Kafað ofan í litleysi íslenska bílaflotans Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. júlí 2024 07:31 Það er illgreinanlegt hvor helmingur myndarinnar er í svarthvítu. Bílaröðin er enda öll grá og endurspeglar litasamsetningu íslenska bílaflotans ágætlega. Áttatíu prósent nýskráðra bíla á Íslandi eru gráir, hvítir eða svartir. Bílasali segir greinilegt að Íslendingar telji litríka bíla óheppilega til endursölu. Þá geti djarfari litir kostað kaupendur milljónir aukalega. Bílar eins og sá sem fréttamaður situr í, í frétt Stöðvar 2 hér fyrir neðan, skærappelsínugulur SAAB árgerð 74, eru orðnir táknmynd liðinna tíma. Bíllinn vekur athygli hvert sem hann fer, enda í hróplegu ósamræmi við gráskalann sem nú ríkir úti á götum. Þessi gráskali er sýndur greinilega í fréttinni, þar sem fréttamaður stillir sér upp á bílastæði fyrir utan bílaumboð. Myndin byrjar í svarthvítu en fer svo yfir í lit. Eins og sést breyttist ekki ýkja mikið við þá breytingu. Þetta er staðan á næstum hverju einasta bílastæði landsins. Seldir bílar í fyrra voru 17550 og af þeim voru næstum áttatíu prósent gráir, hvítir eða svartir. Rauður er fyrsti alvöru liturinn á skrá, níu prósent nýskráðra bíla í fyrra voru rauðir. 6,6 prósent voru bláir, brúnir þrjú prósent og tvö prósent grænir. Gylltir og gulir bílar komast vart á blað og bleikir bílar virðast í bráðri útrýmingarhættu. Aðeins þrír bleikir hafa verið nýskráðir á landinu síðustu fimm ár. Litasamsetning nýskráðra bíla í fyrra, samkvæmt tölum frá Bílgreinasambandinu.Vísir/Sara Djarfari litir geti hlaupið á milljónum Ágúst Hallvarðsson, sölustjóri Mercedes-Benz hjá Öskju og þaulreyndur bílasali, telur ýmsar ástæður fyrir þessari gríðaröflugu hlutdeild litleysingja í bílaflotanum; það getur til að mynda verið ansi dýrt að stíga út fyrir hinn gráleita ramma. „Þú getur fengið liti sem eru aukalega kannski frá milljón og upp í þrjár milljónir, auðveldlega. Og jafnvel rúmlega það, í sumum bílamerkjum eru litir sem fara aukalega upp í 5 eða 6 milljónir,“ segir Ágúst. „Þetta er svolítið hjarðhegðun líka, fólk hugsar þetta lengra, fólk hugsar í endursöluna líka, það er öruggara að vera á hvítum - ég get alltaf selt hann eða silfur eða gráan.“ Ágúst Hallvarðsson, Gústi Benz, sölustjóri Mercedes-Benz hjá Öskju.Vísir/bjarni Saknar þeirra rauðu Innreið hvíta litarins sé raunar sérstaklega efttirtektarverð. „Allt í einu gerist það upp úr aldamótum, kannski upp úr 2005, þá gefur silfurgrái eftir og hvítur kemur inn alveg rosalega vinsæll, hann var í útlegð fram að því,“ segir Ágúst. Þeir sem eru í allra dýrustu bílunum eru reyndar líklegri til að vera djarfari í litavali. „Þeir vilja búa til einkenni, taka þá soldið glannalega liti. Við sjáum skærbláa liti, skærrauða liti og jafnvel gula liti. Þetta tilheyrir oft svona dýrari, sportlegum bílum.“ Ekkert bendir þó til aukinnar litagleði almennt. Því miður, að mati Ágústs. „Rauður er minn uppáhalds litur, ég hef átt, ég veit ekki hvað marga rauða bíla, og ég sakna þess að sjá ekki fleiri svoleiðis.“ Bílar Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Sjá meira
Bílar eins og sá sem fréttamaður situr í, í frétt Stöðvar 2 hér fyrir neðan, skærappelsínugulur SAAB árgerð 74, eru orðnir táknmynd liðinna tíma. Bíllinn vekur athygli hvert sem hann fer, enda í hróplegu ósamræmi við gráskalann sem nú ríkir úti á götum. Þessi gráskali er sýndur greinilega í fréttinni, þar sem fréttamaður stillir sér upp á bílastæði fyrir utan bílaumboð. Myndin byrjar í svarthvítu en fer svo yfir í lit. Eins og sést breyttist ekki ýkja mikið við þá breytingu. Þetta er staðan á næstum hverju einasta bílastæði landsins. Seldir bílar í fyrra voru 17550 og af þeim voru næstum áttatíu prósent gráir, hvítir eða svartir. Rauður er fyrsti alvöru liturinn á skrá, níu prósent nýskráðra bíla í fyrra voru rauðir. 6,6 prósent voru bláir, brúnir þrjú prósent og tvö prósent grænir. Gylltir og gulir bílar komast vart á blað og bleikir bílar virðast í bráðri útrýmingarhættu. Aðeins þrír bleikir hafa verið nýskráðir á landinu síðustu fimm ár. Litasamsetning nýskráðra bíla í fyrra, samkvæmt tölum frá Bílgreinasambandinu.Vísir/Sara Djarfari litir geti hlaupið á milljónum Ágúst Hallvarðsson, sölustjóri Mercedes-Benz hjá Öskju og þaulreyndur bílasali, telur ýmsar ástæður fyrir þessari gríðaröflugu hlutdeild litleysingja í bílaflotanum; það getur til að mynda verið ansi dýrt að stíga út fyrir hinn gráleita ramma. „Þú getur fengið liti sem eru aukalega kannski frá milljón og upp í þrjár milljónir, auðveldlega. Og jafnvel rúmlega það, í sumum bílamerkjum eru litir sem fara aukalega upp í 5 eða 6 milljónir,“ segir Ágúst. „Þetta er svolítið hjarðhegðun líka, fólk hugsar þetta lengra, fólk hugsar í endursöluna líka, það er öruggara að vera á hvítum - ég get alltaf selt hann eða silfur eða gráan.“ Ágúst Hallvarðsson, Gústi Benz, sölustjóri Mercedes-Benz hjá Öskju.Vísir/bjarni Saknar þeirra rauðu Innreið hvíta litarins sé raunar sérstaklega efttirtektarverð. „Allt í einu gerist það upp úr aldamótum, kannski upp úr 2005, þá gefur silfurgrái eftir og hvítur kemur inn alveg rosalega vinsæll, hann var í útlegð fram að því,“ segir Ágúst. Þeir sem eru í allra dýrustu bílunum eru reyndar líklegri til að vera djarfari í litavali. „Þeir vilja búa til einkenni, taka þá soldið glannalega liti. Við sjáum skærbláa liti, skærrauða liti og jafnvel gula liti. Þetta tilheyrir oft svona dýrari, sportlegum bílum.“ Ekkert bendir þó til aukinnar litagleði almennt. Því miður, að mati Ágústs. „Rauður er minn uppáhalds litur, ég hef átt, ég veit ekki hvað marga rauða bíla, og ég sakna þess að sjá ekki fleiri svoleiðis.“
Bílar Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Sjá meira