Hrædd um að hún mæti óvart í gömlu vinnuna í fyrramálið Bjarki Sigurðsson og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 30. júní 2024 22:06 Séra Guðrún Karls Helgudóttir messaði í síðasta skipti sem sóknarprestur í Grafarvogsprestakalli í dag. Vísir Séra Guðrún Karls Helgudóttir, verðandi biskup Íslands, stýrði í dag sinni síðustu messu sem sóknarprestur í Grafarvogskirkju. Guðrún tekur formlega við sem biskup á morgun. Fréttamaður hitti Guðrúnu í kvöld, en fullt var úr dyrum í kveðjumessunni hennar. Hún segir daginn hafa verið tilfinningaþrunginn. „Ég var hrærð. Ég á vart til orð yfir þessum degi. Það komu náttúrlega mjög margir, svona á miðju sumri, sem mér finnst einstakt og ég er ákaflega þakklát fyrir það,“ segir Guðrún. Hún hefur starfað í Grafarvogskirkju í sextán ár og segir einstakt að fá að þjóna í Grafarvogssöfnuði. „Þetta hefur verið svo stór hluti af mínu lífi svo lengi að ég er hrædd um að ég mæti óvart hingað í fyrramálið. Ef ég verð sein í vinnuna á morgun þá er það vegna þess að ég er hér,“ segir Guðrún glottandi. Hvernig lítur morgundagurinn út hjá þér? „Ég veit það ekki alveg. Ég mæti á nýjan vinnustað, á nýja skrifstofu. Ég mun hitta samstarfsfólkið verðandi. Einhver viðtöl bókuð. Annars veit ég það ekki.“ Þetta komi allt í ljós. „Þetta verður skrítið en ég er mjög bjartsýn og hlakka mikið til. Og ég finn svo mikinn meðbyr og gleði og kraft í kirkjunni núna og hlakka til að nýta hann til þess að halda áfram að vera sú sterka og góða kirkja sem við erum kölluð til að vera. “ Guðrún tekur við embætti biskups Íslands á morgun, 1. júlí, en verður vígð þann 1. september. „Þannig að ég verð í tvo mánuði biskup sem mun ekki vígja presta eða kirkjur eða svoleiðis. En annað mun ég geta gert.“ Röðin í altarisgönguna var löng.Vísir Í messunni var þétt setið.Vísir Kórinn söng.Vísir Biskupskjör 2024 Þjóðkirkjan Trúmál Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Fréttamaður hitti Guðrúnu í kvöld, en fullt var úr dyrum í kveðjumessunni hennar. Hún segir daginn hafa verið tilfinningaþrunginn. „Ég var hrærð. Ég á vart til orð yfir þessum degi. Það komu náttúrlega mjög margir, svona á miðju sumri, sem mér finnst einstakt og ég er ákaflega þakklát fyrir það,“ segir Guðrún. Hún hefur starfað í Grafarvogskirkju í sextán ár og segir einstakt að fá að þjóna í Grafarvogssöfnuði. „Þetta hefur verið svo stór hluti af mínu lífi svo lengi að ég er hrædd um að ég mæti óvart hingað í fyrramálið. Ef ég verð sein í vinnuna á morgun þá er það vegna þess að ég er hér,“ segir Guðrún glottandi. Hvernig lítur morgundagurinn út hjá þér? „Ég veit það ekki alveg. Ég mæti á nýjan vinnustað, á nýja skrifstofu. Ég mun hitta samstarfsfólkið verðandi. Einhver viðtöl bókuð. Annars veit ég það ekki.“ Þetta komi allt í ljós. „Þetta verður skrítið en ég er mjög bjartsýn og hlakka mikið til. Og ég finn svo mikinn meðbyr og gleði og kraft í kirkjunni núna og hlakka til að nýta hann til þess að halda áfram að vera sú sterka og góða kirkja sem við erum kölluð til að vera. “ Guðrún tekur við embætti biskups Íslands á morgun, 1. júlí, en verður vígð þann 1. september. „Þannig að ég verð í tvo mánuði biskup sem mun ekki vígja presta eða kirkjur eða svoleiðis. En annað mun ég geta gert.“ Röðin í altarisgönguna var löng.Vísir Í messunni var þétt setið.Vísir Kórinn söng.Vísir
Biskupskjör 2024 Þjóðkirkjan Trúmál Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira