Hjálmar segist ekki kærður því það sé ekkert að kæra Jakob Bjarnar skrifar 2. júlí 2024 16:11 Sigríður Dögg formaður BÍ og Hjálmar Jónsson. Óhætt er að segja að andað hafi köldu þeirra á milli nú um hríð og sér ekki fyrir endann á því þó svo að félagið hafi ákveðið að kæra fyrrverandi framkvæmdastjórann ekki þrátt fyrir að tilefni sé til, að sögn stjórnar. vísir/vilhelm Hjálmar Jónsson fyrrverandi framkvæmdastjóri BÍ segir stjórnina senda sér kaldar kveðjur við starfslokin. En fjallið hafi nú tekið joðsótt og það hafi fæðst mús. Hjálmar er greinilega ósáttur við það hvernig stjórn BÍ hefur tekið á málinu en í tilkynningu til félagsmanna telur hún heppilegra að ljúka málinu strax fremur en að kæra Hjálmar vegna óreiðu í bókhaldsmálum. Eftir niðurstöður úttektar KPMG á tilteknum færslum í bókhaldi BÍ, sem kynnt var félagsmönnum á aðalfundi í apríl síðastliðinn, hafi stjórn félagsins óskað eftir lögfræðiáliti frá Logos lögfræðiþjónustu um mögulega refsiábyrgð Hjálmars vegna háttsemi hans í starfi. Lögmaður Logos, sem sé sérfræðingur í málaflokknum, hafi byggt minnisblað sitt á úttekt KPMG og þeim ábendingum sem þar komu fram við skoðun á gögnum félagsins. Hjálmar hefur sent Vísi grein til birtingar þar sem hann gefur lítið fyrir þetta en greinin er undir yfirskriftinni „Hátt reitt til höggs“ en þar segir hann að ekki hafi komið sér á óvart að stjórnin hafi ákveðið að kæra sig ekki fyrir brot í starfi framkvæmdastjóra félagsins. „Það stafar einfaldlega af því að það hafa aldrei verið efni til þess að einu eða neinu leyti. Þvert á móti þjónaði ég félaginu af einstakri trúmennsku, þó ég segi sjálfur frá, öll þau 35 ár sem ég kom að trúnaðarstörfum fyrir félagið, með einum eða öðrum hætti. Hagur félagsins hefur blómgast með einstökum hætti á þessum tíma, ekki síst síðustu rúm 20 árin sem ég var framkvæmdastjóri félagsins,“ segir í grein Hjálmars. Hann segir að athugun á bókahaldi félagsins síðastliðinna tíu ára hafi engu skilað, þegar upp sé staðið, sú sé staðreynd málsins. „Öllum atriðum hefur verið svarað með fullnægjandi hætti, þó reynt sé að láta það líta öðru vísi út til að réttlæta þann fjáraustur sem þessi aðför að æru minni hefur kostað. Fjallið tók jóðsótt og það fæddist mús!“ Fjölmiðlar Félagasamtök Stéttarfélög Tengdar fréttir Neitaði formanni um aðgang að reikningum BÍ og því fór sem fór Hjálmar Jónsson, sem í gær var rekinn sem framkvæmdastjóri Blaðamannafélags Íslands, segir endanlega hafa soðið upp úr milli hans og formanns BÍ, Sigríðar Daggar Auðunsdóttur, þegar hún fór fram á að fá svonefndan „skoðunaraðgang“ að reikningum félagsins. 11. janúar 2024 15:31 Segja Hjálmar staðfesta trúnaðarbrest með öðrum orðum Stjórn Blaðamannafélags Íslands áréttar að ákvörðun um starfslok framkvæmdastjóra félagsins, Hjálmars Jónssonar, var einróma samþykkt í stjórn félagsins og kemur til vegna trúnaðarbrests milli hans og stjórnar sem hefur verið viðvarandi um nokkurra mánaða skeið. 12. janúar 2024 16:51 Framkvæmdastjórinn sagður hafa greitt sjálfum sér án heimildar Fyrrverandi framkvæmdastjóri og formaður Blaðamannafélags Íslands (BÍ) er sagður hafa greitt sjálfum sér milljónir í fyrirframgreidd laun og stofnað til annarra útgjalda án heimildar í úttekt sem endurskoðunarfyrirtæki gerði á bókhaldi félagsins. 19. apríl 2024 18:32 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Sjá meira
Hjálmar er greinilega ósáttur við það hvernig stjórn BÍ hefur tekið á málinu en í tilkynningu til félagsmanna telur hún heppilegra að ljúka málinu strax fremur en að kæra Hjálmar vegna óreiðu í bókhaldsmálum. Eftir niðurstöður úttektar KPMG á tilteknum færslum í bókhaldi BÍ, sem kynnt var félagsmönnum á aðalfundi í apríl síðastliðinn, hafi stjórn félagsins óskað eftir lögfræðiáliti frá Logos lögfræðiþjónustu um mögulega refsiábyrgð Hjálmars vegna háttsemi hans í starfi. Lögmaður Logos, sem sé sérfræðingur í málaflokknum, hafi byggt minnisblað sitt á úttekt KPMG og þeim ábendingum sem þar komu fram við skoðun á gögnum félagsins. Hjálmar hefur sent Vísi grein til birtingar þar sem hann gefur lítið fyrir þetta en greinin er undir yfirskriftinni „Hátt reitt til höggs“ en þar segir hann að ekki hafi komið sér á óvart að stjórnin hafi ákveðið að kæra sig ekki fyrir brot í starfi framkvæmdastjóra félagsins. „Það stafar einfaldlega af því að það hafa aldrei verið efni til þess að einu eða neinu leyti. Þvert á móti þjónaði ég félaginu af einstakri trúmennsku, þó ég segi sjálfur frá, öll þau 35 ár sem ég kom að trúnaðarstörfum fyrir félagið, með einum eða öðrum hætti. Hagur félagsins hefur blómgast með einstökum hætti á þessum tíma, ekki síst síðustu rúm 20 árin sem ég var framkvæmdastjóri félagsins,“ segir í grein Hjálmars. Hann segir að athugun á bókahaldi félagsins síðastliðinna tíu ára hafi engu skilað, þegar upp sé staðið, sú sé staðreynd málsins. „Öllum atriðum hefur verið svarað með fullnægjandi hætti, þó reynt sé að láta það líta öðru vísi út til að réttlæta þann fjáraustur sem þessi aðför að æru minni hefur kostað. Fjallið tók jóðsótt og það fæddist mús!“
Fjölmiðlar Félagasamtök Stéttarfélög Tengdar fréttir Neitaði formanni um aðgang að reikningum BÍ og því fór sem fór Hjálmar Jónsson, sem í gær var rekinn sem framkvæmdastjóri Blaðamannafélags Íslands, segir endanlega hafa soðið upp úr milli hans og formanns BÍ, Sigríðar Daggar Auðunsdóttur, þegar hún fór fram á að fá svonefndan „skoðunaraðgang“ að reikningum félagsins. 11. janúar 2024 15:31 Segja Hjálmar staðfesta trúnaðarbrest með öðrum orðum Stjórn Blaðamannafélags Íslands áréttar að ákvörðun um starfslok framkvæmdastjóra félagsins, Hjálmars Jónssonar, var einróma samþykkt í stjórn félagsins og kemur til vegna trúnaðarbrests milli hans og stjórnar sem hefur verið viðvarandi um nokkurra mánaða skeið. 12. janúar 2024 16:51 Framkvæmdastjórinn sagður hafa greitt sjálfum sér án heimildar Fyrrverandi framkvæmdastjóri og formaður Blaðamannafélags Íslands (BÍ) er sagður hafa greitt sjálfum sér milljónir í fyrirframgreidd laun og stofnað til annarra útgjalda án heimildar í úttekt sem endurskoðunarfyrirtæki gerði á bókhaldi félagsins. 19. apríl 2024 18:32 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Sjá meira
Neitaði formanni um aðgang að reikningum BÍ og því fór sem fór Hjálmar Jónsson, sem í gær var rekinn sem framkvæmdastjóri Blaðamannafélags Íslands, segir endanlega hafa soðið upp úr milli hans og formanns BÍ, Sigríðar Daggar Auðunsdóttur, þegar hún fór fram á að fá svonefndan „skoðunaraðgang“ að reikningum félagsins. 11. janúar 2024 15:31
Segja Hjálmar staðfesta trúnaðarbrest með öðrum orðum Stjórn Blaðamannafélags Íslands áréttar að ákvörðun um starfslok framkvæmdastjóra félagsins, Hjálmars Jónssonar, var einróma samþykkt í stjórn félagsins og kemur til vegna trúnaðarbrests milli hans og stjórnar sem hefur verið viðvarandi um nokkurra mánaða skeið. 12. janúar 2024 16:51
Framkvæmdastjórinn sagður hafa greitt sjálfum sér án heimildar Fyrrverandi framkvæmdastjóri og formaður Blaðamannafélags Íslands (BÍ) er sagður hafa greitt sjálfum sér milljónir í fyrirframgreidd laun og stofnað til annarra útgjalda án heimildar í úttekt sem endurskoðunarfyrirtæki gerði á bókhaldi félagsins. 19. apríl 2024 18:32