Dreymir um eigið kanínuathvarf Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 11. júlí 2024 09:01 Kolfinna er meðal keppenda í Ungfrú Ísland. Evoto Kolfinna Mist Austfjörð er mikill dýravinur sem hefur sömuleiðis mikinn áhuga á Ungfrú Ísland. Hún er að taka þátt í þriðja sinn í ár og segist læra eitthvað nýtt í hvert skipti, þar á meðal að standa með sínum skoðunum. Lífið á Vísi ræðir við stúlkurnar sem keppast um titilinn Ungfrú Ísland í ár og fær að kynnast þeim aðeins betur. Ungfrú Ísland verður í beinni útsendingu 14. ágúst á Vísi og Stöð 2 Vísi. Kolfinna er mikill dýravinur.Arnór Trausti Fullt nafn? Kolfinna Mist Austfjörð. Aldur? 27 ára. Starf? Afgreiðsla í Noma. Hvað var það sem vakti áhuga þinn á keppninni? Ég hef haft áhuga á svona keppnum í mörg ár en ég tók fyrst þátt árið 2019 eftir að hafa fylgst með fyrrum keppendum og sigurvegurum á samfélagsmiðlum. Hvað ert þú búin að læra í ferlinu? Þar sem þetta er þriðja skiptið sem ég tek þátt get ég sagt að ég hef lært eitthvað nýtt í hvert skipti. Ég læri ekki bara mínar skoðanir á mikilvægum málum en líka að standa með þeim skoðunum. Einnig skemmtilega hluti eins og hvaða farði fer mér best og ég hef bætt sjálfstraustið mitt heilan helling. Hvaða tungumál talarðu? Íslensku, norsku, og ensku. Ég tel mig líka geta talað við dýrin mín en það er ekki víst að þau séu sammála. Hvað hefur mótað þig mest? Ég flutti til Noregs með mömmu minni á unglingsárunum og það er oft mjög erfiður og viðkvæmur tími í lífinu. Að flytja frá restinni af fjölskyldunni og vinum mínum var erfitt og samkvæmt mömmu grét ég svo mikið fyrstu vikuna að hún var næstum því búin að flytja aftur heim með mig. Þetta var þó ómetanleg upplifun og stór ástæða þess að ég er manneskjan sem ég er í dag. Erfiðasta lífsreynslan hingað til? Að rífa mig upp úr mjög erfiðu andlegu ástandi eftir nokkur áföll yfir nokkur ár. En það er ekkert betra en að geta sagt að ég sé sterkari fyrir vikið og enn þakklátari fyrir lífið sem mér var gefið. View this post on Instagram A post shared by Kolfinna Mist (@mistyaustfjord) Hverju ertu stoltust af? Ég er stoltust af því hvað ég hef geta gefið gæludýrunum mínum gott líf, með því að fræðast um og læra hvað er best fyrir þau og hvað þau þurfa. Besta heilræði sem þú hefur fengið? Allur textinn í Dear Reader laginu eftir Taylor Swift en sérstaklega „Bend when you can, snap when you have to“. Hver er uppáhalds maturinn þinn? Harðfiskur með smjöri! Hver er þín fyrirmynd í lífinu? Fjölskyldan mín og Buffy The Vampire Slayer. Hver er frægasta persóna sem þú hefur hitt? Billy Corgan! The Smashing Pumpkins er uppáhalds hljómsveitin mín, þannig það var mjög spennandi. Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í? Bara alltaf þegar einhver segir mér nafnið sitt og gullfiskaminnið stelur því úr heilanum á mér jafnóðum. Hver er þinn helsti ótti? Að lykta illa. Hvar sérðu þig í framtíðinni? Með mitt eigið kanínuathvarf, sem einnig verður með hamstra og naggrísi og í litlu húsi í sveit þar sem hesturinn minn getur verið í garðinum. Hvaða lag tekur þú í karókí? Breath með Breaking Benjamin. Þín mesta gæfa í lífinu? Fjölskyldan mín. Uppskrift að drauma degi? Vakna snemma og fara í göngutúr úti í uppáhalds veðrinu mínu, þegar það er sól og frost á sama tíma. Síðan að sinna dýrunum mínum og bjóða mömmu í kaffi. Á drauma deginum mínum færi ég líka í sveitina til pabba í kvöldmat og kíki á hestinn minn í leiðinni. Í lok dags myndi ég fara í langt bað og lesa og enda svo daginn uppi í rúmi að kúra með kanínunum mínum, hekla og horfa á Dexter með kærastanum. Hér er hægt að kjósa í Ungfrú Ísland. Ungfrú Ísland Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Fleiri fréttir Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Sjá meira
Lífið á Vísi ræðir við stúlkurnar sem keppast um titilinn Ungfrú Ísland í ár og fær að kynnast þeim aðeins betur. Ungfrú Ísland verður í beinni útsendingu 14. ágúst á Vísi og Stöð 2 Vísi. Kolfinna er mikill dýravinur.Arnór Trausti Fullt nafn? Kolfinna Mist Austfjörð. Aldur? 27 ára. Starf? Afgreiðsla í Noma. Hvað var það sem vakti áhuga þinn á keppninni? Ég hef haft áhuga á svona keppnum í mörg ár en ég tók fyrst þátt árið 2019 eftir að hafa fylgst með fyrrum keppendum og sigurvegurum á samfélagsmiðlum. Hvað ert þú búin að læra í ferlinu? Þar sem þetta er þriðja skiptið sem ég tek þátt get ég sagt að ég hef lært eitthvað nýtt í hvert skipti. Ég læri ekki bara mínar skoðanir á mikilvægum málum en líka að standa með þeim skoðunum. Einnig skemmtilega hluti eins og hvaða farði fer mér best og ég hef bætt sjálfstraustið mitt heilan helling. Hvaða tungumál talarðu? Íslensku, norsku, og ensku. Ég tel mig líka geta talað við dýrin mín en það er ekki víst að þau séu sammála. Hvað hefur mótað þig mest? Ég flutti til Noregs með mömmu minni á unglingsárunum og það er oft mjög erfiður og viðkvæmur tími í lífinu. Að flytja frá restinni af fjölskyldunni og vinum mínum var erfitt og samkvæmt mömmu grét ég svo mikið fyrstu vikuna að hún var næstum því búin að flytja aftur heim með mig. Þetta var þó ómetanleg upplifun og stór ástæða þess að ég er manneskjan sem ég er í dag. Erfiðasta lífsreynslan hingað til? Að rífa mig upp úr mjög erfiðu andlegu ástandi eftir nokkur áföll yfir nokkur ár. En það er ekkert betra en að geta sagt að ég sé sterkari fyrir vikið og enn þakklátari fyrir lífið sem mér var gefið. View this post on Instagram A post shared by Kolfinna Mist (@mistyaustfjord) Hverju ertu stoltust af? Ég er stoltust af því hvað ég hef geta gefið gæludýrunum mínum gott líf, með því að fræðast um og læra hvað er best fyrir þau og hvað þau þurfa. Besta heilræði sem þú hefur fengið? Allur textinn í Dear Reader laginu eftir Taylor Swift en sérstaklega „Bend when you can, snap when you have to“. Hver er uppáhalds maturinn þinn? Harðfiskur með smjöri! Hver er þín fyrirmynd í lífinu? Fjölskyldan mín og Buffy The Vampire Slayer. Hver er frægasta persóna sem þú hefur hitt? Billy Corgan! The Smashing Pumpkins er uppáhalds hljómsveitin mín, þannig það var mjög spennandi. Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í? Bara alltaf þegar einhver segir mér nafnið sitt og gullfiskaminnið stelur því úr heilanum á mér jafnóðum. Hver er þinn helsti ótti? Að lykta illa. Hvar sérðu þig í framtíðinni? Með mitt eigið kanínuathvarf, sem einnig verður með hamstra og naggrísi og í litlu húsi í sveit þar sem hesturinn minn getur verið í garðinum. Hvaða lag tekur þú í karókí? Breath með Breaking Benjamin. Þín mesta gæfa í lífinu? Fjölskyldan mín. Uppskrift að drauma degi? Vakna snemma og fara í göngutúr úti í uppáhalds veðrinu mínu, þegar það er sól og frost á sama tíma. Síðan að sinna dýrunum mínum og bjóða mömmu í kaffi. Á drauma deginum mínum færi ég líka í sveitina til pabba í kvöldmat og kíki á hestinn minn í leiðinni. Í lok dags myndi ég fara í langt bað og lesa og enda svo daginn uppi í rúmi að kúra með kanínunum mínum, hekla og horfa á Dexter með kærastanum. Hér er hægt að kjósa í Ungfrú Ísland.
Ungfrú Ísland Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Fleiri fréttir Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Sjá meira