ekki tekið strætó út á land í mjög mörg ár, samt á ég ekki bíl,“ segir Sindri. Samgöngur ódýrari í Evrópu Sindri er nýkominn úr ferðalagi um Evrópu, þar sem almenningssamgöngur voru talsvert ódýrari segir hann. Til samanburðar nefnir hann ferðalag frá Osló til Stokkhólms. Vegalengdin þar á milli sé um 550 kílómetrar, en milli Hafnar og Reykjavíkur séu um 450 kílómetrar. Ferðin frá Osló til Stokkhólms sé þó næstum helmingi ódýrari, og kosti aðeins um níu þúsund krónur. Sindra finnst glórulaust hvað það er mikil traffík á þjóðveginum miðað við það hvað við erum fá, og hann telur að fjárfestingar í almenningssamgöngum milli landshluta myndu spara pening til lengri tíma. Samgöngur Strætó Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Fleiri fréttir Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Sjá meira
Í dag var á samfélagsmiðlinum X, áður Twitter, vakin athygli á því að strætóferð til Hafnar í Hornafirði frá Reykjavík kostaði tæplega 17 þúsund krónur, og væri dýrari en mörg flug til Evrópu, til dæmis Parísar. Ferð í landsbyggðarstrætó svari ekki kostnaði Sindri Freyr segir að þessi verðlagning sé algjörlega glórulaus. Þeir sem lifi bíllausum lífsstíl hafi mikið rætt þetta sín á milli. „Það svarar bara ekki kostnaði, það meikar bara ekki sens að nýta sér þennan valmöguleika. Þetta er bara ekki fýsilegur kostur þannig maður nýtir sér annað, eins og deilibílana eða skammtímaleigu hjá bílaleigum,“ segir Sindri. Verðlagningin sé fráhrindandi fyrir fólk sem vilji taka strætó út á land. „Já þetta er fráhrindandi. Ég hef ekki tekið strætó út á land í mjög mörg ár, samt á ég ekki bíl,“ segir Sindri. Samgöngur ódýrari í Evrópu Sindri er nýkominn úr ferðalagi um Evrópu, þar sem almenningssamgöngur voru talsvert ódýrari segir hann. Til samanburðar nefnir hann ferðalag frá Osló til Stokkhólms. Vegalengdin þar á milli sé um 550 kílómetrar, en milli Hafnar og Reykjavíkur séu um 450 kílómetrar. Ferðin frá Osló til Stokkhólms sé þó næstum helmingi ódýrari, og kosti aðeins um níu þúsund krónur. Sindra finnst glórulaust hvað það er mikil traffík á þjóðveginum miðað við það hvað við erum fá, og hann telur að fjárfestingar í almenningssamgöngum milli landshluta myndu spara pening til lengri tíma.
Samgöngur Strætó Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Fleiri fréttir Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Sjá meira