„Gott veður alls staðar á sunnudag og mánudag“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. júlí 2024 12:57 Egilsstaðir í blíðviðri, en slíku er einmitt spáð þar um helgina. Vísir/Vilhelm Útlit er fyrir talsverða vætu á vesturhluta landsins næstu daga. Á Norðaustur- og Austurlandi verður hins vegar þurrt, bjart og hlýtt. Um og eftir helgi er útlit fyrir prýðisveður víðast hvar um landið. Um helgina er spáð 25 stiga hita á Egilsstöðum. Það er fátt sem á hug og hjörtu Íslendinga á sumrin eins og veðrið. Í veðurmálum næstu daga er það helst að frétta að sunnan- og suðvestanáttir munu færa íbúum á vesturhluta landsins talsverða úrkomu. „En bara þurrt, bjart og hlýtt á Norðaustur- og Austurhluta landsins,“ segir Kristín Hermannsdóttir, fagstjóri veðurþjónustu hjá Veðurstofu Íslands. Úrkoman fylgi hlýja loftinu sem komi að sunnan til að byrja með. „Sérstaklega á fimmtudag og föstudag á vesturhluta landsins, en hlýja landið fer svo yfir allt land. Þannig að það verður hlýtt um allt land um helgina.“ Dæmigert sumar Ef fólk líti svo á að hlýjasta veðrið sé besta veðrið, þá verði það að finna á Norðaustur- og Austurlandi, en 25 gráðu hita er spáð á Egilsstöðum á laugardag. „Sérstaklega núna á laugardag og sunnudag, en það verður gott veður alls staðar á sunnudag og mánudag, sýnist mér á öllu,“ segir Kristín. Án þess að fara í beinan samanburð við fyrri ár segir Kristín veðrið nokkuð dæmigert. „Sumrin á Íslandi hafa nú alltaf verið svona. Einhver væta og svo hafa komið einhver góðir kaflar inni á milli. Ég held að þetta verði nú ekkert öðruvísi en það.“ Lítið þýði að líta til langtímaveðurspár, til að mynda fyrir ágústmánuð. „Við erum bara að fylgjast með frá degi til dags, og spáin næstu fimm daga er yfirleitt nóg fyrir veðurfræðing á vakt eða veðurfræðing í sjónvarpi.“ Veður Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Fleiri fréttir Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Sjá meira
Það er fátt sem á hug og hjörtu Íslendinga á sumrin eins og veðrið. Í veðurmálum næstu daga er það helst að frétta að sunnan- og suðvestanáttir munu færa íbúum á vesturhluta landsins talsverða úrkomu. „En bara þurrt, bjart og hlýtt á Norðaustur- og Austurhluta landsins,“ segir Kristín Hermannsdóttir, fagstjóri veðurþjónustu hjá Veðurstofu Íslands. Úrkoman fylgi hlýja loftinu sem komi að sunnan til að byrja með. „Sérstaklega á fimmtudag og föstudag á vesturhluta landsins, en hlýja landið fer svo yfir allt land. Þannig að það verður hlýtt um allt land um helgina.“ Dæmigert sumar Ef fólk líti svo á að hlýjasta veðrið sé besta veðrið, þá verði það að finna á Norðaustur- og Austurlandi, en 25 gráðu hita er spáð á Egilsstöðum á laugardag. „Sérstaklega núna á laugardag og sunnudag, en það verður gott veður alls staðar á sunnudag og mánudag, sýnist mér á öllu,“ segir Kristín. Án þess að fara í beinan samanburð við fyrri ár segir Kristín veðrið nokkuð dæmigert. „Sumrin á Íslandi hafa nú alltaf verið svona. Einhver væta og svo hafa komið einhver góðir kaflar inni á milli. Ég held að þetta verði nú ekkert öðruvísi en það.“ Lítið þýði að líta til langtímaveðurspár, til að mynda fyrir ágústmánuð. „Við erum bara að fylgjast með frá degi til dags, og spáin næstu fimm daga er yfirleitt nóg fyrir veðurfræðing á vakt eða veðurfræðing í sjónvarpi.“
Veður Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Fleiri fréttir Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Sjá meira