Erfiðast að flytja til Íslands án mömmu sinnar Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 10. júlí 2024 09:01 Alexandra Rún er meðal keppenda í Ungfrú Ísland. Arnór Trausti Alexandra Rún Landmark er nítján ára gömul og eyddi níu árum ævi sinnar í Bandaríkjunum. Mamma Alexöndru er fyrirmynd hennar í lífinu en Alexandra er meðal keppenda í Ungfrú Ísland sem verður haldin í Gamla Bíó 14. ágúst næstkomandi. Lífið á Vísi ræðir við stúlkurnar sem keppast um titilinn Ungfrú Ísland í ár og fær að kynnast þeim aðeins betur. Ungfrú Ísland verður í beinni útsendingu 14. ágúst á Vísi og Stöð 2 Vísi. Fullt nafn? Alexandra Rún Landmark. Aldur? 19 ára. Hvað var það sem vakti áhuga þinn á keppninni? Mömmu var boðið að vera með en hún ákvað að gera það ekki. Hún hefur líka oft sagt mér að það gæti verið gaman að taka þátt. Hvað ert þú búin að læra í ferlinu? Ég hef lært að góð líkamsstaða gerir margt fyrir þig. Alexandra Rún segir góða líkamsstöðu mikilvæga.Arnór Trausti Hvaða tungumál talarðu? Ég bjó í Ameríku í níu ár svo ég tala reiprennandi ensku. Hvað hefur mótað þig mest? Það sem hefur mótað mig mest er að flytja aftur til Íslands og þekkja ekki marga. Ég er í kjölfarið betri í samskiptum við aðra. Erfiðasta lífsreynslan hingað til? Erfiðasta lífsreynslan var að flytja aftur til Íslands án mömmu minnar. Hverju ertu stoltust af? Ég er stoltust af því hvernig mamma ól mig upp sem manneskju og ég er hver ég er í dag vegna hennar. Besta heilræði sem þú hefur fengið? Best ráðið sem ég hef fengið er að ekki einbeita þér að fortíðinni því það mun alltaf draga þig til baka. View this post on Instagram A post shared by Alexandra Rún Landmark (@a.landmarkk) Hver er uppáhalds maturinn þinn? Minn uppáhalds matur er sushi og asískur matur. Hver er þín fyrirmynd í lífinu? Mín fyrirmynd er mamma mín út af því hún er dugleg og góð manneskja og hefur afrekað margt sem ég er stolt af. Hver er frægasta persóna sem þú hefur hitt? Ég fór í mat með Candace Bushnell, sem er höfundur Sex and The City. Ég hef líka hitt Daniel Baldwin og er vinkona dóttur hans. Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í? Ég hef lent í sérsveitinni í Bandaríkjunum af því að litli bróðir minn setti svart límband yfir batterí og einhver hélt að þetta hafi verið sprengja og hringdi í lögguna, stór misskilningur. Hver er þinn helsti ótti? Minn ótti er djúpt vatn eða sjórinn því maður sér ekkert hvað er undir manni. Hvar sérðu þig í framtíðinni? Í framtíðinni langar mig að stofna fyrirtæki og eiga börn og fjölskyldu. Hvaða lag tekur þú í karókí? Lagið sem ég tek í karíoki er Money money money með Abba. Þín mesta gæfa í lífinu? Ég er heppnust með vinkonur og vini sem þykja vænt um mig og hafa alltaf verið til staðar þegar ég þurfti og mömmu sem hefur alltaf stutt mig og leiðbeint mér í gegnum árin. Uppskrift að drauma degi? Vakna í Dubai, fá mér mjög góðan morgunmat, fara svo á ströndina og í sólbað, fá mér sushi í hádegismat, fara á fjórhjól í eyðimörkinni við sólsetur og fá mér að lokum fínan kvöldmat. Hér er hægt að kjósa í Ungfrú Ísland. Ungfrú Ísland Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Fleiri fréttir Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sjá meira
Lífið á Vísi ræðir við stúlkurnar sem keppast um titilinn Ungfrú Ísland í ár og fær að kynnast þeim aðeins betur. Ungfrú Ísland verður í beinni útsendingu 14. ágúst á Vísi og Stöð 2 Vísi. Fullt nafn? Alexandra Rún Landmark. Aldur? 19 ára. Hvað var það sem vakti áhuga þinn á keppninni? Mömmu var boðið að vera með en hún ákvað að gera það ekki. Hún hefur líka oft sagt mér að það gæti verið gaman að taka þátt. Hvað ert þú búin að læra í ferlinu? Ég hef lært að góð líkamsstaða gerir margt fyrir þig. Alexandra Rún segir góða líkamsstöðu mikilvæga.Arnór Trausti Hvaða tungumál talarðu? Ég bjó í Ameríku í níu ár svo ég tala reiprennandi ensku. Hvað hefur mótað þig mest? Það sem hefur mótað mig mest er að flytja aftur til Íslands og þekkja ekki marga. Ég er í kjölfarið betri í samskiptum við aðra. Erfiðasta lífsreynslan hingað til? Erfiðasta lífsreynslan var að flytja aftur til Íslands án mömmu minnar. Hverju ertu stoltust af? Ég er stoltust af því hvernig mamma ól mig upp sem manneskju og ég er hver ég er í dag vegna hennar. Besta heilræði sem þú hefur fengið? Best ráðið sem ég hef fengið er að ekki einbeita þér að fortíðinni því það mun alltaf draga þig til baka. View this post on Instagram A post shared by Alexandra Rún Landmark (@a.landmarkk) Hver er uppáhalds maturinn þinn? Minn uppáhalds matur er sushi og asískur matur. Hver er þín fyrirmynd í lífinu? Mín fyrirmynd er mamma mín út af því hún er dugleg og góð manneskja og hefur afrekað margt sem ég er stolt af. Hver er frægasta persóna sem þú hefur hitt? Ég fór í mat með Candace Bushnell, sem er höfundur Sex and The City. Ég hef líka hitt Daniel Baldwin og er vinkona dóttur hans. Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í? Ég hef lent í sérsveitinni í Bandaríkjunum af því að litli bróðir minn setti svart límband yfir batterí og einhver hélt að þetta hafi verið sprengja og hringdi í lögguna, stór misskilningur. Hver er þinn helsti ótti? Minn ótti er djúpt vatn eða sjórinn því maður sér ekkert hvað er undir manni. Hvar sérðu þig í framtíðinni? Í framtíðinni langar mig að stofna fyrirtæki og eiga börn og fjölskyldu. Hvaða lag tekur þú í karókí? Lagið sem ég tek í karíoki er Money money money með Abba. Þín mesta gæfa í lífinu? Ég er heppnust með vinkonur og vini sem þykja vænt um mig og hafa alltaf verið til staðar þegar ég þurfti og mömmu sem hefur alltaf stutt mig og leiðbeint mér í gegnum árin. Uppskrift að drauma degi? Vakna í Dubai, fá mér mjög góðan morgunmat, fara svo á ströndina og í sólbað, fá mér sushi í hádegismat, fara á fjórhjól í eyðimörkinni við sólsetur og fá mér að lokum fínan kvöldmat. Hér er hægt að kjósa í Ungfrú Ísland.
Ungfrú Ísland Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Fleiri fréttir Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sjá meira