Sætustu karlarnir eru á Íslandi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 10. júlí 2024 20:04 Freyja Stefanía, sem er nýorðin 100 ára og er elsti íbúi Vestmannaeyjabæjar. Magnús Hlynur Hreiðarsson Freyja Stefanía í Vestmannaeyjum slær ekki slöku við en hún er elsti íbúi Eyjunnar, 100 ára gömul. Freyja hefur ferðast víða um heiminn en hún segir að Ísland sé alltaf best og þar séu sætustu karlarnir. Freyja gengur teinrétt um gangana í Hraunbúðum, sem er dvalar- og hjúkrunarheimili þar sem fer vel um hana með öðrum heimilisfólki. „Skaparinn hefur gefið mér þetta, ég hef bæði farið vel með mig að ég tel og er hraust að eðli,” segir Freyja. Freyja varð 100 ára fyrir nokkrum dögum, eða 26. júní, sama dag og Guðni forseti en hún fékk einmitt heillaskeyti frá honum, sem er komið upp á vegg í herberginu hennar. Heillaskeytið, sem Freyja fékk frá forseta Íslands þegar hún varð 100 ára 26. júní en það er sami afmælisdagur og Guðna Th. forseta lýðveldisins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Freyja hefur ferðast mikið og meðal annars farið til Kína, Japans, Indlands, Balí, Tælands, Havaii og Rússlands svo eitthvað sé nefnt en Ísland er alltaf best segir hún. „Og ég kyssti Íslandi þegar ég kom til baka. Lagðist á hnén á flugvellinum, ég var svo fegin að vera á minni jörð, þó leið mér vel og allt en þetta var skrítin tilfinning, ég bara lagðist á hnén og kyssti jörðina,” segir hún. Er Ísland best í heimi? „Best í heimi já, það ég held og sætastir karlar,” segir Freyja og skellihlær. „Mér finnst mikið gaman að horfa á fallega menn eins og þig,” bætir hún við og hlær enn meira. En ætlar Freyja á þjóðhátíð? „Ég veit það ekki, það fer bara eftir því hvernig ég er svona.” Freyja með fréttamanni en hún er ótrúlega ern og hress orðin aldargömul. Henni líður mjög vel á Hraunbúðum.Aðsend En hvernig finnst Freyju að vera elsti íbúi Vestmannaeyjabæjar ? „Maður reynir þá að vera til fyrirmyndar og ég er þakklát fyrir það sem búið er að vona að ég fari að kveðja. Ég veit ekki hvenær maður er tilbúin,” segir Freyja. En þú lítur rosalega vel út og ert ern og hress. „Já, þakka þér fyrir, það er gott að heyra það. Það var ágætt að hitta þig og fólk er allt gott við mann, yndislegt bara,” segir elsti íbúi Vestmannaeyjarbæjar, Freyja Stefanía. Freyja segir að sætustu karlmenn heimsins séu á Íslandi en hún hefur ferðast til ótal landa í gegnum árin og hefur því góðan samanburð.Magnús Hlynur Hreiðarsson Vestmannaeyjar Eldri borgarar Ástin og lífið Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Freyja gengur teinrétt um gangana í Hraunbúðum, sem er dvalar- og hjúkrunarheimili þar sem fer vel um hana með öðrum heimilisfólki. „Skaparinn hefur gefið mér þetta, ég hef bæði farið vel með mig að ég tel og er hraust að eðli,” segir Freyja. Freyja varð 100 ára fyrir nokkrum dögum, eða 26. júní, sama dag og Guðni forseti en hún fékk einmitt heillaskeyti frá honum, sem er komið upp á vegg í herberginu hennar. Heillaskeytið, sem Freyja fékk frá forseta Íslands þegar hún varð 100 ára 26. júní en það er sami afmælisdagur og Guðna Th. forseta lýðveldisins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Freyja hefur ferðast mikið og meðal annars farið til Kína, Japans, Indlands, Balí, Tælands, Havaii og Rússlands svo eitthvað sé nefnt en Ísland er alltaf best segir hún. „Og ég kyssti Íslandi þegar ég kom til baka. Lagðist á hnén á flugvellinum, ég var svo fegin að vera á minni jörð, þó leið mér vel og allt en þetta var skrítin tilfinning, ég bara lagðist á hnén og kyssti jörðina,” segir hún. Er Ísland best í heimi? „Best í heimi já, það ég held og sætastir karlar,” segir Freyja og skellihlær. „Mér finnst mikið gaman að horfa á fallega menn eins og þig,” bætir hún við og hlær enn meira. En ætlar Freyja á þjóðhátíð? „Ég veit það ekki, það fer bara eftir því hvernig ég er svona.” Freyja með fréttamanni en hún er ótrúlega ern og hress orðin aldargömul. Henni líður mjög vel á Hraunbúðum.Aðsend En hvernig finnst Freyju að vera elsti íbúi Vestmannaeyjabæjar ? „Maður reynir þá að vera til fyrirmyndar og ég er þakklát fyrir það sem búið er að vona að ég fari að kveðja. Ég veit ekki hvenær maður er tilbúin,” segir Freyja. En þú lítur rosalega vel út og ert ern og hress. „Já, þakka þér fyrir, það er gott að heyra það. Það var ágætt að hitta þig og fólk er allt gott við mann, yndislegt bara,” segir elsti íbúi Vestmannaeyjarbæjar, Freyja Stefanía. Freyja segir að sætustu karlmenn heimsins séu á Íslandi en hún hefur ferðast til ótal landa í gegnum árin og hefur því góðan samanburð.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Vestmannaeyjar Eldri borgarar Ástin og lífið Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira