Sauðfé fækkar og framtíðarhorfur óljósar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. júlí 2024 12:00 Eyjólfur Ingvi Bjarnason. Vísir/Arnar Formaður sauðfjárbænda hjá Bændasamtökum Íslands segir fækkun sauðfjár á milli ára vera viðvarandi þróun. Margir þættir skýri fækkunina, en framhaldið sé afar óljóst. Samkvæmt tölum Hagstofunnar fækkaði sauðfé um þrjú prósent hér á landi á síðasta ári, úr rúmlega 365 þúsund árið 2022 niður í tæplega 355 þúsund. Fullorðnum ám fækkaði um fjögur prósent. Formaður deildar sauðfjárbænda hjá Bændasamtökum Íslands segi fækkunina afleiðingu af því þegar afurðaverð féll árið 2017. „Og verð til bænda lækkaði mikið. Það hefur hækkað frá þeim tíma en á sama tíma, ofan í verðlækkunina, kom samdráttur í neyslu vegna Covid og svo gríðarlegar verðhækkanir. Þannig að framleiðslukostnaður hefur hækkað á móti,“ segir Eyjólfur Ingvi Bjarnason, formaður sauðfjárbænda hjá Bændasamtökunum. Þá hafi margir sauðfjárbændur dregið saman eða hætt starfsemi. „Og það eru ekki yngri aðilar að taka við, einfaldlega vegna þess að vaxtastigið er þannig í landinu að menn hafa ekki fjárhagslega burði til þess að taka við sauðfjárbúi í rekstri.“ Riðuveiki hafi einnig haft sitt að segja. „Það hafa verið skornar niður margar stórar hjarðir á undanförnum fimm árum. En það horfir nú til betri vegar með breyttri nálgun í baráttunni við riðuveiki á Íslandi.“ Eyjólfur segir erfitt að segja til um hvort þróuninni verði við snúið. „Eins og staðan er núna í dag, 1. júlí 2024, þá vitum við ekkert hver áhrifin af vonda veðrinu fyrstu vikuna í júní verða. Ég veit að það varð tjón á fé víða norðanlands og staðan er ekkert góð þar á sumum stöðum. Það verður eiginlega bara að koma í ljós í haust hvað verður,“ segir Eyjólfur. Dýr Landbúnaður Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Sjá meira
Samkvæmt tölum Hagstofunnar fækkaði sauðfé um þrjú prósent hér á landi á síðasta ári, úr rúmlega 365 þúsund árið 2022 niður í tæplega 355 þúsund. Fullorðnum ám fækkaði um fjögur prósent. Formaður deildar sauðfjárbænda hjá Bændasamtökum Íslands segi fækkunina afleiðingu af því þegar afurðaverð féll árið 2017. „Og verð til bænda lækkaði mikið. Það hefur hækkað frá þeim tíma en á sama tíma, ofan í verðlækkunina, kom samdráttur í neyslu vegna Covid og svo gríðarlegar verðhækkanir. Þannig að framleiðslukostnaður hefur hækkað á móti,“ segir Eyjólfur Ingvi Bjarnason, formaður sauðfjárbænda hjá Bændasamtökunum. Þá hafi margir sauðfjárbændur dregið saman eða hætt starfsemi. „Og það eru ekki yngri aðilar að taka við, einfaldlega vegna þess að vaxtastigið er þannig í landinu að menn hafa ekki fjárhagslega burði til þess að taka við sauðfjárbúi í rekstri.“ Riðuveiki hafi einnig haft sitt að segja. „Það hafa verið skornar niður margar stórar hjarðir á undanförnum fimm árum. En það horfir nú til betri vegar með breyttri nálgun í baráttunni við riðuveiki á Íslandi.“ Eyjólfur segir erfitt að segja til um hvort þróuninni verði við snúið. „Eins og staðan er núna í dag, 1. júlí 2024, þá vitum við ekkert hver áhrifin af vonda veðrinu fyrstu vikuna í júní verða. Ég veit að það varð tjón á fé víða norðanlands og staðan er ekkert góð þar á sumum stöðum. Það verður eiginlega bara að koma í ljós í haust hvað verður,“ segir Eyjólfur.
Dýr Landbúnaður Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Sjá meira