Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð út síðdegis til að aðstoða lögregluna á Suðurlandi vegna atviks nærri Þykkvabæ. Kartöflubóndi segir nágranna sína hafa skotið í átt að gröfumanni sem var við vinnu.
Í kvöldfréttunum hittum við á veðurfræðing í beinni útsendingu, sem spáir fyrir um framtíð sumarsins. Blíðskaparveður var í höfuðborginni í dag.
Við kíkjum vestur um haf þar sem hitabeltisstormurinn Beryl hefur skilið heilu eyjarnar í Karíbahafi í rúst.