„Bæði lið gátu klárlega stolið þessu í dag“ Kári Mímisson skrifar 2. júlí 2024 22:50 Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Fylkis, fékk langþráð stig í hús en vildi meira. Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Fylkis, segir að tilfinningarnar séu blendnar eftir að lið hans gerði jafntefli við Víking í Bestu deild kvenna í kvöld. Leikurinn var mjög kaflaskiptur og gátu bæði lið tekið stigin þrjú hér í dag en niðurstaðan var markalaust jafntefli sem flestir myndu segja að væri sanngjörn úrslit. „Þau eru tvíblendin. Fyrsta stigið í langan tíma og við gleðjumst yfir því en við hefðum sannarlega viljað hafa þau þrjú og gátum alveg gert tilkall til þess enda fengum við færin til þess. Þannig að það má segja að þetta sé frekar súrsæt,“ sagði Gunnar strax að leik loknum. Síðustu sóknir leiksins féll í hönd Víkinga en á undan því hafði Fylkir fengið nokkur góð færi en inn vildi boltinn ekki. Gunnar segist hafa orðið smá smeykur undir lokin. „Bæði lið gátu klárlega stolið þessu í dag. Þetta var skemmtilegur og opin leikur. Þetta gat fallið hvoru megin sem var. Maður var aðeins farinn að hugsa, þar sem þær hafa stolið oftar en einu sinni og oftar en tvisvar sinnum í lokin gegn okkur. Þannig að maður var orðin smá smeykur við það. Ég hafði þó trú á þessu og var að vonast til þess að við gætum sett eitt mark.“ Þetta er í fyrsta sinn í sumar sem Fylkir heldur hreinu, eitthvað sem Árbæingar fagna væntanlega. Varnarleikur liðsins var mjög góður í dag og þá var Tinna Brá mjög góð milli stangan í dag. „Ég er virkilega sáttur við að takast að halda hreinu og með stelpurnar sem lögðu gríðarlega mikið í þennan leik, hjarta og sál. Við lögðum upp með að þetta væri svolítill lykilleikur fyrir okkur og ætluðum að ná í þessi þrjú stig. Við vorum að verjast vel bæði sem lið og einstaklingar og þannig náum við að halda hreinu,“ sagði Gunnar. Fylkir hafði ekki sótt stig í tvo mánuði fyrir leikinn í dag en spilamennskan heilt yfir var góð. Sérð þú miklar framfarir á leik liðsins í dag og að undanförnu? „Klárlega. Varnarleikurinn hefur verið að batna hægt og bítandi hjá okkur. Sóknarleikurinn í dag var allt annar. Við gerðum smá stöðubreytingar sem mér fannst skila góðu, betri færum og betri sóknum,“ sagði Gunnar. Besta deild kvenna Fylkir Víkingur Reykjavík Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
„Þau eru tvíblendin. Fyrsta stigið í langan tíma og við gleðjumst yfir því en við hefðum sannarlega viljað hafa þau þrjú og gátum alveg gert tilkall til þess enda fengum við færin til þess. Þannig að það má segja að þetta sé frekar súrsæt,“ sagði Gunnar strax að leik loknum. Síðustu sóknir leiksins féll í hönd Víkinga en á undan því hafði Fylkir fengið nokkur góð færi en inn vildi boltinn ekki. Gunnar segist hafa orðið smá smeykur undir lokin. „Bæði lið gátu klárlega stolið þessu í dag. Þetta var skemmtilegur og opin leikur. Þetta gat fallið hvoru megin sem var. Maður var aðeins farinn að hugsa, þar sem þær hafa stolið oftar en einu sinni og oftar en tvisvar sinnum í lokin gegn okkur. Þannig að maður var orðin smá smeykur við það. Ég hafði þó trú á þessu og var að vonast til þess að við gætum sett eitt mark.“ Þetta er í fyrsta sinn í sumar sem Fylkir heldur hreinu, eitthvað sem Árbæingar fagna væntanlega. Varnarleikur liðsins var mjög góður í dag og þá var Tinna Brá mjög góð milli stangan í dag. „Ég er virkilega sáttur við að takast að halda hreinu og með stelpurnar sem lögðu gríðarlega mikið í þennan leik, hjarta og sál. Við lögðum upp með að þetta væri svolítill lykilleikur fyrir okkur og ætluðum að ná í þessi þrjú stig. Við vorum að verjast vel bæði sem lið og einstaklingar og þannig náum við að halda hreinu,“ sagði Gunnar. Fylkir hafði ekki sótt stig í tvo mánuði fyrir leikinn í dag en spilamennskan heilt yfir var góð. Sérð þú miklar framfarir á leik liðsins í dag og að undanförnu? „Klárlega. Varnarleikurinn hefur verið að batna hægt og bítandi hjá okkur. Sóknarleikurinn í dag var allt annar. Við gerðum smá stöðubreytingar sem mér fannst skila góðu, betri færum og betri sóknum,“ sagði Gunnar.
Besta deild kvenna Fylkir Víkingur Reykjavík Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira