„Eru örugglega að leita sér að einhverju fersku“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. júlí 2024 13:31 Sigdís Eva Bárðardóttir hefur skorað þrjú mörk fyrir Víking í Bestu deildinni í sumar. Vísir/Hulda Margrét Helena Ólafsdóttir og sérfræðingar hennar í Bestu mörkunum ræddu framtíð Sigdísar Evu Bárðardóttur, átján ára framherja Víkings, en hún gæti verið á förum úr Víkinni á næstu vikum. Sigdís Eva hefur verið orðuð við sænska úrvalsdeildarliðið Norrköping og gæti því bæst í hóp fjölda íslenskra leikmanna í þeirri flottu deild. Sigdís er samt mjög ung ennþá og sérfræðingarnir veltu fyrir sér, hvort hún væri búinn að klára stúdentsprófið eða hvernig stæði hjá henni utan vallar, ef hún ætlaði að taka þetta skref svona snemma á sinum ferli. Helena vitnaði í orð Þóru fyrir þáttinn um að samkvæmt móðureðlinu þá myndi Þóra ekki senda hana út á þessum tímapunkti. Horfa á hvað Katla er að gera „Það eru komnir miklu meiri peningar í þetta,“ sagði Þóra Björg Helgadóttir sem sjálf spilaði lengi erlendis. Þóra velti því fyrir sér hvort Sigdís væri búin að klára stúdentinn sem Þóra telur að væri klókt hjá henni að gera. Helena benti síðan á það það væri hægt að klára stúdentinn í fjarnámi. „Norrköping er lið um miðja deild og þetta er örugglega frábær aðstaða og góður staður. Það er búið að vera eitthvað aðeins bras á þeim og þeir eru örugglega að leita sér að einhverju fersku eftir pásuna,“ sagði Þóra Björg en sænska deildin fer í sumarfrí á næstunni. „Ef ég væri að leita að leikmönnum fyrir Norrköping og væri að horfa á það hvernig Katla Tryggvadóttir er að koma inn hjá Kristianstad, þá væru augun mín klárlega á þessum stelpum sem hafa verið í kringum þessa sterku árganga í yngri landsliðunum okkar,“ sagði Mist Rúnarsdóttir. „Sigdís var að spila upp fyrir sig á U19 móti í fyrra og það vekur strax athygli. Hún var frábær í Lengjudeildinni í fyrra og er búin að vera frábær í Bestu deildinni í sumar. Auðvitað er þetta leikmaður sem mun fá þessa athygli ef hún heldur áfram að spila svona,“ sagði Mist. Ef ekki þá er hún á frábærum stað „Spurningin er bara er það Norrköping núna eða eitthvað annað eftir ár,“ sagði Mist. „Mér finnst stelpur af þessu kaliberi eigi ekki að sætta sig við að spila ekki. Mér finnst sumir markverðirnir vera að sitja of lengi á bekknum. Ef þú ætlar þér alla leið þá þarftu að spila. Ef hún er viss að hún sé að fara fá að spila af viti, frábært. Ef ekki þá er hún á frábærum stað,“ sagði Þóra. Það má horfa á alla umfjöllunina um Sigdísi hér fyrir neðan. Klippa: Bestu mörkin: Umræða um framtíðina hjá Sigdísi Evu Besta deild kvenna Víkingur Reykjavík Bestu mörkin Mest lesið Í beinni: Ísrael - Ísland | Fyrsti leikur á EM Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Fleiri fréttir „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Sjá meira
Sigdís Eva hefur verið orðuð við sænska úrvalsdeildarliðið Norrköping og gæti því bæst í hóp fjölda íslenskra leikmanna í þeirri flottu deild. Sigdís er samt mjög ung ennþá og sérfræðingarnir veltu fyrir sér, hvort hún væri búinn að klára stúdentsprófið eða hvernig stæði hjá henni utan vallar, ef hún ætlaði að taka þetta skref svona snemma á sinum ferli. Helena vitnaði í orð Þóru fyrir þáttinn um að samkvæmt móðureðlinu þá myndi Þóra ekki senda hana út á þessum tímapunkti. Horfa á hvað Katla er að gera „Það eru komnir miklu meiri peningar í þetta,“ sagði Þóra Björg Helgadóttir sem sjálf spilaði lengi erlendis. Þóra velti því fyrir sér hvort Sigdís væri búin að klára stúdentinn sem Þóra telur að væri klókt hjá henni að gera. Helena benti síðan á það það væri hægt að klára stúdentinn í fjarnámi. „Norrköping er lið um miðja deild og þetta er örugglega frábær aðstaða og góður staður. Það er búið að vera eitthvað aðeins bras á þeim og þeir eru örugglega að leita sér að einhverju fersku eftir pásuna,“ sagði Þóra Björg en sænska deildin fer í sumarfrí á næstunni. „Ef ég væri að leita að leikmönnum fyrir Norrköping og væri að horfa á það hvernig Katla Tryggvadóttir er að koma inn hjá Kristianstad, þá væru augun mín klárlega á þessum stelpum sem hafa verið í kringum þessa sterku árganga í yngri landsliðunum okkar,“ sagði Mist Rúnarsdóttir. „Sigdís var að spila upp fyrir sig á U19 móti í fyrra og það vekur strax athygli. Hún var frábær í Lengjudeildinni í fyrra og er búin að vera frábær í Bestu deildinni í sumar. Auðvitað er þetta leikmaður sem mun fá þessa athygli ef hún heldur áfram að spila svona,“ sagði Mist. Ef ekki þá er hún á frábærum stað „Spurningin er bara er það Norrköping núna eða eitthvað annað eftir ár,“ sagði Mist. „Mér finnst stelpur af þessu kaliberi eigi ekki að sætta sig við að spila ekki. Mér finnst sumir markverðirnir vera að sitja of lengi á bekknum. Ef þú ætlar þér alla leið þá þarftu að spila. Ef hún er viss að hún sé að fara fá að spila af viti, frábært. Ef ekki þá er hún á frábærum stað,“ sagði Þóra. Það má horfa á alla umfjöllunina um Sigdísi hér fyrir neðan. Klippa: Bestu mörkin: Umræða um framtíðina hjá Sigdísi Evu
Besta deild kvenna Víkingur Reykjavík Bestu mörkin Mest lesið Í beinni: Ísrael - Ísland | Fyrsti leikur á EM Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Fleiri fréttir „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Sjá meira