Innlent

Pín­leg mis­tök Biden og móðurlausir þrastarungar í fóstri

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld.
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld.

Þeim þingmönnum Demókrataflokksins fjölgar sem kalla eftir því að Joe Biden, Bandaríkjaforseti, stígi til hliðar í forsetakosningum. Hann segist ekki ætla fet þrátt fyrir pínleg mistök á blaðamannafundi í gær og slæma frammistöðu í kappræðum.

Barátta Íslendinga fyrir fólk með mænuskaða hefur skilað árangri á alþjóðavettvangi. En betur má ef duga skal að sögn formanns Mænuskaðastofnunar Íslands, sem vonast til þess að gervigreind nýtist í leit að lækningu við mænuskaða.

Íbúi í Hvaleyrarholti fordæmir áform Hafnarfjarðarbæjar og Carbfix um að reisa stærðarinnar höfn í Straumsvík. Hún segir þetta vera eins og að fá höfn í bakgarðinn og segir viðbrögð bæjarstjórnar gera lítið úr bæjarbúum.

Við heilsum upp á sísvanga og móðurlausa þrastarunga sem eru í fóstri á heimili í Hafnarfirði og verðum í beinni útsendingu frá sirkussýningu í Vatnsmýrinni.

Þetta og fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 í opinni dagskrá klukkan hálf sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×