Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 0-1 | Heimakonur rændar stigi Valur Páll Eiríksson skrifar 20. júlí 2024 16:15 Vísir/Diego Breiðablik vann 1-0 útisigur á Stjörnunni í Bestu deild kvenna síðdegis. Það sem virtist löglegt jöfnunarmark var dæmt af heimakonum undir lok leiks í Garðabæ. Um var að ræða fyrsta leik eftir tveggja vikna langt landsleikjahlé og samkvæmt svörum þjálfara liðanna fyrir leik nýttu Blikakonur það hvað helst í hvíld eftir mikla keyrslu vikurnar á undan en Jóhannes Karl Sigursteinsson, nýr þjálfari Stjörnunnar, nýtti vikurnar til að koma sínum stimpli á liðið. Stjarnan hafði haldið hreinu (1-0 gegn Keflavík og 0-0 við Tindastól) í fyrstu tveimur leikjum Jóhannesar við stjórnvölin og vonaðist eftir öðru eins gegn toppliði deildarinnar í dag. Stjarnan hafði fengið á sig flest mörk allra, 27 stykki í tíu leikjum, áður en hann tók við. Fyrri hálfleikur var býsna tíðindalítill heilt yfir litið. Gestirnir voru sterkari aðilinn en Stjörnukonur þéttar og fátt um færi. Þá gekk Blikum bölvanlega að hitta markið og reyndi ekkert á Erin McLeod fyrir hlé, þrátt fyrir fjölmargar marktilraunir, sem ýmist fóru framhjá eða yfir. Staðan markalaus í hléi. Stjarnan sterkari eftir hlé Það varð smá sveifla eftir hléið. Stjörnukonur komu af miklum krafti til leiks gegn flötu og sundurslitnu Blikaliði. Stjarnan hefði hæglega getað skorað mark og jafnvel tvö en færanýtingin var þeim ekki hliðholl. Þeim refsaðist fyrir þar sem Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir skoraði það sem reyndist sigurmarkið á 78 mínútu leiksins eftir góða stoðsendingu Írenu Héðinsdóttur Gonzalez sem sendi hana í gegn. Hrafnhildur hafði klúðrað hörkufæri aðeins fimm mínútum fyrr en sjálfstraustið var mikið í síðari afgreiðslunni þar sem boltinn söng í netinu. Stjarnan jafnaði rúmum fimm mínútum síðar með marki Hrefnu Jónsdóttur eftir hornspyrnu en það var dæmt af. Telma Ívarsdóttir, markvörður Blika, hafði misst boltann fyrir fætur Hrefnu sem setti hann inn en dómarinn Aðalbjörn Heiðar Þorsteinsson sá þar brot. Fáir aðrir sáu eitthvað að marki Stjörnunnar en heimakonur þurfa að bíta í það súra epli. 1-0 sigur Breiðabliks staðreynd og mikilvæg þrjú stig sem liðið fær í toppbaráttunni. Stjarnan með markatöluna 1-1 eftir fyrstu þrjá leiki sína undir stjórn Jóhannesar Karls og allt annað að sjá til varnarleiks liðsins. Færin voru svo sannarlega til staðar og ef mörkin fara að detta er liðið til alls víst. Jóhannes Karl: Dómarinn fer auðveldu leiðina Jóhannes Karl Sigursteinsson var áður þjálfari KR. Hann tók við Stjörnunni fyrir um mánuði síðan.Vísir/Vilhelm „Þetta er bara grátlegt. Þetta er bara fótboltinn. Það þarf að skora mörk. Við bjuggum til og sköpuðum og lögðum allt okkar í þetta. Það skilar ekki stigum í dag,“ segir Jóhannes Karl, þjálfari Stjörnunnar, eftir leik. „Við fundum í fyrri hálfleik að við gátum haldið betur í boltann en við vorum að gera. Við tókum ákvörðun að þora. Við mættum með hugrekki í þetta, áttum fallegar og góðar og sóknir en það skilaði ekki marki,“ „Það voru ákveðin mistök í marki Blika og okkur refsaðist,“ bætir hann við. Um mark Stjörnunnar sem dæmt var af segir hann ekki mikið. Stjarnan vildi einnig tvær vítaspyrnur undir lokin en Jóhannes Karl segist hafa séð atvikin illa og vill síður kenna dómaranum um. Hann hafi þó farið auðveldu leiðina. „Ég sé þetta alveg skelfilega. Það er einhver þvaga. Það yrði ekki í fyrsta skipti á móti Blikum í sumar sem okkur refsast þannig,“ „Það er ósköp einfalt fyrir dómarann að dæma alltaf auðvelda kostinn og hann tekur þá línu. Við höfum ekkert um það að segja. Við þurfum bara að einblína á okkur og hvernig við vinnum hlutina. Ég var ánægður með að stelpurnar hafi komið sér í þessar stöður undir lokin,“ segir Jóhannes Karl. Besta deild kvenna Stjarnan Breiðablik
Breiðablik vann 1-0 útisigur á Stjörnunni í Bestu deild kvenna síðdegis. Það sem virtist löglegt jöfnunarmark var dæmt af heimakonum undir lok leiks í Garðabæ. Um var að ræða fyrsta leik eftir tveggja vikna langt landsleikjahlé og samkvæmt svörum þjálfara liðanna fyrir leik nýttu Blikakonur það hvað helst í hvíld eftir mikla keyrslu vikurnar á undan en Jóhannes Karl Sigursteinsson, nýr þjálfari Stjörnunnar, nýtti vikurnar til að koma sínum stimpli á liðið. Stjarnan hafði haldið hreinu (1-0 gegn Keflavík og 0-0 við Tindastól) í fyrstu tveimur leikjum Jóhannesar við stjórnvölin og vonaðist eftir öðru eins gegn toppliði deildarinnar í dag. Stjarnan hafði fengið á sig flest mörk allra, 27 stykki í tíu leikjum, áður en hann tók við. Fyrri hálfleikur var býsna tíðindalítill heilt yfir litið. Gestirnir voru sterkari aðilinn en Stjörnukonur þéttar og fátt um færi. Þá gekk Blikum bölvanlega að hitta markið og reyndi ekkert á Erin McLeod fyrir hlé, þrátt fyrir fjölmargar marktilraunir, sem ýmist fóru framhjá eða yfir. Staðan markalaus í hléi. Stjarnan sterkari eftir hlé Það varð smá sveifla eftir hléið. Stjörnukonur komu af miklum krafti til leiks gegn flötu og sundurslitnu Blikaliði. Stjarnan hefði hæglega getað skorað mark og jafnvel tvö en færanýtingin var þeim ekki hliðholl. Þeim refsaðist fyrir þar sem Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir skoraði það sem reyndist sigurmarkið á 78 mínútu leiksins eftir góða stoðsendingu Írenu Héðinsdóttur Gonzalez sem sendi hana í gegn. Hrafnhildur hafði klúðrað hörkufæri aðeins fimm mínútum fyrr en sjálfstraustið var mikið í síðari afgreiðslunni þar sem boltinn söng í netinu. Stjarnan jafnaði rúmum fimm mínútum síðar með marki Hrefnu Jónsdóttur eftir hornspyrnu en það var dæmt af. Telma Ívarsdóttir, markvörður Blika, hafði misst boltann fyrir fætur Hrefnu sem setti hann inn en dómarinn Aðalbjörn Heiðar Þorsteinsson sá þar brot. Fáir aðrir sáu eitthvað að marki Stjörnunnar en heimakonur þurfa að bíta í það súra epli. 1-0 sigur Breiðabliks staðreynd og mikilvæg þrjú stig sem liðið fær í toppbaráttunni. Stjarnan með markatöluna 1-1 eftir fyrstu þrjá leiki sína undir stjórn Jóhannesar Karls og allt annað að sjá til varnarleiks liðsins. Færin voru svo sannarlega til staðar og ef mörkin fara að detta er liðið til alls víst. Jóhannes Karl: Dómarinn fer auðveldu leiðina Jóhannes Karl Sigursteinsson var áður þjálfari KR. Hann tók við Stjörnunni fyrir um mánuði síðan.Vísir/Vilhelm „Þetta er bara grátlegt. Þetta er bara fótboltinn. Það þarf að skora mörk. Við bjuggum til og sköpuðum og lögðum allt okkar í þetta. Það skilar ekki stigum í dag,“ segir Jóhannes Karl, þjálfari Stjörnunnar, eftir leik. „Við fundum í fyrri hálfleik að við gátum haldið betur í boltann en við vorum að gera. Við tókum ákvörðun að þora. Við mættum með hugrekki í þetta, áttum fallegar og góðar og sóknir en það skilaði ekki marki,“ „Það voru ákveðin mistök í marki Blika og okkur refsaðist,“ bætir hann við. Um mark Stjörnunnar sem dæmt var af segir hann ekki mikið. Stjarnan vildi einnig tvær vítaspyrnur undir lokin en Jóhannes Karl segist hafa séð atvikin illa og vill síður kenna dómaranum um. Hann hafi þó farið auðveldu leiðina. „Ég sé þetta alveg skelfilega. Það er einhver þvaga. Það yrði ekki í fyrsta skipti á móti Blikum í sumar sem okkur refsast þannig,“ „Það er ósköp einfalt fyrir dómarann að dæma alltaf auðvelda kostinn og hann tekur þá línu. Við höfum ekkert um það að segja. Við þurfum bara að einblína á okkur og hvernig við vinnum hlutina. Ég var ánægður með að stelpurnar hafi komið sér í þessar stöður undir lokin,“ segir Jóhannes Karl.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti