„Mun enginn kaupa annað en rafbíl árið 2028“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 16. júlí 2024 09:28 Egill Jóhannsson forstjóri Brimborgar. vísir/sigurjón „Það mun enginn kaupa annað en rafbíl árið 2028.“ Þetta segir Egill Jóhannsson forstjóri Brimborgar um nýskráningarbann bensín- og dísilbíla. Hann telur nýskráningarbann samt sem áður óþarft. Svo mikil sé gróskan í rafbílabransanum. „Við vorum komin í gríðarlega hátt hlutfall árið 2023. Því miður vegna mistaka stjórnvalda erum við komin niður í 16 prósent á þessu ári,“ segir Egill um hlutfall seldra rafbíla á markaði. Ástæða minni sölu séu aðgerðir sem stjórnvöld hafa innleitt gegn rafbílum. Virðisaukaívilnun vegna sölu á rafbílum féll úr gildi um áramótin. Sala nýrra fólksbíla dróst í kjölfarið verulega saman í byrjun árs miðað við síðustu ár. Í áætlun ríkisstjórnarinnar frá árinu 2018 er nýskráningar bensín- og dísilbíla óheimilar eftir árið 2030 með hugsanlegum undanþágum út frá byggðarsjónarmiðum. Bannið er ein þeirra 34 aðgerða sem mælt er fyrir um í nýrri áætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum sem á að tryggja að Ísland standi við skuldbindingar sínar gagnvart Parísarsamkomulaginu og nái kolefnishlutleysi fyrir árið 2040. Egill hjá Brimborg var til viðtals um þróun á sölu rafbíla í Bítinu í morgun. „Það er gríðarlegt fjármagn að fara í þróun rafbíla hjá frambleiðendum og hjá rafhlöðuframleiðendum. Það er verið að reisa verksmiðjur annan hvern mánuð núna, annað hvort rafhlöðu- eða rafbílaverksmiðjur.“ Egill segir mikið um falsfréttir í fréttaflutningi um rafbíla. Bandaríkjamenn séu sem dæmi að kaupa fleiri rafbíla en áður. „Það sem margir eru að rugla saman við er að vöxturinn er minni, en það er samt vöxtur. Það er oft það sem gerist í byltingum. Maður fer rólega af stað, svo kemur rosalegur vöxtur, svo smá hik, og svo aftur af stað.“ Kílómetragjald hafi truflað marga neytendur. Um er að ræða gjald sem fjármála- og efnahagsráðuneytið lagði á rafmagns, tengiltvinnbíla, og vetnisbíla um síðustu áramót. Kílómetragjaldið á að koma í stað olíu- og bensíngjalda, sem nú eru greidd við kaup á jarðefnaeldsneyti. Áformað er að olíu- og bensíngjöld verði felld brott. Egill segir rafmagnsbíl, með mun minni viðhaldskostnaði, töluvert ódýrari í rekstri. Og það þrátt fyrir kílómetragjald. „Við höfum tekið þann pól í hæðina, að rafbílar munu bara taka yfir. Við erum farin að laga okkur að þessum nýja veruleika,“ segir Egill í viðtalinu sem hægt er að hlusta á í heild sinni hér að ofan. Bílar Vistvænir bílar Bensín og olía Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Innlent Fleiri fréttir Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Sjá meira
„Við vorum komin í gríðarlega hátt hlutfall árið 2023. Því miður vegna mistaka stjórnvalda erum við komin niður í 16 prósent á þessu ári,“ segir Egill um hlutfall seldra rafbíla á markaði. Ástæða minni sölu séu aðgerðir sem stjórnvöld hafa innleitt gegn rafbílum. Virðisaukaívilnun vegna sölu á rafbílum féll úr gildi um áramótin. Sala nýrra fólksbíla dróst í kjölfarið verulega saman í byrjun árs miðað við síðustu ár. Í áætlun ríkisstjórnarinnar frá árinu 2018 er nýskráningar bensín- og dísilbíla óheimilar eftir árið 2030 með hugsanlegum undanþágum út frá byggðarsjónarmiðum. Bannið er ein þeirra 34 aðgerða sem mælt er fyrir um í nýrri áætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum sem á að tryggja að Ísland standi við skuldbindingar sínar gagnvart Parísarsamkomulaginu og nái kolefnishlutleysi fyrir árið 2040. Egill hjá Brimborg var til viðtals um þróun á sölu rafbíla í Bítinu í morgun. „Það er gríðarlegt fjármagn að fara í þróun rafbíla hjá frambleiðendum og hjá rafhlöðuframleiðendum. Það er verið að reisa verksmiðjur annan hvern mánuð núna, annað hvort rafhlöðu- eða rafbílaverksmiðjur.“ Egill segir mikið um falsfréttir í fréttaflutningi um rafbíla. Bandaríkjamenn séu sem dæmi að kaupa fleiri rafbíla en áður. „Það sem margir eru að rugla saman við er að vöxturinn er minni, en það er samt vöxtur. Það er oft það sem gerist í byltingum. Maður fer rólega af stað, svo kemur rosalegur vöxtur, svo smá hik, og svo aftur af stað.“ Kílómetragjald hafi truflað marga neytendur. Um er að ræða gjald sem fjármála- og efnahagsráðuneytið lagði á rafmagns, tengiltvinnbíla, og vetnisbíla um síðustu áramót. Kílómetragjaldið á að koma í stað olíu- og bensíngjalda, sem nú eru greidd við kaup á jarðefnaeldsneyti. Áformað er að olíu- og bensíngjöld verði felld brott. Egill segir rafmagnsbíl, með mun minni viðhaldskostnaði, töluvert ódýrari í rekstri. Og það þrátt fyrir kílómetragjald. „Við höfum tekið þann pól í hæðina, að rafbílar munu bara taka yfir. Við erum farin að laga okkur að þessum nýja veruleika,“ segir Egill í viðtalinu sem hægt er að hlusta á í heild sinni hér að ofan.
Bílar Vistvænir bílar Bensín og olía Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Innlent Fleiri fréttir Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Sjá meira