Fatasöfnunargámar Rauða krossins fjarlægðir á næstu dögum Lovísa Arnardóttir skrifar 2. júlí 2024 15:03 Einhver hefur rótað í gámnum sem gleymdist að tæma í gær. Gámar Rauða krossins verða fjarlægðir af grenndarstöðvum í þessari eða næstu viku. Mynd/Facebook Guðbjörg Rut Pálmadóttir flokkunarstjóri í Fataverkefni Rauða kross Íslands segir stefnt á að fjarlægja alla fatasöfnunargáma Rauða krossins af grenndarstöðvum í þessari viku. Eftir það mun Sorpa sjá um fatasöfnun en Grænir skátar munu sjá um að tæma og hirða gámana fyrir Sorpu. Nýir gámar eru grænir og allir merktir fyrir textíl. „Það er verið að tæma þá gáma sem eru eftir en þessi eini gleymdist óvart í gær. Það var misskilningur með það,“ segir Guðbjörg Rut. Það hefur legið fyrir um nokkurt skeið að Rauða krossinn sé að hætta með þetta fatasöfnunargáma sína og var greint frá því fyrr í vor að á meðan þessari yfirfærslu stæði gætu verið tafir á tæmingu og þjónustu. Í íbúahópi Háaleitishverfis var í dag birt mynd af gámi sem augljóslega er búið að róta í og föt um alla götu. Guðbjörg Rut segir alltaf leiðinlegt þegar þetta gerist. „Það var verið að tæma í gær og þessi gámur gleymdist. Þetta er alltaf mjög leiðinlegt. Gámurinn verður líklega farinn fyrir lok vikunnar,“ segir Guðbjörg og að eftir það taki Sorpa og Grænir skátar við verkefninu. Rauði krossinn mun áfram vera með fatasöfnun en með öðru sniði. Grænir skátar í samstarfi við Sorpu Gunnar Dofri Ólafsson samskiptastjóri Sorpu segir í samtali við fréttastofu að einhver töf hafi verið á afhendingu nýju gámanna en að þeir eigi að vera komnir upp á flestar grenndarstöðvar á næstu vikum. „Gámarnir okkar eru komnir upp á einhverjum stöðum. Afhending á þeim tafðist lítillega þannig það hefur gengið aðeins hægar en við ætluðum að setja þá upp. En við gerum ráð fyrir því að vera farin að hirða á öllu höfuðborgarsvæðinu eftir nokkrar vikur,“ segir Gunnar Dofri. „Við erum með samstarfssamning við Græna skáta um að tæma,“ segir hann og að Grænir skátar hafi þegar hafið að hirða föt í Hafnarfirði, Garða og Kópavogi. „Þetta er í yfirfærslufasa og það tekur smá tíma.“ Sorpa Félagasamtök Umhverfismál Loftslagsmál Deilihagkerfi Tengdar fréttir „Þetta er gert í sátt við Sorpu“ Fataverslanir Rauða krossins verða reknar áfram með sama sniði, þrátt fyrir að Sorpa taki senn við móttöku textíls á grenndarstöðvum sínum. Fataverslanirnar eru ein mikilvægasta fjáröflun samtakanna en flokkunarstjóri segir Rauða krossinn munu fara í eigin söfnun sem verður aðskilin frá grenndar- og endurvinnslustöðvum. 2. janúar 2024 11:45 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent „Ég er sátt“ Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Sjá meira
„Það er verið að tæma þá gáma sem eru eftir en þessi eini gleymdist óvart í gær. Það var misskilningur með það,“ segir Guðbjörg Rut. Það hefur legið fyrir um nokkurt skeið að Rauða krossinn sé að hætta með þetta fatasöfnunargáma sína og var greint frá því fyrr í vor að á meðan þessari yfirfærslu stæði gætu verið tafir á tæmingu og þjónustu. Í íbúahópi Háaleitishverfis var í dag birt mynd af gámi sem augljóslega er búið að róta í og föt um alla götu. Guðbjörg Rut segir alltaf leiðinlegt þegar þetta gerist. „Það var verið að tæma í gær og þessi gámur gleymdist. Þetta er alltaf mjög leiðinlegt. Gámurinn verður líklega farinn fyrir lok vikunnar,“ segir Guðbjörg og að eftir það taki Sorpa og Grænir skátar við verkefninu. Rauði krossinn mun áfram vera með fatasöfnun en með öðru sniði. Grænir skátar í samstarfi við Sorpu Gunnar Dofri Ólafsson samskiptastjóri Sorpu segir í samtali við fréttastofu að einhver töf hafi verið á afhendingu nýju gámanna en að þeir eigi að vera komnir upp á flestar grenndarstöðvar á næstu vikum. „Gámarnir okkar eru komnir upp á einhverjum stöðum. Afhending á þeim tafðist lítillega þannig það hefur gengið aðeins hægar en við ætluðum að setja þá upp. En við gerum ráð fyrir því að vera farin að hirða á öllu höfuðborgarsvæðinu eftir nokkrar vikur,“ segir Gunnar Dofri. „Við erum með samstarfssamning við Græna skáta um að tæma,“ segir hann og að Grænir skátar hafi þegar hafið að hirða föt í Hafnarfirði, Garða og Kópavogi. „Þetta er í yfirfærslufasa og það tekur smá tíma.“
Sorpa Félagasamtök Umhverfismál Loftslagsmál Deilihagkerfi Tengdar fréttir „Þetta er gert í sátt við Sorpu“ Fataverslanir Rauða krossins verða reknar áfram með sama sniði, þrátt fyrir að Sorpa taki senn við móttöku textíls á grenndarstöðvum sínum. Fataverslanirnar eru ein mikilvægasta fjáröflun samtakanna en flokkunarstjóri segir Rauða krossinn munu fara í eigin söfnun sem verður aðskilin frá grenndar- og endurvinnslustöðvum. 2. janúar 2024 11:45 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent „Ég er sátt“ Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Sjá meira
„Þetta er gert í sátt við Sorpu“ Fataverslanir Rauða krossins verða reknar áfram með sama sniði, þrátt fyrir að Sorpa taki senn við móttöku textíls á grenndarstöðvum sínum. Fataverslanirnar eru ein mikilvægasta fjáröflun samtakanna en flokkunarstjóri segir Rauða krossinn munu fara í eigin söfnun sem verður aðskilin frá grenndar- og endurvinnslustöðvum. 2. janúar 2024 11:45