Matvöruverslun rís á nýjum reit við Keflavíkurflugvöll Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 3. júlí 2024 10:13 Á myndinni eru frá vinstri og niður Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri verslunar- og mannauðssviðs, Gunnar Egill Sigurðsson forstjóri, Heiður Björk Friðbjörnsdóttir framkvæmdastjóri fjármála- og rekstrarsviðs og Heiðar Róbert Birnuson rekstrarstjóri Nettó. Samkaup Ný verslun Nettó opnar steinsnar frá Keflavíkurflugvelli. Í síðustu viku var fyrsta skóflustunga tekin við Aðaltorg í Reykjanesbæ. Verslunin verður 1400 fermetrar og að sögn Samkaupa, eigenda Nettó, verður hún öll hin glæsilegasta. Í tilkynningu frá Samkaupum kemur fram að Aðaltorg, sem er staðsett í þriggja mínutna akstursfjarlægð frá Keflavíkurflugvelli, verði nýtt verslunar- og þjónustutorg sem muni auðvelda aðgengi ferðalanga að verslun og þjónustu á leið til og frá landinu ásamt því að vera staðsett miðsvæðis gagnvart íbúum bæjarfélaganna á Suðurnesjum. „Það er mikill heiður fyrir okkur að fá að taka þátt í þeirri miklu uppbyggingu sem á sér stað á svæðinu. Verslunin er ein af þeim sem við erum að byggja frá grunni í samstarfi við aðstandendur Aðaltorgs og við erum gífurlega spennt fyrir því að fá að taka þátt í ferlinu frá upphafi. Á sama tíma verður frábært að geta boðið upp á Nettó verslun steinsnar frá Keflavíkurflugvelli og ég hef fulla trú á að hún muni stórbæta aðgengi að verslun á svæðinu,“ er haft eftir Gunni Líf Gunnarsdóttur, framkvæmdastjóra verslunar- og mannauðssviðs hjá Samkaupum, í tilkynningunni. Í tilkynningunni segir jafnframt að þessi nýja verslunin verði „græn verslun“ sem þýði að allt sorp verði flokkað, öll tæki sem þar megi finna verði keyrð á umhverfisvænum orkumiðli, LED-lýsing sé í versluninni og allir frystar og megni kæla verði lokaðir. Framkvæmdin er hluti af umfangsmiklu uppbyggingarverkefni á flugvallarsvæðinu. Stefnt er að því að reisa fjölda íbúða þar sem þurfa að sjálfsögðu matvöruverslun í hæfilegri fjarlægð. „Hugmyndin okkar er sú að tengja og auka þetta þjónustumagn sem getur orðið til verulegra bóta fyrir þjónustustig flugvallarins,“ sagði Ingvar Eyfjörð framkvæmdastjóri verkefnisins sem ber nafnið K64 í samtali við fréttastofu fyrr á árinu. Reykjanesbær Keflavíkurflugvöllur Suðurnesjabær Matvöruverslun Húsnæðismál Verslun Skipulag Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Samstarf „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Grafalvarleg staða Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira
Í tilkynningu frá Samkaupum kemur fram að Aðaltorg, sem er staðsett í þriggja mínutna akstursfjarlægð frá Keflavíkurflugvelli, verði nýtt verslunar- og þjónustutorg sem muni auðvelda aðgengi ferðalanga að verslun og þjónustu á leið til og frá landinu ásamt því að vera staðsett miðsvæðis gagnvart íbúum bæjarfélaganna á Suðurnesjum. „Það er mikill heiður fyrir okkur að fá að taka þátt í þeirri miklu uppbyggingu sem á sér stað á svæðinu. Verslunin er ein af þeim sem við erum að byggja frá grunni í samstarfi við aðstandendur Aðaltorgs og við erum gífurlega spennt fyrir því að fá að taka þátt í ferlinu frá upphafi. Á sama tíma verður frábært að geta boðið upp á Nettó verslun steinsnar frá Keflavíkurflugvelli og ég hef fulla trú á að hún muni stórbæta aðgengi að verslun á svæðinu,“ er haft eftir Gunni Líf Gunnarsdóttur, framkvæmdastjóra verslunar- og mannauðssviðs hjá Samkaupum, í tilkynningunni. Í tilkynningunni segir jafnframt að þessi nýja verslunin verði „græn verslun“ sem þýði að allt sorp verði flokkað, öll tæki sem þar megi finna verði keyrð á umhverfisvænum orkumiðli, LED-lýsing sé í versluninni og allir frystar og megni kæla verði lokaðir. Framkvæmdin er hluti af umfangsmiklu uppbyggingarverkefni á flugvallarsvæðinu. Stefnt er að því að reisa fjölda íbúða þar sem þurfa að sjálfsögðu matvöruverslun í hæfilegri fjarlægð. „Hugmyndin okkar er sú að tengja og auka þetta þjónustumagn sem getur orðið til verulegra bóta fyrir þjónustustig flugvallarins,“ sagði Ingvar Eyfjörð framkvæmdastjóri verkefnisins sem ber nafnið K64 í samtali við fréttastofu fyrr á árinu.
Reykjanesbær Keflavíkurflugvöllur Suðurnesjabær Matvöruverslun Húsnæðismál Verslun Skipulag Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Samstarf „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Grafalvarleg staða Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira