Aðventistar svara sýslumanni fullum hálsi Jakob Bjarnar skrifar 15. júlí 2024 13:01 Lögmenn Kirkju sjöunda dags aðventista hafa svarað erindi Halldórs Þormars, sem hann ritaði fyrir hönd sýslumanns af mikilli hörku. Gavin Anthony hefur setið sem formaður félagsins, umboðslaus að margra mati, en ekki hefur varið fram aðalfundur í tvö ár. vísir/aðsend/vilhelm Sýslumaður hefur farið þess á leit við fjársýslu ríkisins að greiðslur til Kirkju sjöunda dags aðventista á sóknargjöldum til félagsins verði felldar niður. Lögmaður KSDA telur engar heimildir fyrir því. Eins og Vísir hefur þegar greint frá hefur sýslumaður hótað að fella söfnuðinn af skrá yfir trúfélög. Það hefur hann í hyggju að gera eigi síðar en 10. ágúst næstkomandi hafi ekki verið gerðar þær ráðstafanir sem til þarf svo ljóst sé að félagið sé starfhæft. Og að umboð stjórnarinnar og forstöðumanns félagsins þurfi að vera skýrt. Fer fram á að greiðslur á sóknargjöldum verði felldar niður Að auki segir í bréfi sem Halldór Þormar Halldórsson ritar fyrir hönd sýslumanns og dagsett er 25. júlí: „Að framan rituðu telur sýslumaður ljóst að verulegur vafi er uppi um starfshætti félagsins og umboð þeirrar stjórnar sem kjörin var árið 2019. Vegna þess hefur þess verið farið á leit við Fjársýslu ríkisins að greiðslur á sóknargjöldum til félagsins verði felldar niður frá og með deginum í dag, enda er um almannafé að ræða.“ KSDA hefur svarað, sent afrit til fjársýslunnar og er ekki að sjá að þeim sé brugðið. Í bréfi sem Guðrún S. Sigríðardóttir fyrir hönd Óskars Sigurðssonar hrl. á lögmannastofunni LEX, fyrir hönd Kirkju sjöunda dags aðventista er þess meðal annars óskað að þetta erindi sýslumanns verði einfaldlega afturkalla. Vilja að sýslumaður afturkalli erindið „Þar sem ekki eru uppfyllt lagaleg skilyrði fyrir því að krefja kirkjuna um úrbætur og fella úr skráningu trúfélagsins á grundvelli 1. mgr. 6. gr. laga nr. 108/1999, svo sem rekið hefur verið.“ Þá er þess jafnframt óskað að sýslumaður afturkalli erindi sitt til Fjársýslu ríkisins þar sem farið var fram á niðurfellingu sóknargjalda til kirkjunnar. „Verði ekki fallist á beiðni um afturköllun er þess óskað að sýslumaður framlengi þann frest sem hann setti kirkjunni til úrbóta í erindi sínu þannig að fresturinn nái fram yfir boðaðan síðari hluta aðalfundar 8. september næstkomandi.“ Samkvæmt heimildum Vísis mun Halldór Þormar svara þessu erindin á næstu tveimur dögum. Tengd skjöl AFRITPDF966KBSækja skjal Andmæli_Kirkju_sjöunda_dags_aðventistaPDF1.3MBSækja skjal Trúmál Félagasamtök Stjórnsýsla Tengdar fréttir Mögulegt umboðsleysi stjórnar Aðventista gæti skipt Ölfyssinga máli Kristinn Hallgrímsson lögmaður hjá ARTA lögmönnum hefur sent bæjarstjórn Ölfuss bréf þar sem hann varar hana við hugsanlegu umboðsleysi stjórnar Kirkju sjöunda dags aðventista við efnisölu (KSDA). 17. maí 2024 11:51 Segja valdarán framið og kirkju aðventista klofna Tveir félagar í Kirkju sjöunda dags aðventista (KSDA) bera stjórn safnaðarins þungum sökum og segja að þar hafi verið framið valdarán. Þeir segja söfnuðinn klofinn en undir lúra milljarða samningar þar sem heilt fjall er mulið og selt úr landi. 23. apríl 2024 08:50 Ósáttir aðventistar kæra stjórnina vegna námuvinnslu Hluti safnaðar Kirkju sjöunda dags aðventista hefur sótt samtakastjórn kirkjunnar til saka fyrir að hafa farið út fyrir lögskipað hlutverk kirkjunnar með námarekstri. Þeir hafa kært til héraðsdóms Reykjavíkur. 6. nóvember 2023 13:55 Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Eins og Vísir hefur þegar greint frá hefur sýslumaður hótað að fella söfnuðinn af skrá yfir trúfélög. Það hefur hann í hyggju að gera eigi síðar en 10. ágúst næstkomandi hafi ekki verið gerðar þær ráðstafanir sem til þarf svo ljóst sé að félagið sé starfhæft. Og að umboð stjórnarinnar og forstöðumanns félagsins þurfi að vera skýrt. Fer fram á að greiðslur á sóknargjöldum verði felldar niður Að auki segir í bréfi sem Halldór Þormar Halldórsson ritar fyrir hönd sýslumanns og dagsett er 25. júlí: „Að framan rituðu telur sýslumaður ljóst að verulegur vafi er uppi um starfshætti félagsins og umboð þeirrar stjórnar sem kjörin var árið 2019. Vegna þess hefur þess verið farið á leit við Fjársýslu ríkisins að greiðslur á sóknargjöldum til félagsins verði felldar niður frá og með deginum í dag, enda er um almannafé að ræða.“ KSDA hefur svarað, sent afrit til fjársýslunnar og er ekki að sjá að þeim sé brugðið. Í bréfi sem Guðrún S. Sigríðardóttir fyrir hönd Óskars Sigurðssonar hrl. á lögmannastofunni LEX, fyrir hönd Kirkju sjöunda dags aðventista er þess meðal annars óskað að þetta erindi sýslumanns verði einfaldlega afturkalla. Vilja að sýslumaður afturkalli erindið „Þar sem ekki eru uppfyllt lagaleg skilyrði fyrir því að krefja kirkjuna um úrbætur og fella úr skráningu trúfélagsins á grundvelli 1. mgr. 6. gr. laga nr. 108/1999, svo sem rekið hefur verið.“ Þá er þess jafnframt óskað að sýslumaður afturkalli erindi sitt til Fjársýslu ríkisins þar sem farið var fram á niðurfellingu sóknargjalda til kirkjunnar. „Verði ekki fallist á beiðni um afturköllun er þess óskað að sýslumaður framlengi þann frest sem hann setti kirkjunni til úrbóta í erindi sínu þannig að fresturinn nái fram yfir boðaðan síðari hluta aðalfundar 8. september næstkomandi.“ Samkvæmt heimildum Vísis mun Halldór Þormar svara þessu erindin á næstu tveimur dögum. Tengd skjöl AFRITPDF966KBSækja skjal Andmæli_Kirkju_sjöunda_dags_aðventistaPDF1.3MBSækja skjal
Trúmál Félagasamtök Stjórnsýsla Tengdar fréttir Mögulegt umboðsleysi stjórnar Aðventista gæti skipt Ölfyssinga máli Kristinn Hallgrímsson lögmaður hjá ARTA lögmönnum hefur sent bæjarstjórn Ölfuss bréf þar sem hann varar hana við hugsanlegu umboðsleysi stjórnar Kirkju sjöunda dags aðventista við efnisölu (KSDA). 17. maí 2024 11:51 Segja valdarán framið og kirkju aðventista klofna Tveir félagar í Kirkju sjöunda dags aðventista (KSDA) bera stjórn safnaðarins þungum sökum og segja að þar hafi verið framið valdarán. Þeir segja söfnuðinn klofinn en undir lúra milljarða samningar þar sem heilt fjall er mulið og selt úr landi. 23. apríl 2024 08:50 Ósáttir aðventistar kæra stjórnina vegna námuvinnslu Hluti safnaðar Kirkju sjöunda dags aðventista hefur sótt samtakastjórn kirkjunnar til saka fyrir að hafa farið út fyrir lögskipað hlutverk kirkjunnar með námarekstri. Þeir hafa kært til héraðsdóms Reykjavíkur. 6. nóvember 2023 13:55 Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Mögulegt umboðsleysi stjórnar Aðventista gæti skipt Ölfyssinga máli Kristinn Hallgrímsson lögmaður hjá ARTA lögmönnum hefur sent bæjarstjórn Ölfuss bréf þar sem hann varar hana við hugsanlegu umboðsleysi stjórnar Kirkju sjöunda dags aðventista við efnisölu (KSDA). 17. maí 2024 11:51
Segja valdarán framið og kirkju aðventista klofna Tveir félagar í Kirkju sjöunda dags aðventista (KSDA) bera stjórn safnaðarins þungum sökum og segja að þar hafi verið framið valdarán. Þeir segja söfnuðinn klofinn en undir lúra milljarða samningar þar sem heilt fjall er mulið og selt úr landi. 23. apríl 2024 08:50
Ósáttir aðventistar kæra stjórnina vegna námuvinnslu Hluti safnaðar Kirkju sjöunda dags aðventista hefur sótt samtakastjórn kirkjunnar til saka fyrir að hafa farið út fyrir lögskipað hlutverk kirkjunnar með námarekstri. Þeir hafa kært til héraðsdóms Reykjavíkur. 6. nóvember 2023 13:55