Íslensk stökkbreyting þrefaldar áhættu á skjaldkirtilssjúkdómi Jón Ísak Ragnarsson skrifar 12. júlí 2024 18:48 Kári Stefánsson forstjóri ÍE, og síðasti höfundur á greininni, með Sædísi Sævarsdóttur, fyrsta höfundi á greininni. Íslensk Erfðagreining Vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar og samstarfsfólk þeirra hafa fundið erfðabreytileika í LAG-3 geninu sem meira en þrefaldar áhættuna á því að fá sjálfsónæmissjúkdóm í skjaldkirtil. Tveir erfðabreytileikar fundust sem auka áhættuna mest, og finnast þeir bara á Íslandi og í Finnlandi. Sjálfsónæmi í skjaldkirtli er algengasti sjálfsónæmissjúkdómurinn, en fimm prósent fólks fær hann einhvern tímann á lífsleiðinni. Sjúkdómurinn lýsir sér oftast í vanvirkum skjaldkirtli en stundum í ofvirkum skjaldkirtli, og leiðir gjarnan til ævilangrar meðferðar með skjaldkirtilshormóni. Skoðuðu gögn frá Íslandi, Bretlandi, Bandaríkjunum og Finnlandi Í rannsókninni voru afgerðargögn skoðuð frá ÍE, Bandaríkjunum, Finnlandi og Bretlandi. Rúmlega 110 þúsund einstaklingar með skjaldkirtilssjúkdóm voru bornir saman við 1,1 milljón einstaklinga án hans. Alls fundust 290 erfðabreytileikar sem tengjast sjúkdómnum, þar af 115 sem ekki var vitað af áður. Tveir þessara erfðabreytileika auka áhættuna mest, en þeir finnast bara í Finnlandi og á Íslandi. Í frétt ÍE segir að fundurinn sýni styrk þess að rannsaka þjóðir sem hafa áður verið einangraðar, til að finna sjaldgæfa erfðabreytileika sem tengjast mikilli sjúkdómshættu. Erfðabreytileikarnir tveir eru í geninu sem tjáir LAG-3 viðtakann sem er lífmark eins af þeim lyfjum sem ræsa ónæmiskerfið gegn krabbameini, svokölluðum varðstöðvahemlum. Íslenski erfðabreytileikinn meira en þrefaldar áhættu á sjálfsónæmi í skjaldkirtli Þeir sem eru með þennan íslenska erfðabreytileika eru með helmingi lægri styrk af LAG-3 próteininu í blóði samanborið við þá sem ekki hafa hann. Þannig þrefaldar hann áhættu á sjálfsónæmi í skjaldkirtli, en hann býr til nýjan startkóða fyrir próteintjáningu, og leiðir til minni getu til að tjá LAG-3 genið í ónæmisfrumum. Erfðabreytileikinn hefur þannig sambærileg áhrif og aukaverkanir ýmissa lyfja eins og krabbameinslyfja, sem hemja LAG-3 viðtakann. Skjaldkirtill er lítill kirtill sem er staðsettur neðarlega í framanverðum hálsi. Hann er innkirtill og seytir hormónum beint í blóðrásina.Getty Þrír einstaklingar fundust sem reyndust vera arfhreinir fyrir erfðabreytileikann, og allir voru þeir með sjálfsónæmi í skjaldkirtli. Einn þeirra var einnig með tvo aðra sjálfónæmissjúkdóma, vitiligo og týpu 1 sykursýki. Erfðabreytileikinn reyndist einnig fimmfalda áhættuna á vitiligo. Vanvirkur skjaldkirtill og Vitiligo eru þekktar aukaverkanir ýmissa lyfja, sem hemja LAG-3 genið. Um 500 Íslendingar með erfðabreytileikann Sædís Sævarsdóttir, fyrsti höfundur greinarinnar, segir að tíðni erfðabreytileikans sé um 0,13 prósent, og því beri hann um 500 Íslendingar. Hún segir að fundurinn gæti hjálpað til við að þróa lyfjameðferð. „Þessi stökkbreyting er í raun að hafa svipuð áhrif og aukaverkanir af krabbameinslyfjum sem kallast checkpoint inhibitors. Þessi fundur er kannski frekar að benda okkur á meðferðarleiðir frekar en eitthvað til að skima fyrir eða svoleiðis,“ segir Sædís. Dæmi séu um aðra varðstöðvarhemla þar sem lyf í gigtarlækningum virkja þá, en lyf í krabbameinslækningum hemja þá. Nú séu lyfjarannsóknir í gangi sem að í raun og veru virkja þetta LAG-3 prótín sem stökkbreytingin er í, og virkja þannig öfugt við krabbameinslyfin sem hemja það. Sjá nánar í tilkynningu ÍE. Íslensk erfðagreining Vísindi Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Sjálfsónæmi í skjaldkirtli er algengasti sjálfsónæmissjúkdómurinn, en fimm prósent fólks fær hann einhvern tímann á lífsleiðinni. Sjúkdómurinn lýsir sér oftast í vanvirkum skjaldkirtli en stundum í ofvirkum skjaldkirtli, og leiðir gjarnan til ævilangrar meðferðar með skjaldkirtilshormóni. Skoðuðu gögn frá Íslandi, Bretlandi, Bandaríkjunum og Finnlandi Í rannsókninni voru afgerðargögn skoðuð frá ÍE, Bandaríkjunum, Finnlandi og Bretlandi. Rúmlega 110 þúsund einstaklingar með skjaldkirtilssjúkdóm voru bornir saman við 1,1 milljón einstaklinga án hans. Alls fundust 290 erfðabreytileikar sem tengjast sjúkdómnum, þar af 115 sem ekki var vitað af áður. Tveir þessara erfðabreytileika auka áhættuna mest, en þeir finnast bara í Finnlandi og á Íslandi. Í frétt ÍE segir að fundurinn sýni styrk þess að rannsaka þjóðir sem hafa áður verið einangraðar, til að finna sjaldgæfa erfðabreytileika sem tengjast mikilli sjúkdómshættu. Erfðabreytileikarnir tveir eru í geninu sem tjáir LAG-3 viðtakann sem er lífmark eins af þeim lyfjum sem ræsa ónæmiskerfið gegn krabbameini, svokölluðum varðstöðvahemlum. Íslenski erfðabreytileikinn meira en þrefaldar áhættu á sjálfsónæmi í skjaldkirtli Þeir sem eru með þennan íslenska erfðabreytileika eru með helmingi lægri styrk af LAG-3 próteininu í blóði samanborið við þá sem ekki hafa hann. Þannig þrefaldar hann áhættu á sjálfsónæmi í skjaldkirtli, en hann býr til nýjan startkóða fyrir próteintjáningu, og leiðir til minni getu til að tjá LAG-3 genið í ónæmisfrumum. Erfðabreytileikinn hefur þannig sambærileg áhrif og aukaverkanir ýmissa lyfja eins og krabbameinslyfja, sem hemja LAG-3 viðtakann. Skjaldkirtill er lítill kirtill sem er staðsettur neðarlega í framanverðum hálsi. Hann er innkirtill og seytir hormónum beint í blóðrásina.Getty Þrír einstaklingar fundust sem reyndust vera arfhreinir fyrir erfðabreytileikann, og allir voru þeir með sjálfsónæmi í skjaldkirtli. Einn þeirra var einnig með tvo aðra sjálfónæmissjúkdóma, vitiligo og týpu 1 sykursýki. Erfðabreytileikinn reyndist einnig fimmfalda áhættuna á vitiligo. Vanvirkur skjaldkirtill og Vitiligo eru þekktar aukaverkanir ýmissa lyfja, sem hemja LAG-3 genið. Um 500 Íslendingar með erfðabreytileikann Sædís Sævarsdóttir, fyrsti höfundur greinarinnar, segir að tíðni erfðabreytileikans sé um 0,13 prósent, og því beri hann um 500 Íslendingar. Hún segir að fundurinn gæti hjálpað til við að þróa lyfjameðferð. „Þessi stökkbreyting er í raun að hafa svipuð áhrif og aukaverkanir af krabbameinslyfjum sem kallast checkpoint inhibitors. Þessi fundur er kannski frekar að benda okkur á meðferðarleiðir frekar en eitthvað til að skima fyrir eða svoleiðis,“ segir Sædís. Dæmi séu um aðra varðstöðvarhemla þar sem lyf í gigtarlækningum virkja þá, en lyf í krabbameinslækningum hemja þá. Nú séu lyfjarannsóknir í gangi sem að í raun og veru virkja þetta LAG-3 prótín sem stökkbreytingin er í, og virkja þannig öfugt við krabbameinslyfin sem hemja það. Sjá nánar í tilkynningu ÍE.
Íslensk erfðagreining Vísindi Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira