„Stanslaus barátta við það að vera ekki með menn í einangrun“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 16. júlí 2024 22:50 Halldór Valur Pálsson er forstöðumaður fangelsanna á Hólmsheiði og Litla Hrauni. Vísir/Sigurjón Forstöðumaður Litla Hrauns og Hólmsheiðarfangelsis segir slæma hegðun fanga færast í aukana. Fangelsin séu vel í stakk búin til að takast á við vandann eins og sakir standa, en haldi aukningin áfram geti skapast vandamál. Undanfarið hefur verið fjallað um mál Mohamads Korani, sem var í gær sakfelldur fyrir tilraun til manndráps, líkamsárás og fjölda valdstjórnarbrota. Þar á meðal eru hótanir í garð lögreglumanna og fangavarða, og að hrækja á fangaverði. Forstöðumaður Litla Hrauns og Hólmsheiðarfangelsis segir starfsmenn fangelsanna vel í stakk búna til að takast á við slík mál. „Á Litla Hrauni erum við með sérstakan öryggisgang fyrir þá sem ekki geta vistast innan um almenna fanga. Við getum einnig vistað menn tímabundið í einangrun,“ segir Halldór Valur Pálsson, forstöðumaður. Í samtali við fréttastofu í síðustu viku sagði fangelsismálastjóri að slæm hegðun fanga hefði færst í aukana. Halldór segir það einnig sína upplifun. Meginmarkmiðið sé að fangar komist farsællega í gegnum afplánun. Þó séu dæmi um fanga sem glími við geðsjúkdóma eða hafi verið í mikill neyslu. Því geti fylgt erfiður hegðunarvandi, sem oftast sé tímabundinn. Fangelsin ráði almennt vel við þau verkefni. Nýtt fangelsi muni breyta miklu „Ef þessum málum fer að fjölga mjög mikið og við sjáum mikla aukningu í einstaklingum með mikla þjónustuþörf, mikla þörf á aðstoð og mikinn hegðunarvanda, þá eigum við kannski erfitt með að sinna þjónustu við hina fangana jafnvel.“ Það sé þó ekki fyrsta úrræði að setja menn í einangrun, þegar þeir glími við slíkan vanda. „Þetta er stanslaus barátta við það að vera ekki með menn í einangrun. Koma þeim í einhvers konar virkni, daglega rútínu og annað,“ segir Halldór. Þar komi að sálfræðingar, félagsráðgjafar, geðheilsuteymi fangelsanna og heilsugæsla. Halldór segir nýtt fangelsi á Litlau Hrauni munu miklu breyta. „Aðstæður munu þá aðstoða okkur við það að takast á við erfiða einstaklinga, og gera í raun afplánun erfiðari einstaklinga auðveldari.“ Enn eru þónokkur ár í að nýtt fangelsi á Litla Hrauni verði tekið í gagnið, og því verði þau fangelsi sem nú standa að duga. „Þau ráða við vandann sem við erum að takast á við í dag, en ef hann eykst mikið þá erum við fljót að lenda í vanda.“ Fangelsismál Mál Mohamad Kourani Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Undanfarið hefur verið fjallað um mál Mohamads Korani, sem var í gær sakfelldur fyrir tilraun til manndráps, líkamsárás og fjölda valdstjórnarbrota. Þar á meðal eru hótanir í garð lögreglumanna og fangavarða, og að hrækja á fangaverði. Forstöðumaður Litla Hrauns og Hólmsheiðarfangelsis segir starfsmenn fangelsanna vel í stakk búna til að takast á við slík mál. „Á Litla Hrauni erum við með sérstakan öryggisgang fyrir þá sem ekki geta vistast innan um almenna fanga. Við getum einnig vistað menn tímabundið í einangrun,“ segir Halldór Valur Pálsson, forstöðumaður. Í samtali við fréttastofu í síðustu viku sagði fangelsismálastjóri að slæm hegðun fanga hefði færst í aukana. Halldór segir það einnig sína upplifun. Meginmarkmiðið sé að fangar komist farsællega í gegnum afplánun. Þó séu dæmi um fanga sem glími við geðsjúkdóma eða hafi verið í mikill neyslu. Því geti fylgt erfiður hegðunarvandi, sem oftast sé tímabundinn. Fangelsin ráði almennt vel við þau verkefni. Nýtt fangelsi muni breyta miklu „Ef þessum málum fer að fjölga mjög mikið og við sjáum mikla aukningu í einstaklingum með mikla þjónustuþörf, mikla þörf á aðstoð og mikinn hegðunarvanda, þá eigum við kannski erfitt með að sinna þjónustu við hina fangana jafnvel.“ Það sé þó ekki fyrsta úrræði að setja menn í einangrun, þegar þeir glími við slíkan vanda. „Þetta er stanslaus barátta við það að vera ekki með menn í einangrun. Koma þeim í einhvers konar virkni, daglega rútínu og annað,“ segir Halldór. Þar komi að sálfræðingar, félagsráðgjafar, geðheilsuteymi fangelsanna og heilsugæsla. Halldór segir nýtt fangelsi á Litlau Hrauni munu miklu breyta. „Aðstæður munu þá aðstoða okkur við það að takast á við erfiða einstaklinga, og gera í raun afplánun erfiðari einstaklinga auðveldari.“ Enn eru þónokkur ár í að nýtt fangelsi á Litla Hrauni verði tekið í gagnið, og því verði þau fangelsi sem nú standa að duga. „Þau ráða við vandann sem við erum að takast á við í dag, en ef hann eykst mikið þá erum við fljót að lenda í vanda.“
Fangelsismál Mál Mohamad Kourani Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira