Fóstruðu þrastarunga í 15 daga í Hafnarfirði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 12. júlí 2024 20:05 Patrekur Emil Jónsson „ungapabbi” í Hafnarfirði og Þorbjörg Una Þorkelsdóttir „ungamamma” með ungana tvo, sem þau fóðruðu og sáu um í 15 daga en vonandi ná þeir að bjarga sér út í náttúrunni eftir að þeim var sleppt í gærkvöldi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Þeir háma í sig tugi ánamaðka á dag þrastarungarnir, sem hafa verið í fóstri á heimili í Hafnarfirði síðustu daga eftir að mamma þeirra yfirgaf þá. Hér erum við að tala um tvo þrastarunga, sem hafa búið í blokk í Hafnarfirði síðustu fimmtán dag en var sleppt í gærkvöldi út í náttúruna í þeirri von að þeir nái að bjarga sér. Ungarnir voru í hreiðri upp í tré, sem starfsmenn Garðaþjónustu Sigurjóns voru að fella en en mamman kom ekki aftur eftir fellinguna. „Svo var komin rigning og vont veður og ég vildi ekki að ungarnir yrðu úti svo ég setti þá í vinnuhúfuna mína og þeir voru með mér í vinnubílnum allan daginn og nú er ég orðinn „mamma” þeirra,” segir Patrekur Emil Jónsson, starfsmaður fyrirtækisins og bjargvættur unganna. „Það hefur tekið á að vera með ungana alla þessa dag, það er mikil vinna að fóðra þá, halda þeim uppi en þetta er búið að vera mjög gefandi,” bætir Patrekur við. Ungarnir eru mjög krúttlegir og fallegir eins og sjá má.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Patrekur segir ótrúlegt hvað svona litlir ungar geta étið mikið af ánamöðkum, þeir sporðrenni þeim niður eins og ekkert sé. En voru mikil læti í þeim eða voru þeir alveg rólegir? „Það voru voða læti í þeim þegar þeir eru svangir en þegar þeir voru búnir að fá að borða voru þeir mjög þægilegir og stilltir og það fór voðalega lítið fyrir þeim,” bætir Patrekur við. Ungarnir voru ánægðir með ánamaðkana, sem þeir fengu að éta. Þeir fengu líka stundum bláber og jarðarber, sem þeir voru líka ánægðir með.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað var skemmtilegast við ungana? „Örugglega bara að fylgjast með þeim og að fá tækifæri til að skoða þá svona nálægt sér, þú kemst ekkert nálægt Skógarþresti svona út í náttúrunni, það var gaman að fá að fylgjast með þeim,” segir Þorbjörg Una Þorkelsdóttir „ungamamma” í Hafnarfirði. Starfsmenn Garðaþjónustu Sigurjóns björguðu ungunum eftir að mamma þeirra yfirgaf þá.Magnús Hlynur Hreiðarsson Facebooksíða Garðaþjónustu Sigurjóns Hafnarfjörður Fuglar Skordýr Dýr Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Innlent Fleiri fréttir Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Sjá meira
Hér erum við að tala um tvo þrastarunga, sem hafa búið í blokk í Hafnarfirði síðustu fimmtán dag en var sleppt í gærkvöldi út í náttúruna í þeirri von að þeir nái að bjarga sér. Ungarnir voru í hreiðri upp í tré, sem starfsmenn Garðaþjónustu Sigurjóns voru að fella en en mamman kom ekki aftur eftir fellinguna. „Svo var komin rigning og vont veður og ég vildi ekki að ungarnir yrðu úti svo ég setti þá í vinnuhúfuna mína og þeir voru með mér í vinnubílnum allan daginn og nú er ég orðinn „mamma” þeirra,” segir Patrekur Emil Jónsson, starfsmaður fyrirtækisins og bjargvættur unganna. „Það hefur tekið á að vera með ungana alla þessa dag, það er mikil vinna að fóðra þá, halda þeim uppi en þetta er búið að vera mjög gefandi,” bætir Patrekur við. Ungarnir eru mjög krúttlegir og fallegir eins og sjá má.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Patrekur segir ótrúlegt hvað svona litlir ungar geta étið mikið af ánamöðkum, þeir sporðrenni þeim niður eins og ekkert sé. En voru mikil læti í þeim eða voru þeir alveg rólegir? „Það voru voða læti í þeim þegar þeir eru svangir en þegar þeir voru búnir að fá að borða voru þeir mjög þægilegir og stilltir og það fór voðalega lítið fyrir þeim,” bætir Patrekur við. Ungarnir voru ánægðir með ánamaðkana, sem þeir fengu að éta. Þeir fengu líka stundum bláber og jarðarber, sem þeir voru líka ánægðir með.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað var skemmtilegast við ungana? „Örugglega bara að fylgjast með þeim og að fá tækifæri til að skoða þá svona nálægt sér, þú kemst ekkert nálægt Skógarþresti svona út í náttúrunni, það var gaman að fá að fylgjast með þeim,” segir Þorbjörg Una Þorkelsdóttir „ungamamma” í Hafnarfirði. Starfsmenn Garðaþjónustu Sigurjóns björguðu ungunum eftir að mamma þeirra yfirgaf þá.Magnús Hlynur Hreiðarsson Facebooksíða Garðaþjónustu Sigurjóns
Hafnarfjörður Fuglar Skordýr Dýr Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Innlent Fleiri fréttir Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Sjá meira