„Klippingin sem frelsaði mig“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 9. júlí 2024 11:10 Chanel Björk, fjölmiðlakona og meistaranemi, lét síða hárið fjúka og deilir reynslu sinni af því. Aðsend „Það ættu öll að prófa það einhverntímann að ögra ríkjandi hugmyndum samfélagsins, hverjum er ekki sama,“ skrifar fjölmiðlakonan og meistaraneminn Chanel Björk sem tók afdrifaríka ákvörðun fyrr í sumar og lét klippa allt hárið af sér. Hún segist ekki alveg hafa áttað sig á því hve áhrifaríkt það yrði. Tárin streymdu niður á hárgreiðslustofunni Chanel Björk er búsett í London og heldur uppi nýrri bloggsíðu þar sem hún skrifar ýmsar hugleiðingar. „Audre Lorde skrifaði árið 1977 „Þögnin þín mun ekki vernda þig“. Því ætla ég að fylgja hennar orðum, og mun skrifa hér um hluti sem ég þori stundum ekki að deila með öðrum – um uppruna, sjálfsmynd og samfélög,“ skrifar Chanel í upphafi nýjasta pistilsins. Þar deilir hún upplifun sinni af því að klippa af sér hárið en Lífið á Vísi fékk góðfúslegt leyfi frá Chanel til að skrifa hluta af honum upp. „Það er rúmlega mánuður síðan að ég fór á hárgreiðslustofu hér í London, horfði á hárgreiðslukonuna og sagði „I want to do a big chop“. Sekúndum seinna byrjuðu tár að streyma niður kinnarnar mínar. Ég réði engan veginn við mig, og kom varla orði að í gegnum tárin. Svo snéri hin hárgreiðslukonan á stofunni við, og kúnninn hennar líka. Og allt í einu voru þrjár manneskjur starandi á mig, hágrátandi, yfir klippingu.“ Chanel Björk lét klippa sig stutt og var hárgreiðslustofuferðin sannarlega eftirminnileg. Aðsend Ákveðin í að endurnýja hárið Chanel segir að þegar hún áttaði sig á því að hún væri stödd á hárgreiðslustofu en ekki hjá sálfræðingi hafi hún náð að draga inn djúpa andann og biðjast afsökunar eins og iðulega er gert í Bretlandi. „Það er svo fyndið, bæði í Bretlandi og á Íslandi þá vekur það svo mikil óþægindi hjá fólki þegar aðrir gráta í kringum mann. Það fer allt í panikk. Ég fann það að hárgreiðslukonan mín var ekki að búast við þessu þegar ég settist í stólinn og hin hljóp til að ná í tissue fyrir mig, á meðan að kúnninn hennar horfði á mig með vorkunnarsvip. Allt saman átti þetta sér stað vegna þess að ég hafði ákeðið, eftir íhugun í dágóðan tíma, að klippa hárið mitt stutt. Ég vildi ekki krúnuraka mig, en ég vildi hafa það mjög stutt. Mig langaði til að endurnýja hárið mitt, eftir mörg ár af stanslausri baráttu við krullurnar mínar, og leyfa þeim að vaxa upp nýtt. Heilbrigðari og jafnvel fallegri. Ég sá það og sé það ennþá hvernig krullurnar mínar verða þegar þær hafa vaxið aftur - endurnærðar og ferskar, eða það vona ég að minnsta kosti.“ Chanel finnur fyrir miklu frelsi með stutta hárið þrátt fyrir að því hafi fylgt flóknar tilfinningar.Aðsend Skaðlegar fegurðarstaðalímyndir samfélagsins Að sögn Chanel vísar Big chop í hefð í hármenningu svartra kvenna, sem klippa hárið sitt alveg stutt til að losa sig við óheilbrigt hár sem hefur skemmst vegna hita (heat-damage), eða sléttunarmeðferðir (relaxer). „Og í raun bara stanslaus afskipti af hárinu okkar til að temja það að fegurðarstaðalímyndum samfélagsins.“ Hún sýndi þá hárgreiðslukonunni myndir af Hollywood stjörnunni Halle Berry og stutthærðri skvísu af Instagram og segist hafa fengið undarleg viðbrögð frá hárgreiðslukonunni sem var í smá sjokki yfir því hve stutt hún vildi klippa það. Hún hafi nú þegar verið grátandi og hún hefði því búist við því að hárgreiðslukonan gæti verið smávegis hvetjandi. „Einhvern veginn bjóst ég við því að hún væri alltaf að fá kúnna til sín sem voru í miklu uppnámi yfir hárinu sínu. Það helltust yfir mig efasemdir - á ég nokkuð að vera að gera þetta? Langar mig þetta virkilega? Mun þetta fara mér? Verð ég ekki bara eins og ungur strákur? Mun kærastanum mínum finnast ég sæt?“ Chanel er búsett í London og er í meistaranámi í Postcolonial-fræðum.Aðsend Frelsandi og gæti ekki mælt meira með Chanel er í námi í nýlendufræðum eða Postcolonial-fræðum í Bretlandi. „Þrátt fyrir að hafa lesið svo margt um valdaójafnvægið sem vestrænar eða evrópskar staðalímyndir skapa (þá sérstaklega í tilliti til kyns, kynþáttar, kynhneigðar o.s.frv), þá á ég enn svo langt í land með því að afgera allar þær hugmyndir sem samfélagið hefur kennt mér. Hugmyndir um hvernig ég skal haga mér sem konu. Hugmyndir um það hver ég er sem svört kona. Hugmyndir um hvernig ég fæ samþykki í samfélaginu, með því að aðlaga útlit mitt að þessum ómögulegu staðalímyndum. Ég held mögulega að mér hafi fundist svo erfitt að klippa hárið mitt stutt, því þetta var í fyrsta skipti í langan tíma sem ég var að fara á móti ríkjandi hugmyndum um það sem er þótt fallegt. Ég gerði þetta fyrir sjálfa mig, ekki fyrir augu karlmanna eða augu hvítra… heldur fyrir mig. Hversu frelsandi. Ég get ekki mælt meira með því. Það ættu öll að prófa það einhverntímann að ögra ríkjandi hugmyndum samfélagsins, hverjum er ekki sama,“ skrifar Chanel að lokum en hér má lesa allan pistilinn í heild sinni. Hár og förðun Fjölmenning Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Sjá meira
Tárin streymdu niður á hárgreiðslustofunni Chanel Björk er búsett í London og heldur uppi nýrri bloggsíðu þar sem hún skrifar ýmsar hugleiðingar. „Audre Lorde skrifaði árið 1977 „Þögnin þín mun ekki vernda þig“. Því ætla ég að fylgja hennar orðum, og mun skrifa hér um hluti sem ég þori stundum ekki að deila með öðrum – um uppruna, sjálfsmynd og samfélög,“ skrifar Chanel í upphafi nýjasta pistilsins. Þar deilir hún upplifun sinni af því að klippa af sér hárið en Lífið á Vísi fékk góðfúslegt leyfi frá Chanel til að skrifa hluta af honum upp. „Það er rúmlega mánuður síðan að ég fór á hárgreiðslustofu hér í London, horfði á hárgreiðslukonuna og sagði „I want to do a big chop“. Sekúndum seinna byrjuðu tár að streyma niður kinnarnar mínar. Ég réði engan veginn við mig, og kom varla orði að í gegnum tárin. Svo snéri hin hárgreiðslukonan á stofunni við, og kúnninn hennar líka. Og allt í einu voru þrjár manneskjur starandi á mig, hágrátandi, yfir klippingu.“ Chanel Björk lét klippa sig stutt og var hárgreiðslustofuferðin sannarlega eftirminnileg. Aðsend Ákveðin í að endurnýja hárið Chanel segir að þegar hún áttaði sig á því að hún væri stödd á hárgreiðslustofu en ekki hjá sálfræðingi hafi hún náð að draga inn djúpa andann og biðjast afsökunar eins og iðulega er gert í Bretlandi. „Það er svo fyndið, bæði í Bretlandi og á Íslandi þá vekur það svo mikil óþægindi hjá fólki þegar aðrir gráta í kringum mann. Það fer allt í panikk. Ég fann það að hárgreiðslukonan mín var ekki að búast við þessu þegar ég settist í stólinn og hin hljóp til að ná í tissue fyrir mig, á meðan að kúnninn hennar horfði á mig með vorkunnarsvip. Allt saman átti þetta sér stað vegna þess að ég hafði ákeðið, eftir íhugun í dágóðan tíma, að klippa hárið mitt stutt. Ég vildi ekki krúnuraka mig, en ég vildi hafa það mjög stutt. Mig langaði til að endurnýja hárið mitt, eftir mörg ár af stanslausri baráttu við krullurnar mínar, og leyfa þeim að vaxa upp nýtt. Heilbrigðari og jafnvel fallegri. Ég sá það og sé það ennþá hvernig krullurnar mínar verða þegar þær hafa vaxið aftur - endurnærðar og ferskar, eða það vona ég að minnsta kosti.“ Chanel finnur fyrir miklu frelsi með stutta hárið þrátt fyrir að því hafi fylgt flóknar tilfinningar.Aðsend Skaðlegar fegurðarstaðalímyndir samfélagsins Að sögn Chanel vísar Big chop í hefð í hármenningu svartra kvenna, sem klippa hárið sitt alveg stutt til að losa sig við óheilbrigt hár sem hefur skemmst vegna hita (heat-damage), eða sléttunarmeðferðir (relaxer). „Og í raun bara stanslaus afskipti af hárinu okkar til að temja það að fegurðarstaðalímyndum samfélagsins.“ Hún sýndi þá hárgreiðslukonunni myndir af Hollywood stjörnunni Halle Berry og stutthærðri skvísu af Instagram og segist hafa fengið undarleg viðbrögð frá hárgreiðslukonunni sem var í smá sjokki yfir því hve stutt hún vildi klippa það. Hún hafi nú þegar verið grátandi og hún hefði því búist við því að hárgreiðslukonan gæti verið smávegis hvetjandi. „Einhvern veginn bjóst ég við því að hún væri alltaf að fá kúnna til sín sem voru í miklu uppnámi yfir hárinu sínu. Það helltust yfir mig efasemdir - á ég nokkuð að vera að gera þetta? Langar mig þetta virkilega? Mun þetta fara mér? Verð ég ekki bara eins og ungur strákur? Mun kærastanum mínum finnast ég sæt?“ Chanel er búsett í London og er í meistaranámi í Postcolonial-fræðum.Aðsend Frelsandi og gæti ekki mælt meira með Chanel er í námi í nýlendufræðum eða Postcolonial-fræðum í Bretlandi. „Þrátt fyrir að hafa lesið svo margt um valdaójafnvægið sem vestrænar eða evrópskar staðalímyndir skapa (þá sérstaklega í tilliti til kyns, kynþáttar, kynhneigðar o.s.frv), þá á ég enn svo langt í land með því að afgera allar þær hugmyndir sem samfélagið hefur kennt mér. Hugmyndir um hvernig ég skal haga mér sem konu. Hugmyndir um það hver ég er sem svört kona. Hugmyndir um hvernig ég fæ samþykki í samfélaginu, með því að aðlaga útlit mitt að þessum ómögulegu staðalímyndum. Ég held mögulega að mér hafi fundist svo erfitt að klippa hárið mitt stutt, því þetta var í fyrsta skipti í langan tíma sem ég var að fara á móti ríkjandi hugmyndum um það sem er þótt fallegt. Ég gerði þetta fyrir sjálfa mig, ekki fyrir augu karlmanna eða augu hvítra… heldur fyrir mig. Hversu frelsandi. Ég get ekki mælt meira með því. Það ættu öll að prófa það einhverntímann að ögra ríkjandi hugmyndum samfélagsins, hverjum er ekki sama,“ skrifar Chanel að lokum en hér má lesa allan pistilinn í heild sinni.
Hár og förðun Fjölmenning Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Sjá meira