Náttúran hafi sterkt umboð í samfélaginu og þurfi ekki umboðsmann Jón Ísak Ragnarsson skrifar 8. júlí 2024 15:27 Guðlaugur Þór telur að umgjörð náttúruverndarmála á Íslandi geri það að verkum að umboð náttúrunnar sé sterkt. Vísir/Vilhelm Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis- orku og loftslagsráðherra, sér ekki ástæðu til þess að stofna sérstakt embætti umboðsmanns náttúrunnar, náttúran hafi þegar sterkt umboð í samfélaginu. Þetta kemur fram í svari ráðherrans við fyrirspurn Valgerðar Árnadóttur, varaþingmanns Pírata. „Náttúruvernd hefur á undanförnum árum fengið aukið vægi í almennri umræðu. Ýmislegt hefur orðið til þess, m.a. fjölbreytt umræða um landnýtingu, svo sem vegna virkjunaráforma, landbúnaðar og skógræktar,“ segir í svarinu. Umræðan um náttúruvernd hafi leitt til aukinnar vitundar samfélagins um mikilvægi þess að vernda náttúruna og nýta hana á sjálfbæran máta. Einföldun stofnanakerfisins leiði til öflugri náttúruverndar Fyrirspurn Valgerðar var eftirfarandi: „Hyggst ráðherra beita sér fyrir stofnun embættis umboðsmanns náttúrunnar eins og náttúruverndarsamtök á Íslandi hafa óskað eftir?“ Í svarinu segir að stutta svarið sé nei, náttúran hafi þegar sterkt umboð í samfélaginu. „Að baki því svari liggja nokkrar ástæður. Fyrst ber að nefna að ráðherra er þeirrar skoðunar að málaflokki náttúruverndar sé ekki betur borgið undir hatti margra stofnana, heldur sé mun árangursríkara fyrir náttúruvernd að einfalda til muna stofnanakerfið.“ Með þau markmið í huga hafi ráðherra lagt fram á Alþingi frumvarp um sameiningu þeirra stofnana ráðuneytisins sem hafa umsjón með náttúruvernd. Valgerður Árnadóttir, varaþingmaður Pírata, spurði ráðherra hvort hann hyggðist beita sér fyrir stofnun embættis umboðsmanns náttúrunnar, eins og náttúruverndarsamtök á Íslandi hafa óskað eftir.Vísir/Arnar Rétt að ítreka aukna vitund samfélagsins um náttúru- og umhverfismál Þá segir að einnig sé rétt að ítreka aukna vitund samfélagsins um mikilvægi náttúruverndar- og umhverfismála. Þátttaka almennings og annara hagsmunaaðila í ákvörðunum og undirbúningi stefnumiða er snúa að umhverfismálum sé tryggð í ýmsum lögum. Einnig megi nefna að á undanförnum árum hafi fjölmörg svæði verið friðlýst og nú sé um fjórðungur lansins friðlýstur. „Ráðherra telur enn fremur mikilvægt að minnast á frumkvæði nærsamfélaga hvað varðar landshlutabundna náttúruvernd. Góður árangur í náttúruvernd næst ekki nema sá hluti þjóðarinnar sem býr á eða í grennd við náttúruverndarsvæði, eða svæði sem tillaga er um að vernda, sé virkur þátttakandi.“ Aukinn áhugi sé að vakna í samfélaginu um stofnun þjóðgarða um náttúruperlur. Þá segir að lokum að ráðherra sé þeirrar skoðunar að umgjörð náttúruverndarmála á Íslandi geri það að verkum að umboð náttúrunnar sé sterkt, og sé rétta leiðin að því að ná betri árangri í náttúruvernd. Umhverfismál Stjórnsýsla Loftslagsmál Tengdar fréttir Mikil tækifæri felist í að gera Þórsmörk að þjóðgarði Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis- orku og loftslagsráðherra, hefur skipað þriggja manna starfshóp sem mun skoða fýsileika þess að stofnaður verði þjóðgarður í Þórsmörk. Ráðherranum líst vel á hugmyndina og segir ánægjulegt að sjá hvernig sveitarfélögin eru að taka við sér. Sveitarstjóri segir friðlýsingu bjóða tækifæri í uppbyggingu. 3. júlí 2024 12:37 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
„Náttúruvernd hefur á undanförnum árum fengið aukið vægi í almennri umræðu. Ýmislegt hefur orðið til þess, m.a. fjölbreytt umræða um landnýtingu, svo sem vegna virkjunaráforma, landbúnaðar og skógræktar,“ segir í svarinu. Umræðan um náttúruvernd hafi leitt til aukinnar vitundar samfélagins um mikilvægi þess að vernda náttúruna og nýta hana á sjálfbæran máta. Einföldun stofnanakerfisins leiði til öflugri náttúruverndar Fyrirspurn Valgerðar var eftirfarandi: „Hyggst ráðherra beita sér fyrir stofnun embættis umboðsmanns náttúrunnar eins og náttúruverndarsamtök á Íslandi hafa óskað eftir?“ Í svarinu segir að stutta svarið sé nei, náttúran hafi þegar sterkt umboð í samfélaginu. „Að baki því svari liggja nokkrar ástæður. Fyrst ber að nefna að ráðherra er þeirrar skoðunar að málaflokki náttúruverndar sé ekki betur borgið undir hatti margra stofnana, heldur sé mun árangursríkara fyrir náttúruvernd að einfalda til muna stofnanakerfið.“ Með þau markmið í huga hafi ráðherra lagt fram á Alþingi frumvarp um sameiningu þeirra stofnana ráðuneytisins sem hafa umsjón með náttúruvernd. Valgerður Árnadóttir, varaþingmaður Pírata, spurði ráðherra hvort hann hyggðist beita sér fyrir stofnun embættis umboðsmanns náttúrunnar, eins og náttúruverndarsamtök á Íslandi hafa óskað eftir.Vísir/Arnar Rétt að ítreka aukna vitund samfélagsins um náttúru- og umhverfismál Þá segir að einnig sé rétt að ítreka aukna vitund samfélagsins um mikilvægi náttúruverndar- og umhverfismála. Þátttaka almennings og annara hagsmunaaðila í ákvörðunum og undirbúningi stefnumiða er snúa að umhverfismálum sé tryggð í ýmsum lögum. Einnig megi nefna að á undanförnum árum hafi fjölmörg svæði verið friðlýst og nú sé um fjórðungur lansins friðlýstur. „Ráðherra telur enn fremur mikilvægt að minnast á frumkvæði nærsamfélaga hvað varðar landshlutabundna náttúruvernd. Góður árangur í náttúruvernd næst ekki nema sá hluti þjóðarinnar sem býr á eða í grennd við náttúruverndarsvæði, eða svæði sem tillaga er um að vernda, sé virkur þátttakandi.“ Aukinn áhugi sé að vakna í samfélaginu um stofnun þjóðgarða um náttúruperlur. Þá segir að lokum að ráðherra sé þeirrar skoðunar að umgjörð náttúruverndarmála á Íslandi geri það að verkum að umboð náttúrunnar sé sterkt, og sé rétta leiðin að því að ná betri árangri í náttúruvernd.
Umhverfismál Stjórnsýsla Loftslagsmál Tengdar fréttir Mikil tækifæri felist í að gera Þórsmörk að þjóðgarði Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis- orku og loftslagsráðherra, hefur skipað þriggja manna starfshóp sem mun skoða fýsileika þess að stofnaður verði þjóðgarður í Þórsmörk. Ráðherranum líst vel á hugmyndina og segir ánægjulegt að sjá hvernig sveitarfélögin eru að taka við sér. Sveitarstjóri segir friðlýsingu bjóða tækifæri í uppbyggingu. 3. júlí 2024 12:37 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
Mikil tækifæri felist í að gera Þórsmörk að þjóðgarði Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis- orku og loftslagsráðherra, hefur skipað þriggja manna starfshóp sem mun skoða fýsileika þess að stofnaður verði þjóðgarður í Þórsmörk. Ráðherranum líst vel á hugmyndina og segir ánægjulegt að sjá hvernig sveitarfélögin eru að taka við sér. Sveitarstjóri segir friðlýsingu bjóða tækifæri í uppbyggingu. 3. júlí 2024 12:37