Húsið var byggt árið 1979 og er staðsett á vinsælum og fjölskylduvænum stað í Garðabæ. María og Ragnar hafa endurnýjað eignina að innan á vandaðan og smekklegan máta síðastliðin ár.
Ásett verð var 163,7 milljónir þegar það var auglýst til sölu í lok maí en fasteignamatið er rúmlega 136 milljónir.
Húsið er 245,8 fermetrar að stærð á tveimur hæðum. Samtals eru fjögur svefnherbergi og tvö baðherbergi. Á gólfum er harðparket í fiskibeinamynstri.
Eldhús, stofa og borðstofa er í opnu og samliggjandi rými með útgengi á svalir sem snúa í norður. Í eldhúsi er hvít innrétting sem næri upp í loft og stærðarinnar eyja með viðar borðplötu. Í stofunni er stór og stæðilegur arinn sem setur sjarmerandi svip á stofurýmið.




Fræðandi barnaefni á YouTube
Einar stofnaði YouTube rásina Sólon Barnaefni í fyrra eftir að hafa rekið sig á mikinn skort af íslensku efni á síðunni. Þar býður ofurhetjan Sólon upp á fræðandi skemmtun fyrir börn á öllum aldri.
„Þessi hugmynd kviknaði í rauninni bara þegar ég var að skrolla í gegnum YouTube í leit að efni fyrir dóttur mína og mér fannst lítið af íslensku efni,“ sagði Einar í samtali við Vísi í fyrra.
Hann er mikill tónlistarmaður og getur spilað á flest hljóðfæri, getur sungið og á auðvelt með að semja lög. Þá hefur hann einnig starfað með börnum sem íþróttakennari.
Sólon er ofurhetja sem býr á sólinni. Hann ferðast til jarðarinnar til þess að skoða spennandi staði, syngja og spila lög og til þess að fræða börn og hafa gaman. Besti vinur Sólons er Bína kanína sem tekur á móti honum þegar hann kemur til jarðarinnar og þau sprella saman og læra nýja hluti.